Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 316
306
Túnið fékk um 10 tn af mykju á ha bæði árin og auk þess um 120 kg N og 30-40 kg P. Sá
hluti sem var tvísleginn fékk auk þess á milli slátta 30 kg/ha N fyrra árið og 40 kg/ha það
seinna, en ekki var um sama hluta túnsins að ræða bæði árin. Sá hluti sem sleginn var einu
sinni fékk því minna magn köfnunarefnis en sá sem tvísleginn var. I 1. töflu er yfirlit yfir
uppskeruna bæði árin, en allt fóðrið var verkað í rúllum.
1. tafla. Sláttutimi, uppskera og efnainnihald gróffóöurs. Miöað er við þurrefni og verkunarsýni.
Slegið Hirt Uppskera hkg /ha Þe % Meitanl. % Hráprótein FEm /kg % AAT g/kg Niðurbrot prót. %
Fyrri sláttur ’98 28. ún 29. jún 17 53 75,5 0,88 17,6 75 80
Einn sláttur ’98 5. júl 6. júl 46 49 73,1 0,85 14,4 73 79
Seinni sláttur ’98 21. ágú 22.ágú 17 57 71,3 0,82 15,1 75 75
Fyrri sláttur ’99 30. jún l.júl 13 50 78,7 0,93 17.8 76 83
Einn sláttur ’99 14. júl 14.júl 35 42 70,8 0,81 13,1 69 81
Seinni sláttur ’99 ló.á gú 17. ágú 15 63 72,3 0,84 15,5 78 73
Uppskera var metin út frá fjölda rúlla og þurrefni í fóðrinu, svo og klippingum, en ekki er
um mjög nákvæmt mat að ræða. Heildaruppskera bæði al' þurrefni og fóðureiningum var
meiri þegar aðeins var slegið einu sinni en nokkuð svipuð af fyrri og seinni slætti. Eins og við
var að búast eru orku og próteingildi hæst í heyinu af fyrsta slættinum, en nokkuð svipuð í
hánni og eina slættinum, en lystugleiki alls fóðursins var undantekningalítið metinn ágætur.
Þurrefni er minnst í eina slættinum bæði árin og sérstaklega er það lágt seinna árið, en þá varð
vegna tíðarfars aö slá eina sláttinn óþarílega seint og hirða heyið samdægurs, svo um er að
ræða orku, prótein og þurrefnisminnsta fóðrið og kemur það væntanlega eitthvað niður á átinu
hjá kúnum.
Kjarnfóðurblandan sem kýrnar fengu voru Kúakögglar-20 frá Fóðurblöndunni. en
blandan mældist með um 22,5% hráprótein af þe og reiknast með um 150 g AAT í kg þe og
um -5 í PBV gildi.
Mœlingar og tölfrœði
Orkugildi kjarnfóðurblöndunnar var áætlað 1,12 FEm í kg þe, en orkugildi heysins var
reiknað út frá mældum meltanleika in vitro. Próteingildi fóðursins (AAT og PBV), svo og
gildi fyrir orku- og próteinþarfir gripanna. voru reiknuð skv. gildandi orku- og próteinmats-
kerfum. Fyrra árið var nytin rnæld 2 daga í hverri viku í kútakerfi, en seinna árið var nytin
rnæld 4-5 sinnum í viku með tölvutengdum mælum. Mjólkursýni voru tekin til efnagreininga
2 daga í hverri viku bæði árin og kýmar voru vigtaðar og holdastigaðar einu sinni í viku.
Mjólkurmagnið var staðlað m.t.t. orkuinnihalds skv.líkingunni:
Orkuleiðrétt mjólk (OLM) kg = mjólk kg * (0,25 + 0,122 x fitu % + 0,077 * prótein %)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var stuðst við reglur í gildi fyrir janúar
2001.
Við uppgjör voru notaðar mælingar úr síðustu viku hvers tímabils fyrra árið, en frá tveim
síðustu vikunum seinna árið. Líkanið sem notað var við tölfræðiuppgjör innihélt þættina
ferningur, kýr imtan fernings, tímabil, gróffóðursamsetning og samspil femings við tímabil og
femings við gróffóðursamsetningu.