Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 325
315
RAÐUNRUTRFUNDUR 2001
Endurvöxtur Carex nigra, Carexpanicea og Eriophorum angustifolium
á láglendismýri
Björn Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Landbúncióarháskólamim á Hvanneyri
INNGANGUR
Sauðfé sem gengur á láglendisbeit að sumri skilar að jafnaði lakari afurðum en fé sem gengur
á fjalli- Hugsanleg ástæða er lakara næringargildi gróðurs á láglendi, ekki síst síðsumars. Til-
raunir með víxlbeit hrossa og sauðfjár á Hvanneyri, þar sem reynt er að skapa sauðfé ferskan
endurvöxt allt sumarið, benda til þess að afurðir sauðfjár á láglendisbeit megi auka með mark-
vissri beitarstjórnun. Markviss beitarstjómun byggir á þekkingu á getu og eðli endurvaxtar
beitarplantna. í rannsókninni, sem hér er kynnt, var leitast við að kanna getu mikilvægra
beitarplantna á láglendismýri til endurvaxtar og eðli endurvaxtarins með tilliti til beitar-
nýtingar.
MARKMIÐ
Að kanna mýrastör (Carex nigra), belgjastör (C. panicea) og klófífu (Eriophorum angusti-
folium) með hliðsjón af:
• endurvaxtargetu sprota eftir klippingu á mismunandi timum sumars,
• endurvaxtargetu sprota eftir þyngd sprota, lengd eða blaðafjölda við klippingu,
• næringarinnihaldi og áhriíum klippingar á prótein- og sykruinnihald.
• samanburði á endurvexti og prótein og sykruinnihaldi sprota í kynvexti og kyn-
lausum vexti.
EFNI OG AÐFERÐIR
Rannsóknin fór fram á afgirtu mýrlendi 2,5 km suður af Hvanneyrarstað, þar sem rannsóknir
á víxlbeit hrossa og sauðfjár hafa farið fram. Mýrastör, belgjastör og klófífa heyra til ríkjandi
tegunda svæðisins.
Friðaðir voru 15 eins fermeters reitir með netbúri og sprotar merktir eftir klippingu með
galvaníseruðum virbút búinn lykkju sem umlukti viðkomandi sprota, auk þess að bera númer.
Tilraun 1
Sprotar voru klipptir í hverri viku frá 12. júní ti! 1. september 1998. Klipptir sprotar voru
endurklipptir 2 vikum eítir fyrri klippingu til mælingar á endurvexti. Uppskera endur\'axtar
fór því fram vikulega á tímabilinu 26. júní - 14. sept., eftir tveggja vikna endurvöxt við-
komandi sprota. Endurvöxtur var þá settur í merkta smápoka fyrir hvern sprota og veginn á
rannsóknastofu með nákvæmnisvog (mg). Endurvöxtur hvers sprota var mældur einu sinni.
Tilraun 2
Klipping sprota hófst 1. júlí 1999 og endurvöxtur uppskorinn 25. júlí. Nýir sprotar voru
klipptir sama dag og endurvöxtur uppskorinn 24. ágúst. Auk þess að vega hvern sprota var
blaðafjöldi hvers sprota talinn og lengsta blað hvers sprota lengdarmælt (cm). Sýni voru fryst
til efnagreiningar.