Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 321
311
RflÐUNfiUTRfUNDUR 2001
Geymsla rúllubagga í 6- og 8-foldum plasthjúp í forsælu og sólarmegin
Bjami Guðmundsson
Landbúnadarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Rannsökuð voru áhrif hjúpþykktar og geymsluumhverfis á verkun fý'rri sláttar heys í rúlluböggum. Við bindingu
hafði heyið 52-57% þurrefni. Það var bundið með lauskjama rúllubindivél. Plasthjúpurinn var af gerðinni
Kvemeland-Tenospin; alhvítur og 75 cm breiður. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar urðu þær að öllu minna
bar á ntyglu í rúlluböggum með áttföldum plasthjúpi en sexfoldum (0,10>p>0.05). Ekki reyndist tölfræðilega ör-
uggur munur vera á myglustigi bagganna hvort heldur þeir vom geymdir í forsælu (undir norðurvegg) eða sólar-
megin (undir suðurvegg). Nokkur munur kom fram á tapi lífrænna efna úr hevinu á milli tilraunaliða, þótt ekki
reyndist hann tölfræðilega marktækur. Tapið nam 4,6% undir sexföldum hjúpi en 1,1% undir áttfóldum. Sólar-
megin mældist tapið 5,7% en 0,0% (ekki mælanlegt) i forsælu. Mjólkurkýr átu allt hey úr öllum liðum til-
raunarinnar með ágætum. Enginn munur reyndist vera á meltanleika þurreíhis á milli liða tilraunarinnar.
INNGANGUR
Verulegan hluta árlegrar uppskeru gróffóðurs á búum hérlendis þarf að verka og geyma í allt
að tíu mánuði - og fyrningar lengur. Miklu skiptir að á þessu skeiði verði breytingar á nær-
ingarefnum fóðursins sem minnstar, þannig að næringarefnin skili sér áfallalaust frá slætti til
gjafa. Um þessar mundir er algengast að bændur geymi hey sín í rúllu- og ferböggum sem
hjúpaðir eru plasti. Hjúpurimr er viðkvæmur íyrir hnjaski og veðrun. Lofíhiti hefur töluverð
áhrif á það hve mikið af súrefni sleppur í gegnum hjúpinn (Daponte á.á.). Til að kanna þessa
þætti var gerð tilraun með geymslu rúlluheys sumarið 1996 og er hún hluti stærra rannsókna-
verkefnis á Hvanneyri. Með henni skyldi rannsaka áhrif hjúpþykktar og geymsluskilyrða
rúllubagga á verkun heysins. Þessir liðir voru bornir saman:
• Sex-faldur plasthjúpur.
• Átt-faldur plasthjúpur.
• Rúllubaggar undir norðurvegg - í forsælu.
• Rúllubaggar undir suðurvegg - sólarmegin.
EFNI OG AÐFERÐ
Heyið í tilraunina var slegið 3. júlí 1996. Þess var aflað á tveimur samhliða spildum þar sem
mest fór fvrir knjáliðagrasi. snarrót og vallarsveifgrasi. Veður var hagstætt til heyverka og
heyinu haldið vel til þurrks. Að rétt rúmum sólarhring liðnum haföi þurrefni heysins náð ríf-
lega 50%. Bundið var með Krone 125 lauskjama rúllubindivél. Þurrkstig heysins í böggunum
reyndist vera 51,8 og 56,5% eftir spildum. Við hjúpun bagganna var notuð Volac-rúllu-
pökkunarvél sem gekk fast á eftir rúllubindivélinni. Notuð var alhvít Kvemeland-TenoSpin-
plastfilma, 75 cm breið. Til skiptis var plastið haft sex- og áttfalt til þess að tryggja sem rétt-
látasta dreifmgu bagganna á tilraunaliðina.
Fimm dögum eftir bindingu var rúllum ekið heim og þeim raðað í tvær útistæður á sams
konar undirlagi: troðið hlað með fínum sandi. Var önnur stæðan höfð í forsælu en hin sólar-
megin. Tuttugu rúllubaggar komu í hvora stæðu; í neðsta lag komu 12 rúllur, 6 í næsta lag og
2 komu í efsta lagið. Séð var til þess að stæðumar urðu báðar nákvæmlega eins að gerð; báðar
með jafnmörgum rúlluböggum af hvorri spildu. Sex- og áttfalt hjúpaðir baggar komu alltaf til
skiptis í stæðu. Þannig var reynt að jafna út jaðaráhrif í stæðunum.