Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 283
273
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Niðurstöður eru til úr yrkisprófunum í Noregi og á íslandi og samanburði villtra hvítsmára-
stofna í norðurhéruðum Norðurlandamia og á Islandi. A grundvelli þeirra voru valdir áhuga-
verðir stofnar sem hugsanlegir foreldrar í kynbótaverkefnið. Uér birtast niðurstöður fyrir
yrkin AberHerald frá IGER í Wales og Undrom, ásamt stofnum þeirra sem orðið höfðu fyrir
náttúrulegu úrvali í tilraun á Tilraunastöðinni á Korpu, og þrír kynbótastofnar frá Planteforsk
í Noregi (1. tafla). Úrvalsstoinamir frá Korpu eru myndaðir úr 50 smærubútum sem safnað
var af plöntum sem lifað höfðu einn til þrjá vetur í tilraunareitum. Plöntunum var síðan
fjölgað upp og fræ ræktað af hvorum stofni fyrir sig í sérstökum einangrunarhúsum við
Institute of Grassland and Environmental Research (IGER) í Aberystwyth, Wales.
I. tafla. Lengd smæru og meðallengd stöngulliðar, blaðflatarmál, þvermái smæru og heildarþurrefni stöngulliðar
og blaðs hvítsmárastofna af ýmsum uppruna við kjöraðstæður (26 vaxtardagar).
Stofn Lengd smæru mm Lengd stöngulliðar mm Blað- flatarmál cm2 Þvermál smæru mm Heildar- þurrefni mg
AberHerald (AH-0)ai 159 19,8 9,87 2,25 672
AberHerald (AH-S)b) 137 16,8 8,16 2,27 653
Undrom (U-O) 136 15,1 8,93 1.97 489
Undrom (U-S) 158 18,2 9,16 2,06 553
HoKv9238 185 19.9 4,93 1.53 311
HoKv9262 (Norstar) 147 17,5 5,15 1,59 335
HoKv9275 (Snovvy) 163 19,5 4,97 1,60 340
Meðaltal 155 18,1 6,88 1,90 479
Slaöalskekkja mismunar 10,7 1,2 0,74 0.065 47
***C) *** *** *** ***
a) Upprunalegt yrki; b) Úrval frá Korpu; c) ***P<0.00l.
j lok september 1999 var komið upp stökum plöntum í upphituðu gróðurhúsi hjá IGER
sem lýst var í 16 tíma á dag. Tveimur mánuðum seinna voru þær svo fluttar í plastbox þar
sem þær fengu að vaxa óáreittar í fjórar vikur. Þá var meginstöngullinn merktur á hverri
plöntu með því að setja lítinn dropa af rauðri málningu framan við nýjasta laufblaðið sem var
fullútsprungið. Þremur vikum seinna var sýni tekið frá merktum stað á 28 plönlum af hverjum
stofni og það mælt í bak og fyrir. Stöngulliðurinn ásamt laufi fyrir aftan nýjasta fullút-
sprungna blaðið var auk þess mældur sérstaklega og þurrefnisuppskera mæld. Fervika-
greiningar voru gerðar fyrir hvern eiginleika fyrir sig og síðan var gerð höfuðþáttagreining
sem byggðist á 22 eiginleikum. Hér verða einungis sýndar niðurstöður fyrir nokkra eiginleika,
en nánari lýsing á aðferðum og ítarlegar niðurstöður munu birtast innan tíðar í tímaritinu
Annals of Botany (Helgadóttir o.fl. 2001).
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Norsku stofnarnir voru uppskerurýrir, með grannar smærur og lítil blöð í samanburði við
AberHerald stofnana (1. tafla). Undrom stofnarnir voru þarna mitt á milli, með þeirri undan-
tekningu þó að blöð þeirra voru álíka stör og hjá AberHerald. Smærur lengdust hægar hjá úr-
valsstofni AberHerald frá Korpu en í upphaflega yrkinu. stöngulliðir voru styttri og blöð
minni. Gagnstæðar breytingar urðu hins vegar í úrvalsstofni Undrom. Af norsku stofnunum
var lengdarvöxtur smærunnar hraðastur í HoKv9238 og stöngulliðir lengstir. í höfuðþátta-
greiningunni skýrðu fyrstu tveir ásarnir um 76% af heildarbreytileikanum og í ljós kom skýr
L