Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 332
322
RRÐUNflUTRFUNDUR 2001
Skiptibeit með hross og sauðfé og áhrif ormalyfja og hnýslalyfja
Anna Guðrún Þórhallsdóttir1, Helgi Björn Ólafsson'og Sigurður Sigurðarson2
‘Landbúnadarháskólanum á Hvanneyri
2Tilraunastöðinni á Keldum
INNGANGUR
Það er þekkt staðreynd hérlendis að lömb á láglendisbeit þrífast almennt ver og gefa rninni af-
urðir en lömb á afrétti eða hálendisbeit. A þetta sérstaklega við um beit lamba á láglendis-
mýrum. Ástæður þess að lömbin þrífast verr á láglendisbeitinni eru ekki þekktar, en margar
tilgátur hafa verið settar fram. Má þar nefna lélegra næringargildi gróðurs síðari hluta sumars
á láglendi en á hálendi, leiða skepnanna á beitinni, minna áts á láglendi vegna annarra hvorra
framgreindra þátta. neikvæð áhrii' jarðvegssveppa á meltanleika gróðurs í vömb og sníkju-
dýraálag.
Lágt næringargildi gróðurs seinni hluta sumars á láglendi hefur oft verið talið ein aðal-
ástæðan fyrir lélegri þrifum lamba. Á láglendi er breytileiki í þroskastigi plantna mun minni
en á hálendi þar sem aðstæður eru breytilegri. Beitarplöntur á láglendi, sérstaklega á fram-
ræstum láglendismýrum, fylgjast mjög að í þroska. Þær taka við sér á svipuðum tíma að
vorinu og eru flestar að falla á svipuðum tíma síðsumars. Er líður á ágústmánuð er því lítið
um raunverulegt val góðra bita á láglendi. Við breytilegri aðstæður á hálendi, vegna mismun-
andi hæðar yfir sjó, snjóalaga og fleiri þátta, er þroskastig plantna á hálendi mjög mismunandi
fram eftir öllu sumri og möguleiki á að finna plöntur í fullurn blóma fram á haust. Raunveru-
legt val góðra bita er því möguleiki mun lengur á hálendisbeitinni.
Með því að seinka þroska beitarplantna á láglendisbeitinni er hægt að halda góðri beit
lengur fram á haustið. Beit eða sláttur seinkar þroska plantna sem hafa getu til endurvaxtar.
Jafnframt því er endurvöxturinn næringarríkari. Erlendis er skiptibeit, þar sem sjálf beitin er
markvisst notuð til að bæta beitilandið, alþekkt. Hérlendis hefúr aðferðin verið svo til óþekkt.
í tilraunum sem hófust á Hvanneyri sumarið 1997 er verið að athuga möguleika skiptibeitar
við íslenskar aðstæður. Árin 1997 og 1998 voru könnuð áhrif þess að beita hrossum markvisst
á framræsta mýri og beita síðan lambám á endurvöxtinn. Sumarið 1998 voru jafnframt
skoðuð áhrif mismunandi sníkjudýralyQa á vöxt lamba í tilrauninni. Notuð voru lyfin Decto-
max sem er langvinnt ormalyf og Baycox sem er langvirkt hnýslalyf. Sammerkt var þessum
lyfjum báðum að þau hafa lítt eða ekki verði notuð hérlendis. Til samanburðar var notað
ormalyflð Panacur sem talsverð reynsla er fengin af.
Greint er frá niðurstöðum tilraunamia sumarið 1998.
MARKMIÐ
• Að kanna áhrif forbeitar hrossa á framræstri láglendismýri á þrif áa og lamba.
• Að kanna áhrif mismunandi sníklalyfjagjafar á þrif lamba á skiptibeit á framræstri
láglendismýri.
AÐFERÐIR
Á framræstu mýrlendi í landi Hvanneyrar var 36 ha land girt og skipt í 6 hólf, hvert um sig 6
ha að stærð. Ríkjandi tegundir á svæðinu voru starir (Carex sp.), fífa (Eriophorum sp.), snar-