Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 299
289
neðar við ána. Þannig berst nýtt erfðaefni mun greiðar niður til strandar en í gagnstæða átt.
Kannað var hvort ryðeinkunn klóna væri háð vaxtargetu og lífsþrótti þeirra. Þetta var gert
með því að bera hæð og lifun klóna haustið 1999 saman við ryðeinkunn þeirra haustið 2000.
Ekki virtist vera neitt samband á milli ryðeinkunnar og hæðar klóna, né rnilli ryðeinkumiar og
lifunar klóna. Þannig er það ýmist að klónar sem eru lítið ryðsæknir vaxi vel eða illa og lifi
vel eða illa Til dæmis var Sælandsösp með lága ryðeinkunn og er yfir meðallagi hvað lifun og
vöxt áhrærir. Hins vegar var sá klónn sem var með lægstu ryðeinkunn. þ.e. 83-14-020, undir
meðallagi í vexti og lifun.
Ekki er hægt að segja annað en að þessar frumniðurstöður lofi góðu. í því klónasafni af
alaskaösp sem þegar er í tilraunum hér á landi virðist vera mikill breytileiki hvað mótstöðu-
þrótt gegn asparryði áhrærir. Enginn klónn virðist þó vera fullkomlega ónæmur fyrir þessurn
sjúkdómi. enda er það ekki eins æskilegt og ætla mætti í fljótu bragði. Kynbætur á ösp í
Evrópu, þar sem asparryð er verulegt vandamál, snúast að verulegu leyti um að finna klóna
sem hafi nægan viðnámsþrótt gegn þessum sjúkdómi. í fyrstu beindust kynbætur að því að
finna klóna sem væru algjörlega ómóttækilegir fyrir ryði. en sú aðferð gafst illa þar eð fljót-
lega komu fram nýir stofnar sveppsins sem þessar kynbættu aspir stóðu berskjaldaðar gegn. í
seinni tíð hafa menn því einbeitt sér að því að fmna asparklóna sem hafi mikinn mótstöðu-
þrótt, en eru ekki fullkomlega ónæmir. Þær frumniðurstöður sem hér liggja fyrir benda til
þess að hérlendis sé úr töluverðum slíkum efniviði að moða. Það einfaldar mjög allt val úr
þeim efniviði að tilraunir með asparklóna hafa staðið í nokkur ár og hafa nú þegar safnast
miklar upplýsingar urn aðra eiginleika þessara klóna.
TÖLFRÆÐILEGT YFIRLIT
Fervikagreiningu var beitt við úrv'innslu mælinga. Heildarniðurstöður sýndu að marktækt
sanrband var á milli klóna og rj'ðeinkunnar (F=l,732; p=0,008) og blokka og ryðeinkunnar
(F=8.44: p<0,001). Marktækt samband rnilli blokka og ryðeinkunnar stafaði af því að ryð var
mun minna í blokk níu og tíu heldur en í hinum blokkunum, enda voru þær blokkir smitaðar
seinast og var heldur lítið eftir af vel smituðum asparblöðum þegar kom að því að srnita þær.
Blokkum níu og tíu var því sleppt í tölfræðiuppgjöri. Þegar það hafði verið gert var enn mark-
tækt samspil milli klóna og ryðeinkunnar (F=2.236; p=0,001) en ekki rnilli blokka og ryðein-
kunnar (F=0,573; p=0,633).
HEIMILDIR
Guðriður Gyða Eyjólfsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Edda Sigurdís Oddsdóttir &
Halldór Sverrisson, 1999. Sveppafár á Suðurlandi. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1999, 114-125.
Halldór Sverrisson, 1994. Nýr ryðsveppur fundinn ágljávíði. Fréttabréf Rala nr 14, 1-4.
Philips, D.H. & Burdekin. D.A. 1992. Diseases of forests and ornamental trees. 2. útg. The MacMillan Press
Ltd. London. ISBN 0-333-49493-8.
Pinon, J., 1999. Persónulegarupplýsingar.