Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 311
301
að ná sem best til ríkjandi rótardýptar túnanna, jafnframt því að taka mið af hvemig menn
hafa gert annars staðar. Sýnin voru síðan þurrkuð á hefðbundinn hátt, mulin og sigtuð
gegnum 2 mm sigti áður en þau voru tekin til efnagreiningar. Sýrustig (pH) var mælt í vatns-
blönduðum moldarvellingi að liðnum 2 klst. Mælikvarði á „nýtanlegan“ fosfór fékkst með því
að skola sýnið á hefðbundinn hátt með natríum-bíkarbónat-lausn . Þá var kolefni mælt með
brennslu við 1050°C í „Leco CR-12“ kolefnistæki, en til mælingar á heildar-kadmíni (Cd) var
sýnið brotið niður með saltpéturssýru í örbylgjuofni og síðan ákvarðað með atóm-gleypnitæki
(GFAAS) eftir brennslu í grafít-ofni.
Tilraunimar á Sámsstöðum hafa staðið óbreyttar árum saman. alltaf verið ábornar á sama
hátt og slegnar eins og hefðbundið tún. Er þar annars vegar um að ræða gamalt, rakt, framræst
mýrartún heima á Sámsstöðum, þar sem tilraunin hefur staðið samfellt síðan árið 1950 (nr 9-
50), og hins vegar áratuga ræktun á Geitasandi, þar sem tilraunin hefur verið samfleytt síðan
árið 1959 (nr 3-59). Megin niðurstöður úr þessum tilraunum má sjá í 1. töflu og sýnir hún vel
hvernig fosfór. sem plönturnar ná ekki að nýta, getur með tímanum safnast fyrir í jarðveg-
inum. Kadrnín sem fylgifiskur í fosfóráburðinum fer eftir svipuðu ferli svo að ekki verður um
villst. í þessu sambandi má benda á að samkvæmt niðurstöðum heyefnagreininga á sínum
tíma (Þorsteinn Þorsteinsson og Friðrik Pálmason 1984) úr þessum sömu áburðartilraunum
fvlgdi aukin upptaka kadmíns og fosfórs vaxandi fosfóráburði. í heild eru þessar niðurstöður
sambærilegar við það sem menn annars staðar hafa fundið (Sillanpaa og Jansson 1992).
I. tafla. Áhrif vaxandi fosfóráburöar (kg P/ha) á magn kadmíns (Cd) og „nýtanlegs” fosfórs (P) í framræstu
mýrartúni að Sámsstöðum (nr 9-50) og á Geitasandi (nr 3-59) i 0-10 cm jarðvegsdýpt, haustið 1999, mælt í
rng/kg af loftþurrum jarðvegi.
OkgP 13.1 kgP 21.9 kgP 26,2 kg P 30.6 kg P 39.3 kg P
Mýrartún
Cd. mg/kg 0.30 0,37 0,43 0,48 0,62
P. mg/kg 2 6 29 57
Sandatún
Cd. mg/kg 0.23 0,29 0,34 0.41
P, mg/'kg 7 25 55 115
Minnsta magn kadmíns í túnum sunnanlands, sem skoðuð voru, reyndist vera 0.25 rng
Cd. en hið hæsta var 0,46 mg Cd/kg. Norðanlands var minnsta magnið hins vegar 0,12 mg
Cd. en hæst er það 0.28 mg Cd/kg. Það er því freistandi að álykta, þótt um fá sýni sé að ræða,
að verulegur munur sé hér milli landshluta. Sá munur. ef raunverulegur er, er þá væntanlega
endurspeglun af því að Suðurlandið er innan gosbeltisins en hin svæðin, sem skoðuð hafa
verið, liggja utan þess. Aldur allra þessara túna og áburðarsaga er mjög breytileg, - nýjasta
ræktunin er 10-15 ára görnul endurræktun, en elsta túnið hátt í hundrað ára. Engu að síður
sýnist þessi niðurstaða falla nokkuð vel að niðurstöðum samnorræna umhverfisvöktunarverk-
efnisins. sem fyrr var vitnað til, en þar reyndust mosar innan gosbeltisins safna í sig mun
meira kadmíni en rnosar utan gosbeltisins.
Sunnanlands greinir sendinn jarðvegur með tiltölulega lítið af lífrænum efnum sig
lítilsháttar frá öðrum jarðvegsgerðum og inniheldur um 0,32 mg Cd/kg meðan mýratún virð-
ast innihalda ögn meira og síðan kemur fíngerður móajarðvegur nreð um 0,40 mg Cd/kg.
Þetta er því í svipuóum farvegi og þekkt er annars staðar (sjá t.d. Hellstrand og Landner 1998)
varðandi tengsl kadmíns og kornastærðar og lífrænna efna. Þegar tekið er tillit til þess að
mýrajarðvegurinn er almennt lítilsháttar súrari en hinar jarðvegsgerðimar verður þetta skiljan-