Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 297
287
einnig á Selfossi. Útbreiðsla asparryðs hefur aukist frá sumrinu 1999 og hefur það nú einnig
fundist í neðanverðu Grímsnesi og í Þorlákshöfn. Líklegt má telja að það hafi komist til
höfuðborgarsvæðisins síðastliðið sumar eða haust. Ekki hafa þó borist neinar tilkynningar
þess efnis. Þessi ryðsveppur er að öllum líkindum algerlega háður því að komast á lerki á
vorin og getur þá dreifst út frá því. Sýkt asparlauf þarf því að vera nærri lerkitré ef landnám á
nýjum stað á að takast.
VAL Á KLÓNUM MEÐ VIÐNÁM GEGN RYÐI
Framtíðarlausnin felst í því að rækta einungis klóna sem sýnt hafa mótstöðu gegn ryðinu, en
vitað er að mismunur á þoli getur verið mikill á milli klóna. Rannsóknaverkefni sem miðar að
því að því að finna asparklóna með viðnám gegn asparryði er nú hafið. Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og Náttúrufræðistofnun ís-
lands. Akureyrarsetur, taka þátt í þessu verkefni en Skógarsjóðurinn, Rannís og Framleiðni-
sjóður landbúnaðarins styrkja það. Enn sem komið er liggja aðeins fyrir niðurstöður fyrsta
hluta verkefnisins og verður hér gerð stuttlega grein fyrir þeim.
AÐFERÐIR
Rannsóknin var gerð í klónatilraun af alaskaösp á Böðmóðsstöðum í Laugardalshreppi. Sú til-
raun er hluti af umfangsmiklum klónatilraunum með alaskaösp sem stofnað var til á árunum
1992-95. Asparplöntur af 40 mismunandi klónum voru gróðursettar í tilraunina á Böðmóðs-
stöðum sumarið 1995. Helmingur klónanna er upprunniim við strendur Alaska en hinir innar í
landinu. Tilrauninni er skipt í 10 blokkir og eru 4 plöntur al'hverjum klón í hverri blokk. Fyrst
var reynt að smita öspina þann 23. júní, þannig að smitaðar lerkigreinar voru hristar yfir
aspirnar. Þessi smittilraun tókst ekki sem skyldi. Því var reynt að smita öspina með ryðgróum
frá smituðum öspum. Smituðum asparblöðum var safnað þann 17. ágúst á Selfossi og þau
hrist yfir aspirnar í klónatilrauninni. Sú smitun tókst allvel. Smitaðar voru sex blokkir af tíu,
þ.e.a.s. blokk 1, 2, 5, 6, 9 og 10. Af hverjum klón voru því allt að 24 plöntur með í tilrauninni.
í reynd voru þær þó gjarnan nokkru færri. Þetta orsakaðist af því að plöntur höfðu drepist eða
voru svo lélegar að þeim var sleppt. Einn klónn skar sig úr hvað slík afföll snerti. Af honum
voru aðeins 4 plöntur lifandi í tilraunablokkunum og var honurn því sleppt. Þá voru tveir
klónanna aðeins i hluta tilraunarinnar og var þeim einnig sleppt úr tilrauninni. í smitunartil-
rauninni voru því samtals 37 klónar. 19 innlandsklónar og 18 strandklónar.
Tilraunin var tekin út þann 19. september. Þá var srnit á öllum tilraunatrjánum ákvarðað.
Mat á smiti var gert í tveimur áföngum. Fyrst var útbreiðsla smits í hverju tré metin. Gefnar
voru fjórar einkunnir fyrir útbreiðslu smits í tré: 1= Ekkert smit fannst. 2= Smit í toppi. 3=
Smit víða í tré. 4= Smit útbreitt unt allt tréð. Ef smit fannst í trénu var útbreiðsla þess á
blöðum asparinnar metin þannig að meðalfjöldi ryðbletta á smituðum blöðum var áætlaður.
Gefnar voru þrjár einkunnir fyrir meðalfjölda ryðbletta á smituðum blöðum: 1= Færri en 5
rvðblettir. 2= 5-20 ryðblettir. 3= Yfir 20 rvðblettir.
Út frá þessum einkunnum var síðan reiknuð smiteinkunn með því að margfalda saman
einkunn fyrir útbreiðslu smits í tré og einkunn fyrir útbreiðslu smits á blöðum.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Útbreiðsla smits var mjög mismunandi eftir klónum. Af vel þekktum klónum má benda á að
Iðunn. Laufey og Pinni fá allir slæma einkunn (ryðeinkunn; 4,3-5,3), en Keisari og Haukur fá
allgóða einkunn (ryðeinkunn; 2-2,1). Sælandsösp er raunar með enn lægri ryðeinkunn (1,8),
en menn þóttust einmitt hafa tekið eftir því í Hveragerði í fyrra að sá klónn hefði komist áber-