Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 302
292
rAðunrutrfundur 2001
Efnajafnvægi í langtímatilraun með tegundir nituráburðar
á Skriðuklaustri
Hólmgeir Björnsson', Guðni Þorvaldsson' og Þorsteinn Guðmundsson2
1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins
2Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
EFNI OG AÐFERÐIR
Þegar tilraunastöðin á Skriðuklaustri var stofnuð árið 1949 var þegar hafist handa við undir-
búning tilrauna. Meðal annars var fljótlega endurbætt framræsla á spildu á hjöllunum nokkru
sunnan bæjar og þar hófust umfangsmiklar áburðartilraunir árið 1954. Ein þessara tilrauna.
tilraun nr 19-54 með samanburð á tegundum nituráburðar, stóð til 1996 og lauk henni þá um
haustið með því að tekin voru jarðvegssýni úr 15 reitum af 25 og á þrem stöðum úr óáborinni
rönd utan tilraunarinnar. Tekin voru borsýni niður í 60 sm dýpt, 6 kjarnar í reit. Gróðurmottan
var tekin frá og borkjörnunum skipt eftir dýpt við 5, 10, 20 og 40 sm, þ.e. í 5 sýni úr reit. Alls
voru því tekin 90 sýni.
Á þurrkuðum og ntöluðum sýnurn voru niældir ýmsir eiginleikar svo sem rúnrþyngd,
glæðitap, pH í valni, rnagn kolefnis og niturs. í AL-skoli var rnælt magn leysanlegra nær-
ingarefna, P. K, Na, Ca og Mg, og með upplausn á glæddum jarðvegi í 30% saltsýru (HCl)
var mælt það magn efna sem telja má veðranlegt. Niðurstöður þessara mælinga og helstu
niðurstöður tilraunarinnar aðrar eru væntanlegar í Fjölriti RALA. Áður hafa birst ýmsar
greinar, sem byggjast á niðurstöðum þessarar tilraunar. m.a. um efnagreiningar á jarðvegi
(Bjarni Helgason 1975).
Tilraun nr 19-54 var efst í tilraunalandinu, nálægt skurðbakka að ofan og sunnan. Jarð-
vegur er þar alldjúpur. 1 sniði, sem var grafið niður í rúmlega 1 m, var komið niður á malar-
ríkt undirlag í 86 srn dýpt. í sniðinu eru glögg merki vatnsllæðis neðan yfirborðs með til-
færslu og útfellingu á járni. Með framræslu var tekið fyrir þetta rennsli svo fullnægjandi var í
þessari tilraun, en þær tilraunir, sem neðar lágu, blotnuðu upp að hluta á tilraunatímanum. í
efsta laginu (0-5 srn) er glæðitap um eða yfir 30%, en 11% að meðaltali neðan 10 srn. Jarð-
vegurinn var í upphafi skilgreindur sem mýrarjarðvegur. Svo getur þó ekki talist og mun hann
flokkast sem gljáajörð, en þannig jarðvegur er algengur á milli mýrar og þurrlendis. Miðað
við niðurstöður kolefnismælingar og að 58% C séu í lífrænu efni þá er glæðitap úr öðru en líf-
rænu efni nálægt 6% í yfirborði en 4% neðar. Neðan efsta lagsins er lífrænt efni meira eftir
því sem ofar og sunnar dregur, þ.e. nær framræsluskurðum. I óábornu röndinni, þar sem
áburðaráhrifa hafði lítt eða ekki gætt í 43 ár, var pH 6,3 i efsta laginu, en neðan 10 srn var pH
alls staðar um 7, nema í reitum með ammóníumsúlfati, sem hafði mikil sýrandi áhrif og ná
þau áhrif djúpt.
Frjósemi jarðvegs í þessari tilraun er með því mesta sem gerist, en minnkar ört eftir þvi
sem fjær dregur skurði, bæði niður eftir stykkinu og til norðurs, þ.e. í sömu stefnu og lífrænt
efni í jarðvegi fer minnkandi. Á hornreit næst skurðum var ekki borinn neinn N-áburður, en
uppskera af honum var samt 57,4 hkg/ha af þurrefni á ári að meðaltali í 40 ár, en á gagn-
stæðan reit, sem var í 40 m fjarlægð, voru borin 120 kg/ha af N á ári og þar var uppskeran að-
eins 56,8 hkg/ha, sem reyndar þætti gott víðast annars staðar. Áætlaður uppskerumunur
þessara reita miðað við sömu meðferð er 20,1 hkg/ha af þurrefni á ári.