Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 292
282
eins og áður sagði. Að Maríubakka hafði verið fengið fræ frá Kálfafelli úr sömu sveit og hafði
aldrei úr sveitinni farið.
Á nýliðnu ári var gerð hjá Norræna genbankanum DNA-greining á rófustofnum sem þar
voru geymdir. Þá kom í ljós að Maríubakkarófan er gjörólík öðrum norrænum rófustofnum og
svo mjög að ætti að skipta þeim í tvo flokka væri hún ein í öðrum flokknum, en allar aðrar
norrænar rófur í hinum. Ragnarsrófa hefur líka nokkra sérstöðu, en er þó gjörólík Maríu-
bakkarófu. Fyrir utan þessa tvo hafa íslenskir rófustofnar í genbankanum tæpast vörslugildi
og eru oftast lítið frábrugðnir verslunarstofnum sem hér hafa verið ræktaðir á síðustu
áratugum. Rófan í Norræna genbankanum sem kom þangað undir nafni Kálfafellsrófunnar
reyndist til dærnis vera óþekkjanleg frá nokkrum dönskum og suður-norskum stofnum.
Niðurstaðan er því sú að einungis þrir íslenskir stofnar eru þess virði að vera viðhaldið:
• Ragnarsrófan eða íslenska rófan hefur orðið til hér undir lok 19. aldar og hefur verið
varðveitt óbreytt síðan eftir því sem best er vitað. Hún er stórvaxin með mikið upp-
rétt kál.
• Maríubakkarófan eða Kálfafellsrófan gamla. Hún hefur sérstætt útlit, er hnöttótt. vex
djúpt í rnoldu og kálið er lítið og alveg jarðlægt. Hún þykir eindæma bragðgóð, en er
oft smávaxin.
• Sandvíkurrófan hefur unnið sér vinsældir og er ekki nákvæm eftirmynd útlendra
rófna, en sver sig þó í ætt við danska stofna. Framleitt er fræ af henni hér á landi í
plastskýli, en ekki þykir þorandi að rækta fræ af íslenskum rófum erlendis eftir
reynsluna af Kálíáfellsrófunni fy rr á árum.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Félag gulrófnabænda hafa unnið saman að rann-
sóknarverkefni frá 1999. Markmiðið er meðal annars að nýta íslenska gulrófustofna sem til
eru í vörslu Rala og vélvæða frærækt af gulrófu. Tilraunir hafa þegar verið gerðar með ræktun
á rófufræi á Korpu. Takmarkið er að hægt verði að rækta hér heima allt það fræ sem mark-
aðurinn tekur við af íslenskum rófum.
I. tafla. Frærækt af gulrófum á bersvæði á Korpu sumarið 2000. Fræmæður 420 af hvorum stofiii. fiéttleiki 2,7
rófur á nr.
Fræuppskera
Meðalþyngd Uppskorið alls á nr á rófu Þús. fræ Spírun
Stofn rófu, g dags. kg o d O d O %
Laugabólsrófa 600 18.9. 7,8 50 18 2,0 12
Maríubakkarófa 400 8.10. 13,4 86 32 2,5 55
Frærækt af Laugabólsrófu verður ekki reynd frekar. Maríubakkarófa virðist auðveld í
frærækt og aðeins vantar herslumuninn á að við ráðurn við hana. Fræið náði fullum þunga i
sumar, en spírun er ekki viðunandi. Nauðsynlegt virðist að lengja vaxtartímann og verður
reynt að bregðast við því með forspírun í gróðurhúsi og yfirbreiðslu í maí. Ragnarsrófa verður
lekin inn í lilraunirnar i stað Laugabólsrófu.
HEIMILDIR
Poulsen, Gert B., o.fl.. 2000. Diversity in Nordic Swedes. Veggspjald kynnt á „The 3. ISHS Intemational
Symposium on Brassicas and 12. Crucifer Genetics Workshop, 5-9 september 2000“.
Jónatan Hemiannsson, 1999. Gulrófur fyrr og nú. í: Gulrófan fyrr og nú. Fjölrit Rala nr 199, 11-21.
Jónatan Hemiannsson, 2000. Leiðrétting við grein um gulrófur. Freyr 96(6): 32-33.