Svava - 01.04.1899, Blaðsíða 43

Svava - 01.04.1899, Blaðsíða 43
— 475— skal það vera oss ánægja að greiða fyrir yðar, meðan þér liggið íl höfninni'. ’Ég er ykkur þakklátur.....en að öðru leyti hefi ég ekkert að gera hér‘. ’Ekkert að gera héri' ’Nei, ég hefi leigt skipið einn mánaðartíma tveimur riddurum, og lofað að flytja þá hvert sem vera skal. Nú þóknaðist þeim að elta skipið sem áðan lenti hér, og þess vegna erum vér hér‘. ’Tveir riddarar? Skulu þejrætla að læra verzlun hér? ‘ ’Það hefðu þeir getað lært í Kaupmannahöfn'- ’Þeir eru þá danskir'. ’Já, en að öðru leyti stendur mér á sama um ástæður þeirra. Þeir hafa borgað mér loiguna og það varðar mig mestu'. ’Ég tók svo eftir að yðar skip kæmi hingað ásamt konungsskipinu. Má ske riddararnir séu með hirð kon- ungsins? ‘ ’Það get ég ekki haldið, þegar ég tek tillit til þeirra kringumstæða er létu mig finna þá‘. ’Hverjar voru þær kringumstæður? Fyrirgefið for- vitni mína'. Ég var dag nokkurn á gangi á hafnarbryggjunni í Kaupmannahöfn ásamt kaupmanni frá Lybek, sem vildi

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.