Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 287
277
notaðar til frostmælinga voru settar í plastpoka og eftir frostmeðhöndlun voru þær fluttar á
rakan spírunarpappír í plastboxi og endurvöxtur metinn eftir 1-2 vikur. Niðurstöður eru
reilaraðar út sem LT50 (lethal time), sem þýðir það hitastig þegar 50% af plöntunum deyr.
Svellþolið var mælt með því að binda smærurnar við nagla ofan í plastboxi og kaffæra
smærurnar í vatni sem síðan var látið frjósa við -2°C. Fylgst var með því hversu marga daga
smærurnar þoldu að vera undir svellinu. LD50 er sá dagafjöldi undir svelli sem veldur 50%
dauða.
Sykrusambönd er helsti orkuforði plantna. Þær gegna einnig hlutverki við hörðnun
plantna á haustin. Vatnsleysanlegar sykrur voru mældar með HPLC vökvagreini. Sterkjan var
fyrst brotin niður í glúkósaeiningar með alfa-amylasa og siðan mæld með ljósbrotsmæli.
Breyting á samsetningu fítusýra í frumuhimnu að hausti er mikilvæg fyrir þol plönt-
unnar. Aukið magn af ómettuðum fitusýrum gerir plöntuna betur útbúna til að þola umhverf-
isálag eins og kulda. Fitusýrumar voru mældar með gasgreini við Sjárvarútvegsháskólann í
Tromso.
Hér verður einungis sýndur hluti af niðurstöðum, en nánari lýsing á aðferðum og ítar-
legum niðurstöðum mun birtast innan tíðar í tímaritinu Annals of Botany (Sigríður Dalmanns-
dóttir o.fl. 2001).
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Plönturnar litu vel út og voru kröffugar um haustið 1998 og höfðu framleitt töluvert af
smærum. í janúar voru smærur AberHerald stofnanna suntar dauðar og var sjáanlegur munur
milli arfgerða, eldri vefur var meira skemmdur en yngri. Ekki sáust skemmdir í HoKv9238. í
maí voru AberHerald stofnarnir nánast alveg dauðir og þess vegna voru engar mælingar á
þeim þá. Greinilegt er að þeir eru ekki nógu harðgerðir fyrir íslenskt veðurfar.
Veturinn 1998-1999 var fremur kaldur og snjóþungur. Lægsti meðalhiti i nóvember var
-15°C. Hiti var undir 0°C frá miðjum október fram í lok apríl, að undanteknum þremur
vikum í nóvember. Plönturnar voru undir snjó frá desemberbyrjun fram í lok apríl.
Hlutfall þurrefnis
var rneira hjá norska
stofninum en hjá Aber-
Herald, en engimi munur
var á úrvalinu og upp-
runalegu yrki. Það hefur
löngum verið þekkt að
há þurrefnisprósenta
hefur jákvæð áhrif á
vetrarþolið (Levitt 1980,
Rosnes o.fl. 1993).
Norski stofninn
HoKv9238 var mun
vetrarþolnari en Aber-
Herald stofnarnir (1.
tafla). í september var
AberHerald úrvalið bæði
frostþolnara (P<0,01) og
svellþolnara (P<0,05) en
upprunalega yrkið. Það
t. tafla. Gildi fyrír LT51, (frostþol) og LD50 (svellþol) frá hausti til vors 1998-
1999 fyrir hvítsmárastofnana HoKv9238, AberHerald upprunalegt yrki (AH-
O) og AberHerald úrval frá Korpu (AH-S), ásamt staðalfrávikum. (et = ekki
tiltækar niðurstöður).
Tími sýnatöku Frostþol LT50 Staðal- (°C) frávik Svellþol LD50 Staðal- (dagar) frávik
September AH-0 -9,3 0,83 6,3 1,15
AH-S -10,4 1,06 7,0 0,92
HoKv9238 -15,7 1,84 14,4 1.82
Staðalsk. mismunar 0,30a) 0,32a)
0,46b) 0,46b)
Janúar AH-0 -14,6 2,63 11,2 2,21
AH-S -14,8 3,17 10,9 2,69
HoKv9238 -26,3 1,51 55,3 8,80
Staðalsk. mismunar 0,92a) 0,78a)
0,73b) 2,05b>
Maí AH-0 et et
AH-S et et
HoKv9238 -14,8 3,50 25,9 4,20
a) Samanburðurmilli AH-0 og AH-S.
b) Samanburöur milli HoKv9238 og AH.