Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 315
305
RflÐUNAUTAFUNDUR 2001
Áhrif tvísláttar á fóðrunarvirði gróffóðurs fyrir mjólkurkýr
Gunnar Ríkharðsson, Eiríkur Þórkelsson og Sigríður Bjarnadóttir
Rannsóknastofnun landbúnaöarins
INNGANGUR
Mikið er tiltækt af gögnum úr jarðræktartilraunum hérlendis um áhrif meðferðar túna á
uppskeru og endingu sáðgresis. A það bæði við urn áburðargjöf og mismunandi sláttutíma-
meðferðir. Vel þekkt eru áhrif sláttutíma á gæði gróffóðurs fyrir mjólkurkýr. Með breyttri
heyskapartækni hefúr tvísláttur aukist mjög seinni árin, en ekki hefur verið kannað í fram-
leiðslutilraunum með mjólkurkýr hérlendis hvaða áhrif sláttutímameðferðin, þ.e. tún slegin
einu simii eða tvisvar, hefur á verðmæti eða fóðrunarvirði þess fóðurs sem kúabóndi á að
hausti. Bóndi sem velur að slá tvisvar slær snemma og seint. en sá sem slær einu sinni slær
aðeins seinna en snemma, en mun fyrr en seint. Báðir þurfa þó að fá góða nýtingu á allt það
fóður sem þeir afla. Markmið þeirra tilrauna sem hér er lýst var að kanna áhrif tvísláttar á
fóðrunarvirði heys fyrir mjólkurkýr.
EFNI OG AÐFERÐIR
Kýr, fóður og fóðrun
Tilraunir voru framkvæmdar á Stóra Árnióti vorið 1999 og vorið 2000. í tilraunina 1999 voru
notaðar 15 kýr þar af 3 á fyrsta mjaltaskeiði, en vorið 2000 voru 12 kýr og þá helmingurinn á
fyrsta mjaltaskeiði. Tilraunaskipulag var latneskur ferningur með þremur tímabilum og þremur
gróffóðursamsetningum og var hvert tímabil 10 dagar vorið 1999, en 20 dagar seinna árið.
Vegna þess hve tilraunatímabii voru stutt fyrra árið má frekar líta á það sem athugun en eigin-
lega tilraun, en hún er þó gerð hér upp samhliða seinna árinu.
Kýrnar voru einstaklingsfóðraðar og var hey og kjarnfóður vigtað í þær alla daga fyrra
árið, en heyið einungis 5 daga vikunnar seinna árið. Sláttutímar voru þrír, þ.e. fyrri sláttur,
seinni sláttur og einn sláttur og sláttutímameðferðir því tvær þ.e. einn sláttur á móti tveim
sláttum. Kýrnar fengu þrenns konar gróffóðursamsetningu. I fyrsta lagi allt hey af eina
slættinum, í öðru lagi 70% af fyrra slætti og 30% af þeim seinni og í þriðja lagi 70% af seinna
slætti og 30% af þeim fyrri. Þetta var gert til þess að líkja sem mest eftir raunveruleikanum
því bóndinn þarf að nýta bæði snemmslegna heyið og hána. en magnið sem til er af hvoru
fyrir sig getur verið mismunandi eftir árum og spildum. háð sláttutíma, veðurfari o.s.frv.
Fóðrunin var framkvæmd þannig að eftir morgunmjaltir l'engu kýmar þann hluta heysins
sem takmarkaður var (áætlað 30%), en seinni part dags var vigtaður í þær sá hluti (70%) sem
ótakmarkaður var og höfðu þær aðgang að honum fram á næsta morgunn og var miðað við að
leifar væru um 10-15% af gjöf.
Heyið kom allt af svokölluðu Stóra-túni sem er vestan við heimreiðina að Stóra Ármóti.
Spildan var unnin upp 1995 og sáð í hana vallarfoxgrasi með 0-30% vallarsveifgrasi. Sam-
kvæmt þekjumælingu sem Guðni Þorvaldsson framkvæmdi 1999 var vallarfoxgras um 55-
65%, varpasveifgras um 23-36%, en vallarsveifgras imtan við 10%. Þar sem þetta er þekju-
hlutafall þá má reikna með að hlutfall vallarfoxgrass í uppskerunni haft verið all nokkru hærra
en þarna kemur fram.