Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 293
283
RRÐUNRUTflFUNDUR 2001
Ætihvönn og nýting hennar
Asdís Helga Bjamadóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Hvannstóð eru víða um land og hvannagarðar þekktust áður fyrr. Hvönn var talin allra rneina
bót og mikil drýgindi fyrir heimilin. Allir hlutar plöntunnar vora nýttir, s.s. fræ, blöð, stönglar
og rót.
Þekking á hvannarrækt hefur að mestu horfið úr almennaeigu á síðari árum. Áhuginn á
ætihvönn og ræktun hennar er þó aftur farinn að aukast með tilkomu heilsubyltingar og
breyttri vitund fólks gagnvart fæðu- og heilsubótarefnum.
BREYTTIR TÍMAR
Á undanfömum árurn hefur lyfjaiðnaðurinn sýnt villtum plöntum vaxandi áhuga að nýju.
Ástæðan fyrir því er sú að jurtir hafa í gegnum tíðina náð að þróa efnavopn í baráttu sinni við
sýkla og skordýr. Þessi efni eru áhugaverð að því leyti að hugsanlega er hægt að þróa svipuð
vopn til baráttu manna við sjúkdóma af völdum sýkla. LyQaiðnaðurinn hefur unnið mikinn
hluta krabbameinslyfja og sýklalyfja beint eða óbeint úr náttúrunni.
Villtar og þó sérstaklega lífrænt ræktaðar jurtir njóta sífellt meiri athygli. Með góðri
þekkingu á hinum ýmsu plöntutegundum og ræktun þeirra, samhliða rannsóknum á líffræði-
lcgri virkni efna úr þeim og markaðssetningu, er kominn öflugur grunnur að markaði fyrir
heilsuvöruiðnaði, matvæla-, snyrtivöru- og lyijaiðnaði.
Raimsóknir á líffræðilega virkum efnum úr lækningajurtum hafa aukist mjög á síðustu tíu
árurn. Sigmundur Guðbjamason prófessor og Steinþór Sigurðsson lífefnafræðingur hafa m.a.
rannsakað ætihvömi. Niðurstöðumar hafa sýnt að hægt er að vinna efni úr henni sem hafa
áhrif á krabbameinsfrumur, veirur, bakteríur og ónæmiskerfið. Einnig hafa niðurstöðurnar
sýnt að virkni efna úr íslenskum Iækningajurtum er meiri en efna sem unnin eru úr sambæri-
legum jurtum ræktuðuin í suðlægari löndum.
Á síðastliðnu sumri var stofnað fyrirtækið Heilsujurtir ehf. sem vinnur að framleiðslu og
sölu jurtalvfja og heilsubótaefna úr íslenskum jurtum. Stofnendur þess era Sigmundur Guð-
bjarnason prófessor, ásamt nánustu samstarfsmönnum sínurn sem unnið hafa að verkefninu
undanfarin ár og stofnunum sem hafa stutt verkefnið, þar á meðal Bændasamtök íslands.
í framhaldi stofnunar félagsins hófst samstarf þess við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
um söfnun og framvinnslu hráefnis, auk rannsókna og ffæðslu á hvannarræktun. Allt er þetta á
bvrjunarstigi. Áhugi á þessu meðal bænda er mikill. Undanfarin ár hefúr Ingólfúr Guðnason í
Engi í Laugarási ræktað hvönn og því öðlast nokkra reynslu á þessu sviði. Auk hráefnis frá
honum tók skólinn á móti hráefni frá tveimur öðrurn sem nýtast mun Heilsujurtum ehf. í fram-
leiðslu sinni og markaðsöflun nú í vetur. Reikna má með að ef vel tekst til varðandi útvegun
fjárfesta og markaðsöflun geti hér verið um að ræða áhugaverða aukabúgrein.
RÆKTUN ÆTIHVANNAR
í ræktun plantna til lyfja- eða heilsuvöruframleiðslu er lögð áhersla á að ræktunin og vinnu-
ferlið allt sé gæðavottað. Hér á eftir verður ijallað stuttlega um ræktun ætihvannar.