Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 309
299
RRÐUNflUTAFUNDUR 2001
Kadmín í jarðvegi á ísiandi
Bjami Helgason
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Kadmín í jarðvegi er í megin atriðum af þrenns konar toga. í fyrsta lagi er það eitt af náttúru-
legum frumeínum í berggrunni landsins. I öðm lagi getur það komið sem loftborin mengun,
einkum af völdum sorpbrennslu og hvers kyns eldsneytisnotkunar, ásamt iðnaði í því sambandi,
og loks í þriðja lagi, þegar um áborið og ræktað land er að ræða, hefur það verið fylgifiskur
fosfóráburðar. - Telja verður að gjóska hér á landi, sem getur verið töluvert breytileg að efna-
samsetningu og þar með kadmín-innihaldi, falli bæði undir 1. og 2. lið þessarar upptalningar.
Það var ekki fyrr en kringum 1980, sem menn á Vesturlöndum fóru almennt að vakna til
vitundar um eðli þessa efnis og hugsanlega líffræðilega skaðsemi þess. Hin skaðlegu áhrif
kadmíns, þegar það berst iim í fæðukeðju mannsins, eru amiars vegar fólgin í bráðaeitrun ef
það er tekið imi í of stórum skammti. Hins vegar er svo hvernig efnið safnast fyrir i lifur og
nýrum ef það kemur í smáum skömmtum, því að smátt og smátt og til samans draga þeir úr
eðlilegri starfshæfni þessara líffæra.
Nokkru eítir 1990 tóku menn svo við sér hér á landi og þá kannski mest í tengslum við
aðild íslands að viðskiptareglum Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þar ríður Hollustuvernd
ríkisins, sem þá heyrði undir heilbrigðisráðneytið, á vaðið með setningu reglugerðar um að-
skotaefni í matvælum árið 1993 (reglugerð m 518/1993). í framhaldi af því kemur svo land-
búnaðai'ráðuneytið með „reglugerð um áburð og jarðvegsbætandi efni“, nr 398, 29. júní 1995
þar sem kveðið er á um leyfilegt magn óæskilegra efna í ólífrænum áburði (sbr. 23. gr.,
málsgr. a) sem fyrir kadmín er að hámarki 50 mg Cd miðað við hvert kg P. Og eftir það fylgja
ýmsar reglugerðir umhverfisráðuneytisins varðandi notkun og meðferð kadmíns í ýmiss konar
iðnaðarvamingi og hvernig standa skuli að förgun þess, þegar svo stendur á.
Til fróðleiks í þessu sambandi má nefna að áður fyrr var kadmín algengt efni í ýmiss
konar málningu. Það mátti líka finna í leirtaui, en kamrski fmna flestir það samt næst sér sem
efni í venjulegum vasaljósa-rafhlöðum.
Megin uppspretta kadmíns hvað áburð snertir er fosfórgrýtið, líka kallað hráfosfat, en það
er jafn breytilegt og námurnar sem það er fengið úr. Fosfórgrýti frá námum í Togo í Vestur-
Afríku er til dæmis verulega kadmímíkara, eða með öðrum orðum óhreinna með tilliti til
kadmíns, en fosfórgrýti frá Marokkó í Norður-Afríku. Það er svo aftur miklu óhreinna í
þessum skilningi en fosfórgrýti úr námum Sýrlands og Jórdaníu. Allar eru þessar námur í ein-
hvers konar setbergi, meðan námusvæðin í Suður-Afríku og á Kolaskaga í Rússlandi, sem eru
næstum alveg laus við kadrnín, eru í gosbergi. Hér má svo bæta því við að hið þekkta Gafsa-
fosfat frá Túnis er með því óhreinasta með tilliti til kadmíns sem völ er á. Fyrr á tíð var
megnið af því þrífosfati og öðrum fosfóráburði sem seldur var hingað til lands unnið úr hrá-
efnum frá Norður-Afríku, bæði frá Gafsa og Marokkó.
Lítið hefur verið fjallað um kadmín sem slíkt í íslenskum landbúnaði. Fyrsta greinin í þá
veru hérlendis birtist í „Islenskum landbúnaðarrannsóknum“ árið 1984 eftir Þorstein Þor-
steinsson og Friðrik Pálmason (1984). Var þar aðallega fjallað um kadmín í heyuppskeru
nokkurra tilraunareita með fosfóráburð, en líka var þar greint frá mælingum á magni kadmíns