Svava - 01.04.1899, Blaðsíða 26
—458—
’Hvor er meiningin í orðinu hæf í ‘ spurði hin ókunna
kona.
Monica Grey brosti. Það voru svo fáar sem skyldu
það.
’Til þess að vera hæf fyrir verkið útheimtist mjög
mikið1, mælti hún; ‘fyrst og fremst verður sú, sem geng-
ur í hóp vorn, að afneita sjálfri sér, og lifa eingöngu
fyrir aðra'.
’Það er ég fús til að gera; ég hef lengi haft raun af
sjálfri mér. Eg yrði mjög fegin ef ég gæti gleymt mér
alveg og sökt mér niður í líf annarah Svo leit hún fram-
an í Monicu og hætti við: ‘Þið veitið engum syndurum
viðtöku, býst ég við‘.
Monica brost.i.
’Erum vér ekki allar syndug-ar‘, svaraði hún. ‘Ef þig
langar til að vita hvort við tökum á móti konum, sem
á einhvern hátt hafa fyrirgert heiðri sínum eða mannorði,
J>á svara ég því neitaudi'.
’Setjum nú svo‘, hélt liin ókunnuga áfram, ‘að til
þín kæmi kona, sem lieimurinn hefði brennimerkt sem
gíæpamann, sem lieimurinn hefði dæmt og fundið seka,
en sem engu að síður væri saklaus í augum drottins.
Mundir þú veita henni viðtöku í ‘
’Ég set ekki sagt um það‘, ansaði Moniea döpur í