Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Síða 61
Áramótablað 30. desember 20168 Völvuspáin 2017 Davíð hæt tir á MogganuM Völvan segir að tíma Davíðs Odds- sonar á Morgunblaðinu sé senn lokið. Í stól hans komi landsþekktur stjórnmálamaður og ráðning hans muni vekja mikla athygli og sæta harðri gagnrýni. Formaður Blaða- mannafélagsins verður meðal þeirra sem gagnrýna ráðninguna. Blaðamaður spyr um 365 og völvan segist sjá að einhverjar breytingar verði á fréttastofu 365 á nýju ári en Vodafone er búið að tryggja sér aðra starf- semi fyrirtækisins. Völv- an spáir því að Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir, muni auka hlut sinn í fjölmiðlinum og að litlar breytingar verði á rekstri þess hluta 365. Samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði mun setja mark sitt á árið með samein- ingu Kjarnans og Fréttatímans og Stundin mun aftur koma út einu sinni í mánuði en ekki á tveggja vikna fresti. Völvan sér DV flytja á árinu í húsnæði þar sem fleiri blöð eru. Mér sýnist þetta vera eins kon- ar sam- steypa, segir hún og bæt- ir við að þar muni allt ganga að ósk- um. velgengni rithöfunDa Ekkert lát verður á velgengni Arn- aldar Indriðasonar og Yrsu Sig- urðardóttur. Kvikmyndafram- leiðandi í Hollywood mun kaupa kvikmyndarétt að skáldsögu Yrsu. Völvunni sýnist að þarna sé um að ræða bókina Mundu mig og Jenni- fer Lawrence tekur að sér að leika aðalhlutverkið. Þessar fréttir munu enn auka vinsældir Yrsu hér á landi. Ragnar Jón- asson mun halda áfram að slá í gegn í Bretlandi og bók eftir hann verður tilnefnd þar til verðlauna. Það er verð- launaára yfir Auði Övu Ólafsdóttur og ekkert lát mun verða á vinsældum hennar í Frakklandi en völvan sér nýja skáld- sögu hennar, Ör, koma út þar í landi á árinu. Ör mun verða seld til nokkurra landa og fá afbragðs viðtökur. Sjón er á miklu flugi og mun á árinu fá viður- kenningu af einhverju tagi. Ari Eldjárn mun gefa út smá- sagnasafn af gamansömum sögum um nútímalíf og firringu. Þar sann- ar hann að hann hefur engu minni hæfileika á skáldskaparsviðinu en faðir hans, Þórarinn Eldjárn, og er alveg jafn fyndinn. Skáldsagan Eyland eftir Sigríði Hagalín Björns- dóttur mun verða seld til nokkurra landa. Völvan segir Sigríði eiga eft- ir að hverfa frá RÚV til að sinna ritstörfum, en það verði ekki strax. Bubbi Morthens mun verða athafnasamur á árinu, senda frá sér plötu og bók auk hefðbundins tón- leikahalds. Bókin mun fjalla um ver- búðarlíf og vera mjög persónuleg. Völvunni sýnist hún vera í ljóða- formi. SkálDSaga frá rappara Íslenskir rapparar mun áfram njóta vinsælda en nokkrir þeirra reyna fyrir sér á öðrum vettvangi. Emmsjé Gauti mun stjórna sínum eigin sjón- varpsþætti á RÚV og Arnar Freyr úr Úlfur Úlfur gefur út skáldsögu. BalDvin Z til hollywooD Leikstjórinn Baldvin Z mun skila af sér lítilli heim- ildamynd sem mun njóta nokkurra vinsælda hér á landi, en í kjöl- farið skrifa und- ir samning og hefjast handa við að leikstýra virt- um stórleikurum í hæfilega stórri kvik- mynd í Hollywood. erjur í hörpu Nýr forstjóri verður ráðinn í Hörpu þegar Halldór Guðmundsson kveð- ur. Völvan segir eftirmann hans verða konu sem hafi getið sér gott orð fyrir viðskiptavit en hún sé jafn- framt afar menningarleg. Völvan segir Halldór eiga eftir að snúa sér alfarið að bókaútgáfu og sér hann í ábyrgðarstöðu hjá Forlaginu. Hann eigi jafnframt eft- ir að vinna að kynningu á íslenskum bókmennt- um erlend- is og muni verða öflug- ur talsmaður íslenskra höf- unda. Það verða erj- ur í Hörpu vegna hlutverkavals í óperu. Þeir sem telja framhjá sér geng- ið munu stíga fram og segja val- ið dæmi um klíkuskap og átelja að söngkonan syngi í flestum uppfær- slum Íslensku óperunnar. Deilur verða háværar en fjara svo skyndi- lega út þegar söngkonan fær frá- bæra dóma gagnrýnenda fyrir söng sinn í verkinu. Víkingur Heiðar pí- anóleikari mun vera á miklu ferða- lagi milli landa. Það er afar bjart yfir honum og allar dyr standa honum opnar. liStaSafn íSlanDS fær Skjól Loksins verður tekið á húsnæðis- málum Listasafns Íslands og mun safnið finna varanlegt skjól fyrir samtímalist sína. Safnið mun kaupa hálfbyggt húsnæði Læknaminjasafns- ins á Seltjarnarnesi í þeim tilgangi og opna á vordögum. Hall- dór Björn Runólfsson mun þar með telja hlut- verki sínu lokið og kveðja safnstjórastólinn eftir 10 ára setu, Hanna Styrmisdóttir tek- ur við embættinu. Fleiri söfn munu einnig rísa á höfuðborgarsvæðinu, Jakob Frímann Magnússon mun standa í fararbroddi fyrir nýtt tón- listarsafn sem verður starfrækt á Grandanum. Stelpurnar til SóMa Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður landi og þjóð til sóma á EM í Hollandi næsta sum- ar. Stelpurnar munu komast örugglega í 8 liða úrslit en falla þar úr leik gegn sterku liði Englands. Risið á íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu verð- ur ekki jafn hátt og oft áður og völvan sér ákveðin vonbrigði í haust. Þau munu væntanlega tengj- ast því að íslenska liðið mun ekki komast í lokakeppni HM í Rúss- landi. Þetta verða mikil vonbrigði enda mun ákaflega litlu muna að liðið nái markmiði sínu. Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.