Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 301
291
Sameindarœktun tneó grœnum smiðjum
Plantan, græna smiðjan, er ræktuð með hefðbundnum hætti og uppskorin. Plöntuhlutinn sem
geymir yrkisefnið er skilinn frá og yrkisefnið síðan hreinsað úr þessum plöntuhluta með sér-
stakri úrvinnslutækni er byggir á sérhönnun erfðavísisins. Allt þetta ferli hefur verið kallað
sameindaræktun.
Vörur grœnna smiója
• Iðnaðarensím. • Afúrðir fyrir líftækni.
• Mótefni. • Afurðir fyrir læknisfræðirannsóknir.
• Bóluefni. • Lyfvirk prótein.
... fyrir hverja? Lvíjaiðnað, efnaiðnað, landbúnað
Sérstaóa ORF Líftcekni
Með sérhönnuðum genaferjum, sérstöku vali á móðurplöntum og í einstöku ræktunar-
umhverfi, vinnur ORF Líffækni að þróun grænna smiðja er tryggja bæði mikla framleiðsiu og
auðvelda úrvinnslu á hágæða yrkisefnum, án hættu á erfðamengun.
DÆMI UM AÐRA NÝTINGARMÖGULEIKA PLÖNTULÍFTÆKNINNAR
Fylgjast meó áhrifum loftmengunar á gróður (monitoring)
Búin var til erfðabætt tóbaksplanta þar sem andoxunar-varnarkerfið var veikt með erfðatækni.
Þetta nýja yrki þolir mun verr áhrif loftmengunar (ozon) og getur því nýst vel til að fylgjast
með áhrifúm loftmengunar á gróður (Björn Lárus Örvar, ITÍ/Háskólinn í British Columbia).
Hreinsa þungmáhnci úr jarðvegi
Erfðabættar tóbaksplöntur voru búnar til sem hafa þann eiginleika að safna upp sérstökum
plöntupróteinum sem getur bundið eitraða þungmálma úr umhverfinu. Markaður fyrir slík
mengunarþrif er talin fara ört vaxandi (Einar Mantylá, RALA/Landbúnaðarháskólinn í Upp-
sölum).
Auka vöxt
Erfðabætt vorskriðnablóm var búið til sem hefur þann eiginleika að safna upp ákveðnu
próteini sem evkur bæði vöxt og seinkar öldrun (Björn Lárus Ör\7ar, ITÍ/McGill, Montreal).
Auka þol
Búnar voru til erfðabættar tóbaksplöntur þar sem yrkisefnið er verndandi sykursameind sem
eykur þurrkþol plantnanna. Þurrkur af völdum vatnsskorts, seltu eða kulda er megin takmark-
andi þáttur matvælaframleiðslu á jaðarsvæðum (Einar Mantyla, RALA/ Landbúnaðarhá-
skólinn í Uppsölum).
Bœta nœringargildi matvæla
Hin svokölluðu „Gullnu grjón“, sem innihalda meira af forvítamíni A (gefur þeim gullinn
blæ) en venjuleg hrísgrjón, voru búin til með erfðatækni. Yfir 130 milljónir barna þjást af A-
vítamínskorti sem er algengasta orsök blindu og leiðir til dauða 2 milljóna bama árlega.
Verkefnið var unnið sem þróunaraðstoð (Potrykus. SFIT).