Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 305
295
vænta hefði mátt greinilegs 4- tafIa- Fosfór ' áburði, uppskeru og jarðvegi og ræktunarjöfiiuður, P
-x- b'ha ails í 43 ár.
munar a fosfor 1 jarðvegi eí
ekkert nema áburður og veðran- Áburðarlaus 0 N kg/ha 120 N kg/ha
legur fosfór, eins og hann er rönd a-Iiður b- og d-liður
mældur, hefur komið við sögu, . P í áburði 0 1,32 1,32
sbr. l.töflu. ii P í uppskem 0,22 0,62 0,94
Upptekið kalí umfram kalí í iii Ræktunarjöfnuður, i-ii -0,22 0,70 0,38
áburði er um 1,9 t/lia alls í b- og IV P í jarðvegi, efstu 10 sm 1,02 1,55 1,42
d-liðum. Það er meira en tvöfalt
það magn sem fannst sýruleysanlegt í jarðvegi og um 0,6 t/ha meira en í a-lið. Að vísu er
meira kalí leysanlegt í jarðvegi í a-lið en þar sem meira spratt, en munurinn er aðeins um
sjötti hluti þess sem munar á upptöku. Þetta umframmagn af kalí getur hafa verið sótt á meira
dýpi í jarðvegi. Rætur ná þó ekki djúpt og ekki kemur fram að gengið hafi á kalí t.d. í 10-20
sm miðað við meiri dýpt. Ömiur skýring er að kalí hafi losnað úr steindum við veðrun
umfram það sem leysist í saltsýru. Loks er þess að geta að heimildir eru um að mikil mykja
hafi verið borin á nokkru áður en tilraunir hófust og að landið hafi því verið kalíríkt í upphafi
tilraunar. Gæti það skýrt umframmagn kalís fyrstu ár tilraunarinnar. Kalí var fyrst mælt í
sýnum af uppskeru 1959. Fyrstu þrjú árin mældist meira kalí en oftast hefur fengist seinna, en
eftir það hefur kalí haldist tiltölulega stöðugt í grasi. Gæti það bent til þess að auðnýtanlegur
forði umfram þarfir gróðurs hafi verið að ganga til þurrðar. í tilraun nr 18-54 með kalíáburð,
sem lá að tilraun nr 19-54 og hófst samtímis henni, gætti áburðarsvörunar fyrst 1956-57, en
þó ekki að marki fvrr en 1960. Samkvæmt niðurstöðum þeirrar tilraunar ætti sá áburður, sem
notaður var í 19-54, að hafa fullnægt kalíþörfmni, en þó er þess að gæta að uppskera, og þar
af leiðandi upptaka umfram áborið magn, var rneiri í tilraun nr 19-54 en 18-54 (Hólmgeir
Björnsson 1987).
Upptaka á natríum og magníum og upptaka á kalsíum umfram áborið er tiltölulega lítil
borið saman við magn þessara efna í jarðvegi. Því er ekki hægt að draga miklar ályktanir um
ræktunarjafnvægi þessara efna. Breytileiki jarðvegs í 5-10 sm og 10-20 sm dýpt fylgist all-
náið að og mun því að rniklu leyti um upprunalegan breytileika að ræða. Tiltölulega há gildi í
b-lið skýrast því af jarðvegsmun fremur en áburðaráhrifum.
HEIMILDIR
Bjarni Helgason, 1975. Breytingar á jarðvegi af völdum ólíkra tegunda köfnunarefhisáburðar. Samanburður
þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar. íslenskar landbúnaðarrannsóknir 7: 8-19.
Hólmgeir Bjömsson (ritstj.), 1987. Jarðræktartilraunir 1986. Fjölrit RALA nr 124.
Hólmgeir Björnsson, 2000. Nitrogen use of grass in Iceland in relation to soil and climate. í: Crop Development
for the Cool and Wet Regions of Europe. Achievements and Future Prospects (ritstj. Parente, G. & Frame, J.).
COST Action 814, Proceedings of the Final Conference, Pordenone, Italy, 10-12 May 2000, 431-435.
Hólmgeir Bjömsson, 2001. Viðhald næringarefiia í túnrækt. Ráðunautafúndur2001 (þetta hefti).