Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 307
297
Aðferðin er notuð í kornrækt, kartöflu- og rófnaræktun og ræktun repju, hörs og í maís-
ræktun tii votverkunar.
Nmin er skilgreint sem summan af ammóníum- og nítrat-N í rótarlagi jarðvegs. Forsendur
fyrir notkun Nmin aðferðar eru vitneskja um:
• Níturþörf plöntunnar.
• Hvað mikið er af nýtanlegu N í jarðvegi áður en borið er á. þ.e.a.s. hve stór er Nmin
forðinn.
• Hvað mikið losnar á vaxtartímanum af nýtanlegu N úr lífrænum efnum sem bætast í
jarðveginn, t.d. úr búfjáráburði eða plöntuleifum sem plægðar eru niður.
Áburðarþörfm er reiknuð út á einfaldan hátt (allar stærðir í kg/ha N);
Kjörmagn áburðar= heildar-Nþúr1-Nmin-N|0Sun
Heildarþörfin fyrir N er sumrnan af ólífrænu N í jarðvegi og hagkvæmasta magni N-
áburðar. Heildarþöríin er þekkt úr tilraunum og er gefm upp í töfluformi fyrir mismunandi
ræktun á steinefnajarðvegi og útiræktun grænmetis.
Jarðvegssýni eru tekin eins nálægt áburðartíma og fært er, oft um miðjan mars. Nmin er
leiðrétt fyrir sýnitökutíma ef sýni er tekið eftir 1. apríl; á ógrónu landi um 0,5 kg/ha N fyrir
hvern dag eftir að frost er farið úr jörð og um 0,75 kg/ha N fyrir hvem dag eftir að vöxtur
vetrarkorns byrjar.
N,nin er umreiknað frá sýnitökudýpt í rótardýpt, ef sýnitökudýpt er minni en rótardýpt.
Mesta rótardýpt er gefin 50-100 cm eftir jarðvegsgerð, minnst í grófum sandi og mest í leir-
jarðvegi.
Losun N úr búfjáráburði og plöntuleifum er gefin í töfluformi.
Nmin aðferðin er árangursríkust á einsleitum ökrum. Mest gildi er aðferðin talin hafa þar
sem búast má við miklu níturmagni í jörð, t.d. eftir búfjáráburð. Tekið er frarn að Nmm að-
ferðin henti illa á grófkornuðum sandjarðvegi og sé ekki nothæf á humusjarðvegi.
Umfangsmiklar rannsóknir og leiðbeiningar um notkun N-áburðar eru gerðar í Noregi og
hófust 1988 (Bernt Hoel 2001). Nmm er mælt ár hvert, bæði vor og haust, á 569 bæjum. Sýni
eru tekin úr 0-40/60 cm dýpt og 0-25 cm dýpt. Sýnin eru tekin úr túnum, korn-, kartöflu- og
grænmetisræktun. Úr túnurn eru sýni einungis tekin að vori.
Leiðbeiningar um notkun N-áburðar eru gefnar á héraðsvísu eftir niðurstöðum mælinga á
ólífrænu N í jarðvegi. Niðurstöður jarðvegsýna og skráð gögn sýna að munur á notkun N-
áburðar milli ára getur verið 30-40 kg/ha N (Planteforsk 2001).
Samkvæmt upplýsingum frá ýmsum söluaðilum áburðar hér á landi er verð á 30-40
kg/ha N um 2000-2700 kr í stórsekkjum með vsk. Nokkru má því kosta til mælinga á ólíf-
rænu N í jarðvegi til að laga áburðargjöf að mismunandi þörf frá ári til árs og eftir jarðvegs-
gerðum.
Með tilraununt þarf að afla upplýsinga um vaxtarauka eftir N í komrækt á mismunandi
jarðvegi og við mismunandi veðráttu til þess að undirbúa leiðbeiningar eftir Nmin aðferðinni.
Jafnframt fæst þá betri hugmynd um mögulegan ávinning af notkun Nmin mælinga fyrir leið-
beiningar.
Athyglisvert er að mælingar á ólífrænu N eru í þessum norsku rannsóknum ekki tak-
markaðar við akuryrkju, ólífrænt N í túnum er einnig mælt að vori.
NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNA Á NÍTURLOSUN í JARÐVEGI OG ÁBURÐARLEIÐ-
BEININGAR
Fvrsta úrvinnsla gagna úr mælingum á níturlosun bendir til þess að losun úr meljarðvegi á
á.