Svava - 01.04.1899, Blaðsíða 10

Svava - 01.04.1899, Blaðsíða 10
—4+2— hans luaðað mikið; daginn eftir að liann fæddist, var farið með hann í kirkju og honum gcfið nafnið Francoia Marie Arouet. Þess or getið að guðfaðir hans, áhóti Chateauneuf, hafi látið sér nijög ant um drenginn, og það strax á þeim tíma, er venjulega engir aðrir en for- eldrar gefa þessum ósjálfbjarga smælingjum uokkurn gaurn. Hann kom daglega í bamaherbergið að vitja um drenginn, talaði við stúlkuna sem gætti hans og sagði iienni hvernig með hann skyJdi fara til þess að honum batnaði. Sökum þessa, og jafnframt hins, að Yoltaire svo snemma losaði sig við nafnið Arouet, hafa sumir litið svo á, að Chateauneuf ábóti hafi verið faðir hans, en ekki Arouet skjalavörður. Ekki hefir þetta samt verið bein- línis sannað. Hin óþvingaða hegðan og frjálsa umgengni, sem átti sér stað í húsi Arouets, eru að eins óbeinar líkur. Að því leyti er viðvíkur nýja nafninu Voltaire, þá er það að eins öfuglestur afhiuu gamla ; Arouet l(e) j(eune) — þ. e. Arouet hin ungi—varð að Arovetli — Voltaire. Voltaire var yngstur þeirra þriggja barna Arouets; bróðir hans hét Armand, en systirin Marguerite Cather- ine. Hann var gáfaður piltur, fölur í andliti með dökk glettuleg augu. Foreldrarnir leyfðu börnuuum snemma að taka þátt í hinum andlegu skemtilegu lífernisháttum á heimilinu, enda notaði Voltaire það, því hann var strax

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.