Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 303
293
MAGN EFNA í JARÐVEGI OG UPPSKERU
Magn efha í efsta lagi jarðvegs er í 1. töflu. Miðað er við magn efna í 600 t/ha af þurrum jarð-
vegi, en það er nálægt því sem efstu 10 sm jarðvegs vega. í óábomu röndinni ná 600 t/ha þó
ekki alveg niður í 10 sm vegna meiri rúmþyngdar, en heldur dýpra í c-lið. Einnig er sýnd
meðaluppskera eftir tilraunameðferð og pH í tveimur efstu lögunum. Vegna þess hve miklu
munar á reitum eftir legu í tilrauninni (röðum og dálkum í kvaðrattilraun) em gildin færð að
því sem vænta mætti á reit í miðri tilrauninni. Notað var aðhvarf beinnar línu að dálkum til að
leiðrétta fyrir því ójafnvægi sem varð í tilrauninni við það að ekki voru tekin sýni úr öllum
reitum. Eins og sjá má í töflunni víkja gildin í óábornu röndinni töluvert frá því sem vænta
mætti væri hún í miðri tilraun og leiðréttu gildin fara nær reitum án nituráburðar. Tilrauna-
skekkja efnamagns í jarðvegi er metin með 7 frítölum (reitimir í óábomu röndinni ekki með).
Hún er aðeins breytileg eítir því hvaða reitir eru bomir saman. Mestu máli skiptir að þegar
borið er saman við óábornu reitina, leiðrétt gildi, ber að hækka skekkjuna um 12,5%.
1. tafla. Efnamagn, t/ha, í efstu 600 t/ha af jarðvegi, eða u.þ.b. í 10 sm dýpt, heildarmagn C og N, önnur efni
leyst í 30% HCI. Enn fremur pH í 0-5 og 5-10 sm og meðaluppskera 1954-93 hkg þe./ha.
Enginn áburður Óleiðrétt Leiðrétt 0 N a 75 N NH4NO3 e 120 N NH4NO3 b 120 N (NH4),SO„ c 120 N Ca(NOj), d Staðalskekkja mismunar liða
Uppskera 48,8 62,1 68,3 59,9 67,9 1,93
pH í 0-5 sm 6,3 5,6 5,8 5,8 3,8 6,9 0,24
pH í 5-10 sm 6,8 6,6 6,8 7,0 4,4 7,3 0,11
C 48,3 51,5 53,0 56,8 55,9 66,3 63,4 3,4
N 3,85 4,06 3,97 4,38 4,41 4,74 5,26 0,17
P 0,98 1,02 1,55 1,61 1,35 1,54 1,50 0.083
K. 0,792 0,731 0.801 0,667 0,705 0,627 0,694 0,035
Na 2,46 2,25 2,05 1,88 2,27 1,73 2.15 0,11
Ca 13,0 11,5 9,9 9,6 11,7 6,1 15,0 0,64
Mg 5.22 4,47 3,77 3,47 4,22 2,48 3,98 0,28
Notkun kalksaltpéturs í d-lið, sem hefur áhrif sem kalkáburður, og stækju eða amrnón-
íumsúlfats í c-lið, sem hefur sýrandi áhrif, hefur haft veruleg áhrif á jarðveginn (1. tafla,
Bjami Helgason 1975). Magn lífræns efnis (C og N) virðist hafa aukist í þessum liðum borið
saman við aðra. Einkum er athyglisvert aukið magn niturs í d-lið. Þar er C/N hlutfallið mark-
tælct lægra í yfirborðslaginu en í öðrum liðum, sem er til marks um aukna umsetningu, og
einnig er rúmþyngd fremur há, 0,54, en 0,48 í b- og e-lið, staðalfrávik=0,028. Hin sýrandi
áhrif stækju koma m.a. fram sem mikil útskolun katjóna eins og sést á minna magni K, Na,
Ca og Mg í efstu 10 sm í c-lið borið saman við aðra liði. Með samanburði við óábornu
röndina rná sjá að veruleg uppsöfnun fosfórs hefur átt sér stað.
Breytileiki í lífrænu efni (C, N) fylgir nokkurn veginn breytileika uppskerunnar, einkum
undir 5 sm dýpt. Hinir uppskerumiklu reitir í hominu næst skurðinum eru jafnframt þeir sem
eru ríkastir af lífrænu efni. Á gagnstæðum hornreitum, þar sem mestu munar á uppskeru, er
magn kolefnis reiknað 62 og 51 t/ha í efstu 10 sm (600 t/ha af jarðvegi), en 104 og 73 t/ha ef
reiknað er í 20 srn (1350 t/ha af jarðvegi). Aðhvarf uppskeru að kolefni í jarðvegi er samt svo
sterkt, einkum ef reiknað er i 20 sm, að dugar til að skýra þann breytileika í uppskeru sem
stafar af mun raða og dálka kvaðrattilraunarinnar. Á sama hátt má nota uppskerumun reita til
að segja fyrir um mismun á lífrænu efni í jarðvegi.
Efnamagn í sýnum af uppskeru hefur verið mælt í 22-27 ár, misoft eftir því hvert efnið