Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 268
258
þunga, holdfyllingu og fitu sem lýsir mismunandi aðstæðum við ræktun, fóðrun og aldur við
slátrun. Íslenski stofninn er frumstæður og lömbin hreyfa sig mikið og eru líklega með hátt
hlutfall af ,,oxidativum“ þráðmn.
FYRSTU MÆLINGAR Á GERÐ VÖÐVAÞRÁÐA í ÍSLENSKU DILKAKJÖTI
Tilraun um áhrif stofna, fóðrunar og aldurs vió slátrun á gœöi dilkakjöts
í surnar og haust var á tilraunabúinu á Hesti gerður samanburður á áhrifum beitar á úthaga og
beitar á ræktað land og fóðurkál á fallþunga og gæðaflokkun. Fjörtíu og átta lömb voru valin í
sérstaka rannsókn þar sem mæla á áhrif stofna, kyns, aldurs við slátrun, fóðrunar, hreyfingar á
gerð vöðvaþráða, meymi og aðra þætti kjötgæða. Hér er gerð grein fyrir fyrstu mælingum á
vöðvaþráðum og fyrstu niðurstöðum. Gerð er grein fyrir bragðgæðamælingum á öðru vegg-
spjaldi á fundinum (Þyrí Valdimarsdóttir o.fl. 2001).
Sýnataka og aðferóir við mælingar á vöðva þráðum
Sýnataka. Vöðvasýni voru tekin úr hryggvöðva (longissimus dorsi) og innanlærisvöðva
(semimembranosus) klukkustund eftir slátrun. Tekin voru 1 x 1 x l x2 cnr' sýni (tvísýni) og fry’st
í fljótandi köfnunarefni í 40 sek. Sýnin eru síðan geymd í frysti (-85°C) þar til þau eru skorin
í lághitaörsniðli (cryostat-2800 Frigocut E, Reichert-Jung í Uppsala og Leica CM1800.
Matra) við -24°C, í 10 pm þverskurðarsneiðar sem settar eru á smásjárgler.
Litanir. Farið var með hiuta sýnanna til Uppsala í Svíþjóð til að læra „histochemiskar“ að-
ferðir og myndgreiningu sýnanna. Að öðru leyti fer sýnaúrvinnslan fram á Matra.
Sýnin eru lituð með þremur litaaðferðum sem endurspegla ákveðna virkni í vöðvanum,
en eiginleika vöðvaþráða til orkuefnaskipta er hægt að mæla með „histochemiskum“ að-
ferðum, þ.e. með mælingum á ATP-asa (Engel 1962).
i. Litað fyrir ATP-asa virkni til að greina vöðvaþræðina í gerð I, IIA og IIB. Vöðva-
þræðir samanstanda af mörgum vöðvaþráðungum (myofibrils) og hver vöðvaþráð-
ungur er samsettur úr liðum (sarcomere) sem byggjast upp af samdráttarpróteinunum
actíni og myosíni. Á myosíninu er bindistaður fyrir ATP. ATP er sundrað af
ensíminu ATP-asa og við það losnar orka (ATP-asa virkni) sem nýtist vöðvanum.
Það er línulegt samband milli myosín ATP-asa virkni og samdráttarhraða vöðva-
þráða. ATP-asa virknin er viðkvæm fyrir misinunandi sýrustigi. Sýnt hefur verið
frarn á að hraðir og hægir vöðvaþræðir bregðast andstætt við ef þeir eru forineð-
höndlaðir annars vegar með pH 4.3 og hins vegar pH 10,3. Þannig er greint á milli
vöðvaþráða af gerð I og II. Með formeðhöndlun v/pH 4,6 er síðan hægt að greina
hröðu þræðina í tvo undirflokka, IIA og IIB (Brooke og Kaiser 1970)
II. Litað fyrir NADH-tetrazolium reductasa til að meta oxunargetu vöðvaþráðamia
(Nokioffo.fi. 1961).
III. Litað fyrir glycogeni. PAS (Periodic Acid Schiffs) -litun (Pearse 1961). Glycogen
litast rautt í þessari litun. Ef vöðvaþræðir litast ekki er það merki um glycogenþurrð
(Essén-Gustavsson o.fl. 1992).
Úrvinnsla og mœlingar
Eftir litun sýnanna eru þau skoðuð í smásjá (Leica DML, við stækkanir 100x og 200x) og
myndir af þeirn teknar inn á tölvutækt form. Síðan fer fram myndgreining (image analysing) á
myndunum þar sem notaður er hugbúnaður annars vegar TEMA, Scan-Beam frá Danmörku
(notaður í Uppsala), og hins vegar Leica Q500 MC (á Matra) til að finna fjölda, flatarmál og
hlutfall mismunandi vöðvaþráða. Skoðaðir eru rúmlega 200 vöðvaþræðir úr hverju sýni, en
það er sá fjöldi sem þarf til að fá sem áreiðanlegastar niðurstöður. Mælingar á fleiri vöðva-