Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 328
318
rAðunhutfifundur 2001
Beitaratferli hrossa
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Guðni Agústsson og Jóhann Magnússon
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Beitaratferli er skilgreint sem það atferli sem skepna hefur við að afla sér fæði með beit. Við
greiningu á beitaratferli, sem og í öðrum rannsóknum, er nálgunin tvenns konar. Annars vegar
að horfa og skrá nákvæmlega niður atferli skepnunnar á beitinni og lýsa síðan atferlinu. Hins
vegar að leggja út tilraun þar sem áhrifaþáttum er stjómað og reynt að fínna orsakasamband
milli þeirra og mældra atferlisþátta. Reynt er að skýra atferlið og þar með samband beitardýra
og beitargróðurs. Við LBH hefur báðum aðferðunum verð beitt. Beitaratferli hrossa var skráð
og því lýst á Kolkuósi í Skagafirði sumarið 1992. Verkefnið var aðalverkefni Jóhanns Magn-
ússonar við búvísindadeild. í Borgarfirði var sett upp viðamikil hrossabeitartilraun 1992 og
stóð hún til 1997. Beitaratferli hrossa var skráð innan tilraunarinnar 1994 og 1995 og jafn-
framt gerð tilraun til þess að skýra og greina þá þætti sem haíá áhrif á beitaratferlið. Rann-
sóknir á beitaratferlinu sumarið 1994 var aðalverkefni Guðna Agústssonar við búvísindadeild.
í Borgarfirði var áherslan lögð á greiningu á beitarblettum, en beitarblettur er skilgreint sem
það svæði sem skepnan getur bitið án þess að lireyfa sig úr stað. „Þegar afrakstur beitarbletts-
ins fer undir meðaltal umhverfisins er hagur af að færa sig og því lengra sem er á milli góðra
beitarbletta. því meiri hagur af að slanda lengur við'1 („Marginal value theorem‘\ Charnov
1976). Þeirri spurningu var varpað fram hvort hægt væri með því að fylgjast með hreyfingu á
milli beitarbietta að fá mælikvarða á eiginleika beitilandsins og að beitaratferlið gæti verið
ávitull á landgæði.
GAGNASÖFNUN
Gagnasöfnun fór fram sumarið 1992 í Skagafirði og í Borgarfirði sumarið 1994. Á Kolkuósi fór
skráningin fram í afgirtu landi, 520 ha að stæró. Landið var fjölbreytt, mólendi. mýrlendi, bæði
framræst og óframræst, melar, graslendi og eyrar. Gróðurkort var gert af svæðinu svo og
gróðurgreining innan einstakra gróðurlenda. Á landinu gengu 72 folaldsmerar og tryppi, 1-4
vetra gömul. Skráning fór lram íjórum sinnum á tímabilinu frá 6. ágúst - 30. september 1992.
Farið var um landið annan hvem klukkutíma, meðan birtu naut, í tvo sólarhringa og skráð hvar
hrossin héldu sig, og atferli þeirra skráð og lýst.
í Borgarfirði var komið upp tilraunasvæði á tvenns konar landi, á framræstu mýrlendi á
Flesti í Andakíl og á graslendi (gömlu túni) á Litlu-Drageyri í Skorradal. Á framræsta mýr-
lendinu á Hesti voru mun fleiri plöntutegundir en í Skorradal. Listi yfir helstu tegundir á Hesti
er að finna í 1. töflu, og helstu tegundir á Litlu-Drageyri í 2. töflu.
Á hvom tilraunasvæði voru 15,9 ha afgirtir og skipt niður í þijú hólf, 7,1 ha, 5,0 ha og 3,8 ha að
stærð. í hverju hólfi gengu 5 hross. 4 vetra og eldri, þannig að beitarþunginn var 0,7 hross/ha (7,1),
1,0 hross/ha (5,0) og 1,3 hross/ha (3,8). Beitaratferli hrossanna var skráð í 3 sólarhringa samfelit
meðan birtu naut, í júlí, ágúst og september, á hvorum stað. Beitaratferlið var skráð á sama hátt
1994 og 1995, en einungis er stuðst við gögn frá 1994 í þessari greinargerð. Fylgst var með hveiju
hrossi i 4 mínútur í senn, á tveggja klukkustunda fresti, eða allt að 48 mínútur yfir sólarhringinn.
Skráður var tíminn sem það stóð við á hveijum beitarbletti, þegar það var á beit, ásamt öðm atferli.