Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 323
313
Meltanleiki heysins - átlyst kúnna
Sáralítill munur reyndist vera á meltanleika þurrefnis á milli liða; var hann innan skekkju-
marka mæliaðferðarinnar og alls ekki marktækur. Meðalmeltanleikimi var 70,7±1,0%. Mat
gjafamanna á átlyst kúnna úr hverjum bagga var mjög eindregið og einsleitt: allir baggarnir
fengu einkunnina A, þ.e. að kýrnar átu heyið „kátar og af áfergju, leifa engu“, eins og segir í
einkunnarlýsingu.
Efnatap við geymslu
Reynt var að meta tap þurrefnis við verkun og geymslu heysins með því að mæla glæðitap
(öskumagn) þess. Mælingin byggist á því að nota öskumagn heysins sem viðmiðun þar eð
ekki verður bre>'ting á því við heygeymsluna. Tapið verður hins vegar við bruna hinna lífrænu
efna. Það reiknaðist vera eins og sýnt er í 4. töflu.
Breytileiki í mæliniðurstöðum innan liða var það
mikill að liðamunur reyndist ekki tölfræðilega mark-
tækur. Hneigðin var þó bærilega trúverðug: tap líf-
rænna efna úr 6-földum hjúp var 4,6% samanborið við
1,1% úr áttföldum; sambærileg meðaltöl úr böggum í
forsælu og sólarmegin voru hins vegar 0,0 og 5,7%.
4. tafla. Áhrif hjúpþykktar og geymslu-
staðar á tap lífrænna efha (%) viö verkun
og geymslu (n=4).
Sexfaldur Áttfaldur
Sólarmegin 8,3 ±9,9 3,1 ±12,4
1 forsælu 0,9 ±8,6 -0,9 ±10,8
UMRÆÐUR
í öllum tilraunaliðum tókst verkun og geymsla heysins vel. Skemmdir vegna myglu og
brevtingar á fóðurgildi heysins urðu litlar. Merkja mátti áhrif hjúpþykktar á verkun heysins: á
myglu- og súrmyndun svo og reiknað tap lífrænna efna. Ahrif þess að verja baggana geislum
sólar voru óljósari. enda sýndu hitamælingar í heyinu að lítill munur varð á hitastigi þess eftir
geymslustöðum; mun minni en í mælingum Þórodds Sveinssonar og Bjama E. Guðleifssonar
(1999). Sá litli munur á verkun. sem fram kom, var forsælugeymslunni í vil, líkt og fram
hefur komið í öðrum rannsóknum (Randby 1996). Það bar þó heldur meira á myglu í böggum
forsælumegin en sólarmegin. Það vakti grun um að aðrir umhverfísþættir kynnu að hafa
komið hér við sögu, t.d. vindálag. Þannig hagaði til að sennilega var vindálag öllu meira á þá
bagga sem í forsælu voru en hina sem hvíldu sólarmegin. Itrekað skal að geymslustaðamunur
reyndist ekki vera marktækur. í könnun hjá bændum fann Guðmundur Hrafn Jóhaimesson
(1995) að meira bar á myglu í rúlluböggum yst úr stæðum (og botni) en innan úr þeim.
Eins og Forristal o.fl. (1999) bentu á virðist 6-faldur hjúpur lágmarkskrafa eigi að geyma
sterkt og N'erðmætt hey áfallalaust frá hásumri fram á næsta vor. Ennfremur benda niðurstöður
tilraunarinnar til þess að rétt sé að velja svalan og skjólgóðan stað til geymslu rúllubagganna
- án þess þó að gleyma áhrifum fannar og snjóalaga á vetrarflutninga. Rannsóknum á þessum
viðfangsefnum er haldið áfram á Hvanneyri.
ÞAKKIR
Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður Hvanneyrarbúsins, kaupafólk þess og vetrarmenn önnuðust öflun heysins,
svo og daglegt mat á þvi er að gjöfum kom. Starfsmenn bútæknisviðs Rala komu einnig að stórvélavinnu við
heyskapinn. Starfsfólk á rannsóknastofu Hvanneyrarskóla annaðist allar efnagreiningar heysýna undir verkstjóm
Björns Þorsteinssonar prófessors. Öllum þeim er þökkuð liðveislan.
HEIMILDIR
Bjami Guðmundsson, 1995. Öflun og verkun heys handa mjólkurkúm. Rit Búvísindadeildar. nr. 7,46 s.
Björn Þorsteinsson, Bjami Guðmundsson & Ríkharð Brynjólfsson, 1996. Efnamagn og gerjunarhæfni túngrasa.
Ráðunautafundur 1996, 124-134.