Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 286
RAÐUNflUTflFUNDUR 2001
Hvaða hlutverki gegna fitusýrur og sykrur í frost- og svellþoli hvítsmára?
Sigríður Dalmannsdóttir. Áslaug Helgadóttir og Bjami E. Guðleifsson
Rannsóknastofn unlandb únaðarins
ÚTDRÁTTUR
Rannsakaðir voru lífeðlisfræðilegir eiginleikar hvítsmára sem tengjast vetrarþoli. Smærusýni voru tekin í sept-
ember, janúar og maí úr þremur hvítsmárastofnum; AberHerald yrkinu frá Wales, AberHerald úrvali eftir einn
vetur á tilraunastöðinni Korpu og norska stofninum HoKv9238. Smærusýnin voru notuð til að mæla frostþol og
sveilþol við stýrðar aðstæður á tilraunastöðinni á Möðruvöllum. Einnig voru mældar fitusýrur og sykrur í smær-
unum.
Norski stofninn reyndist mun vetrarþolnari en AberHerald stofnamir, hafði bæði meira frostþol og svellþol.
Heiidarmagn fitusýra var mest hjá HoKv9238 sem skýrist aðallega af meira magni 18:2 fitusýrunnar (línólsýru).
í september var meira af sterkju í smærum HoKv9238 en AberHerald. í janúar hafði sterkjuinnihaldið minnkað
verulega, sérstaklega hjá HoKv9238. Af vatnsieysanlegum sykrum var mest af súkrósa. í september mældist
svipað magn af súkrósa í öllum stofnunum en í janúarmældist minna af súkrósa í AberHerald stofnunum.
Þegar AberHerald stofnarnir eru bornir saman kemur í Ijós að úrvaisstofninn var bæði frost- og svellþolnari
en upprunalega yrkið að hausti. Einnig hafði úrvalsstofninn meira af 18:2 fitusýrunni.
INNGANGUR
Ræktun belgjurta á sér langa sögu í Mið-Evrópu. Fyrstu tilraunir með ræktun belgjurta á ís-
landi voru gerðar af Ólafi Jónssyni hjá Ræktunarfélagi Norðurlands um 1930. Aðaltilgangur
belgjurtarælctunar er að auðga jarðveginn af N-samböndum og byggja upp frjósamari jarðveg.
Hvítsmári, sem vex villtur hér á landi, þvkir ekki henta til ræktunar, vegna þess að hann er of
smávaxinn og gefur því litla uppskeru.
Tilraunir með hvítsmára til fóðurframleiðslu hófust á RALA fyrir tæpum 15 árum.
Prófaðir hafa verið stofnar og yrki frá ýmsurn löndum og niðurstöður hafa sýnt að hvítsmára-
stofnar sem notaðir eru erlendis til fóðurframleiðslu eiga erfitt uppdráttar hér á landi vegna
harðra vetra. Þykir því þörf á að rannsaka hvaða þættir hafa áhrif á vetrarþolið til þess að
bægt sé að kynbæta fyrir auknu vetrarþoli hvítsmára. Nú eru helstu vonir um aukna ræktun
hvítsmára hér á landi bundnar við ný norsk hvítsmárayrki.
Rannsóknir þær sem hér er sagt frá eru hluti af verkefni sem styrkt hefúr verið af Rannís
og er unnið í evrópsku samstarfi innan hvítsmárahóps COST 814 urn ,fiðlögun nytjaplantna
aó köldu og röku loftslagi í Evróptf. Tilgangurinn var að fylgjast með hvaða breytingar verða
á lífeðlisfræðilegum eiginleikum plöntunnar þegar valið er fyrir auknu vetrarþoli.
EFNI OG AÐFERÐIR
Tilraunirnar voru gerðar veturinn 1998-1999 og notaðir þrír stofnar af hvítsmára. Norskur
stofn HoKv9238, efniviður úr kynbótaverkefni í Noregi; velskt yrki AberHerald, annars vegar
var notað upprunalegt yrki og hins vegar úrval eftir ræktun í eitt ár hér á landi. Alls voru 20
arfgerðir af hverjum stofni.
Plöntur voru ræktaðar í fjölpottabökkum fyrst inni í gróðurhúsi en síðan voru þær hafðar
úti. Teknir voru stiklingar af smærunum þrisvar yfír árið, fyrst í september, síðan í janúar og
loks í maí. Þeir voru teknir við vaxtarvefimr og þannig að 2-3 stöngulliðir væru á hverjum. I
smærunum var mælt frostþol, svellþol, magn og samsetning sykra og fitusýra.
Frostþolið var mælt í tölvustýrðri frystikistu sem lækkar hitastigið um eina gráðu á
klukkutíma og fylgst með því við hversu lágt hitastig smærurnar dóu. Smærumar sem voru