Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 333
323
rót (Deschampsia caespitosct), língresi (Agrostis sp.), sveifgrös (Poa sp.) og vinglar (Festuca
sp.). Nokkur munur er á milli hólfa þar sem landið er þurrast nyrst og blautast syðst. í nyrstu
hólfunum tveimur er því mun meira af heilgrösum og í syðstu hólfunum tveimur eru starir og
fífa ríkjandi.
Á svæðið var beitt 14 hrossum og 40 tvílembum. Beit hófst 5. júní. Þá voru hrossin sett í
eitt hólfið, en lambféð í annað. Þegar hólfin fóru að beitast niður voru skepnumar fluttar í
önnur hólf. Hvaða hólf skepnumar voru fluttar í fór eftir magni og gæðum gróðurs í hólf-
unum. en þumalputtareglan var sú að beita hrossunum fyrst og láta féð fylgja í kjölfarið um
2-3 vikum síðar. Hrossunum var randbeitt innan hólfanna, á þeim svæðum innan hólfanna þar
sem mestur vöxtur var og þau látin bíta alveg niður áður en þau voru færð. Tók það 3-5 daga
eftír stærð svæðis og magni gróðurs á hverjum stað og tíma. Vom lambærnar í beitarhólf-
unum þar til 17. september er síðasta vigtun fór fram.
Viðmiðunarhópurinn samanstóð einnig af 40 tvílembum sem áttu lömb með sambæri-
legan fæðingarþunga. Viðmiðunarhópurinn gekk á afrétti. Vom þær á láglendisbeit fram í
byrjun júlí, en fóru þá á fjall. Réttað var 16. september og viðmiðunarlömbin, sem gengið
höfðu á afrétti, vigtuð 18. september.
Láglendislömbunum var skipt í 5 hópa og þeim
gefið mismunandi sníkjudýralyf. Notuð voru lyfin
Dectomax, Baycox og Panacur. Dectomax er langvirkt
ormalyf í flokki Intermectina. Virka efnið er Dora-
mectin (10 mg/ml). Verkunartími þess er l'A mánuður
og sláturhæf eru lömbin sögð eftir 45 daga. Miðað var
við 60 daga. Þetta er stungulyf og er skammturinn 1 ml
á 33 kg lifandi larnbs eða 300 pg/kg af hinu virka efni. Lyfið er ekki á skrá. Baycox er lang-
virkt hníslalyf. Gert er ráð fyrir verkun þess í 3 vikur og að útskilnaður fari ekki yfir 1 mánuð.
Virka efnið er Toltrazuril og er það í 5% lausn til inngjafar. Skammturinn er 1 ml af efninu á
2,5 kg líkmansþunga eða 40 mg/kg. Panacur er ormalyf sem er alþekkt og hefúr rnikið verið
notað hérlendis. Hefur það mun skemmri virkni en Dectomax.
Lyfín voru gefin 16. júlí. Ær og lömb í tilraunahólfunum á láglendi voru vigtuð vikulega
frá upphafi tilraunarinnar til loka hennar. Viðmiðunarhópur á fjalli var vigtaður við fæðingu
og í lok tilraunar, 18. september.
1. tafla. Hópar tilraunarinnar á láglendi.
1 Dectomax eingöngu
2 Dectomax + Baycox
3 Baycox eingöngu
4 Panacur
5 Viömiöunarhópur án meöhöndlunar
2. tafla. Fæöingarþyngd, þyngd við ormalyfsgjöfina 1. júlí og í lok tilraunar 17.
júlí og fjöldi gimbra og lirúta í hverjum flokki.
NIÐURSTÖÐUR
Meðalþungi lantba í
tilraunahólfun á lág-
lendi í lok tilraunar
var 30,2 kg, en með-
alþungi viðmiðunar-
hóps sem gekk á af-
rétti var 31,5 kg.
I 2. töflu er gefið
yfirlit yfir þyngd og
fjölda lamba í
hverjum tilraunahópi.
Lömb sem fengu Dectomax eingöngu, hópur 1, þreifst nokkuð betur en hinir hóparnir
sem fengu meðferð. Viðmiðunarhópurinn, hópur 5, sem enga meðhöndlun fékk þreifst síst.
Nokkur munur kom fram á áhrifum meðferðarinnar með tillit til kynja lambanna.
Hópur Viö fæðingu Þyngd, kg 16. júli 17. sept. Gimbrar Fjöldi Hrútar Alls
1 3,3 20,0 32,5 6 9 15
2 3,2 19,4 29,9 11 7 17
3 3,3 20,1 30.5 9 6 15
4 3,3 19,0 29,9 7 8 15
5 3,3 18,5 27,9 5 9 14
L