Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 289
279
RflÐUNRUTAFUNDUR 2001
Frærækt innlendra níturbindandi plantna
Jón Guðmundsson
Ramsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Frá árinu 1997 hefur verið reynt að skýra hvort og hvernig hægt væri að rækta innlendar
níturbindandi landbótaplöntur til fræs og þar með hafa fræ til sölu fyrir þá sem nýta vilja
þessar tegundir í landbóta og landgræðslustarfi.
Unnið er með tegundir sem hafa líffræðilega möguleika á að mynda fræ hér á landi.
Baunagras, umfeðming, giljaflækju, hvítsmára, vallertu, íjallalykkju og blámjöltu. Allt eru
þetta seinþroska tegundir og hafa komið með mönnum og eru háðar mönnum um liraða dreif-
ingu hér á landi. Útbreiðsla um landið er eim lítil og útbeiðsluhraði í náttúrunni er hægur.
Fræþroski og fræframleiðsla voru mæld og hvaða frævarar sinna plöntunum. Mæld voru
áhrif meindýra á myndun gróðurþekju sem reyndust vera lítil sem engin, en myndun gróður-
þekju eftir sáningu gengur hægt.
ÁÆTLAÐUR ÁVINNINGUR AF VERKEFNINU
Margt bendir til að frærækt innlendra belgjurta geti orðið hagkvæm búgrein, enda fræskortur
algjör. Mögulegur markaður er fýrir hendi, t.d.í landgræðslustarfi, til landbóta, í skógrækt, við
uppgræðslu í kringum þéttbýliskjarna, í lífrænni ræktun eða almennri ræktun. Á markaðinn
reynir fyrst eftir að hægt er að bjóða fram fræ.
STARFSEMI FRÆVARA
Fylgst var með atferli hunangsflugna sem eru mikilvægir frævarar fyrir belgjurtir. Á tilrauna-
svæðunum eru tvær hunangsflugutegundir. Bombus jonellus og B. terrestris.
Bú hafa fundist. Hunangsflugan B. terrestris sækir í víðitegundir um vor þegar hún er að
byggja upp búin. svo í blámjöltu (Astragalus norvegicus) snemma sumars, þá giljaflækju og
síðast umfeðming og vallertu. Blámjalta og giljaflækja eru eftirsóttar tegundir. B. jonellus sér
að mestu um að fræva hvítsmárann. Einnig sækja flugurnar í aðrar úthagategundir, sem ekki
eru breiðumyndandi og hafa því minna aðdráttarafl.
Frævarar á Rangárvöllum voru íáir 1997, fleiri 1998, mjög fáir 1999, fleiri 2000.
FRÆÞROSKUNARTÍMI OG FRÆUPPSKERA
Fræuppskera iimlendu níturbindandi belgjurtanna var mæld í tilraunareitum. Mælt var tiltækt
fræ/ha í ágúst-nóvember. Fræsláttur með sláttuþreskivél var reyndur.
Ef frævarar eru ekki á svæðinu er lítið að marka tímamælingar á fræþroskun. því að ef
engin frævun verður myndar plantan sífellt fleiri blóm og fræmyndun frestast. Blómgum og
fræþroski dreifist á margar vikur hjá innlendu belgjurtunum.
Eitir frumniðurstöður má setja fram spá um tiltækt fræ/tíma í fræökrum. Árferði og
hvenær frævun verður hefur mikið að segja. Tölur eru ekki mjög nákvæmar því að mælinga-
reitir eru litlir.