Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 266
256
þ.e. kjöt sem fær háa einkunn frá skynmatsdómurum fyrir mýkt er vinstra rnegin á myndinni
og seigt kjöt er hægra rnegin. Uthagalömbin og um leið yngstu lömbin eru flest vinstra megin
og eldri lömbin á kálinu hægra megin. Þar er athyglisvert af kollóttu úthagalömbin raða sér
lengst til vinstri á myndinni. Ekki er hægt að fullyrða hvort þessi munur er vegna aldurs eða
annarrar meðferðar. í fyrri tilraunum hefur aldur lamba við slátrun skipt rnáli varðandi eigin-
leika eins og áferð þegar borin eru saman annars vegar 150 daga og 175 daga lömb (Þyrí
Valdimarsdóttir o.fl. 1999) og hins vegar 80 daga gömul lömb á túni og 210 daga gömul lömb
innifóðruð á heyi (Þyrí Valdimarsdóttir o.fl., 2000). Annar höfuðþáttur (PC2) á 1. mynd lýsir
breytileika í a* og b*, með dekkri tónana neðst á myndinni og þá ljósu efst. Kállömbin skera
sig úr en þau voru jafnframt elstu lömbin í tilrauninni.
ÁLYKTANIR
Mjög varlega þarf að fara í að álykta um mun á kjötgæðum af hyrndum og kollóttum
lömbum. Flestar fyiTÍ rannsóknir á gæðurn lambakjöts benda til að munur á stofnum eigi að
vera lítill ef lömbin fá sörnu meðferð og að þeirn er slátrað á sama aldri (Dransfield 1994).
Fyrirfram hefði mátt ætla að munur á kjötgæðum íslensku arfhópanna væri lítill. Niðurstöður
þessarar tilraunar eru að það er rnunur á áferð kjöts af kollóttum og hyrndum úthagalömbum,
en elcki rnunur á hyrndum og kollóttum kállömbum. Þá er meiri aukalykt af kjöti af kollóttum
úthagalömbum en öðru kjöti. Þessar niðurstöður koma á óvart og það verður fróðlegt að bera
þær saman við mælingar á gerð vöðvaþráða.
Samsetning fóðurs er af öllum talin hafa mun meiri áhrif á bragð og lykt af kjöti en aðrir
þættir. Alltaf hefur verið talið ráðlegt að fara varlega í bötun lamba á fóðurkáli vegna nei-
kvæðra álirifa á bragðgæði. í þessari tilraun er sláandi að enginn munur er á bragði og lykt,
nema þegar kollóttu úthagalömbin skera sig úr með mesta aukalykt.
Seinni slátrunin var 20. október, á gamla hrútadaginn. Engin bragð og lyktarmunur var á
kjöti af hrútum og gimbrum og eins og komið hefur fram ekki heldur á sláturdögum. Þetta er
enn ein staðfestingin á fánýti þessa dags og niðurstaða sem er hætt að koma á óvart.
ÞAKK.IR
Höfundar vilja þakka Tæknisjóöi Rannís og Framleiðnisjóði landbúnaðarins fyrir að styrkja verkefnið. Starfsfólk
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Matvælarannsókna á Keldnaholti og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins fá
einnig bestu þakkir fyrir framlag þeirra til verkefnisins.
HEIMILDIR
Dransfield, E., 1994. Tenderness of Meat, Poultrj' and Fish. í: Quality Attributes and their Measurement in
Meat, Poultry and Fish Products9 (ritstj. Pearson, A.M & Dutson, T.R.). Advances in Meat Research, Vol.
Blackie Academic & Professional, Glasgovv, 289-315.
Guðjón Þorkelsson, Stefán Scheving Thorsteinsson & Þyrí Valdimarsdóttir, 2000. Evrópuverkefni um lambakjöt
I - Framleiðslukerfi, neytendur. sýnataka, mælingar. Ráðunautafundur 2000, 221-230.
Guðjón Þorkelsson, Þvrí Valdimarsdóttur & Stefán Sch.Thorsteinsson. 1999. Lambakjöt. Framleiðslukerfi, sam-
setning, bragðgæði og viðhorf neytenda. Freyr 95(10): 28.
Sigurgeir Þorgeirsson, 1988. Skýrsla um fitu í dilkakjöti. Ábók landbúnaðarins 1988, 214-249.
Þyrí Valdimarsdóttir & Guðjón Þorkelsson, 1996. Bragðgæði í lambakjöti. Ráðunautafundur 1996, 194-205.
Þyri Valdimarsdóttir, Sofia Jóhannsdóttir, Óli Þór Hilmarsson & Guðjón Þorkelsson, 2000. Evrópuverkefni um
lambakjöt 111 - Skynmat og viðhorf neytenda. Ráðunautafundur 2000, 237-246.
Þyrí Valdimarsdóttir, Stefán Scheving Thorsteinsson, Guðjón Þorkelsson & Rósa Jónsdóttir, 1999. Skynmat á
kjöti af haustfóðruðum hrútlömbum oggeldingum, Ráðunautafundur 1999, 121-130.