Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 61
Áramótablað 30. desember 20168 Völvuspáin 2017
Davíð hæt tir
á MogganuM
Völvan segir að tíma Davíðs Odds-
sonar á Morgunblaðinu sé senn
lokið. Í stól hans komi landsþekktur
stjórnmálamaður og ráðning hans
muni vekja mikla athygli og sæta
harðri gagnrýni. Formaður Blaða-
mannafélagsins verður meðal þeirra
sem gagnrýna ráðninguna.
Blaðamaður spyr um 365 og
völvan segist sjá að einhverjar
breytingar verði á fréttastofu 365
á nýju ári en Vodafone er búið
að tryggja sér aðra starf-
semi fyrirtækisins. Völv-
an spáir því að Ingibjörg
og eiginmaður hennar,
Jón Ásgeir, muni auka hlut
sinn í fjölmiðlinum og að litlar
breytingar verði á rekstri þess
hluta 365. Samþjöppun á fjöl-
miðlamarkaði mun setja mark
sitt á árið með samein-
ingu Kjarnans og
Fréttatímans og
Stundin mun
aftur koma
út einu sinni
í mánuði en
ekki á tveggja
vikna fresti.
Völvan sér DV
flytja á árinu í
húsnæði þar
sem fleiri
blöð eru.
Mér sýnist
þetta vera
eins kon-
ar sam-
steypa,
segir
hún og
bæt-
ir við
að þar
muni
allt
ganga
að ósk-
um.
velgengni
rithöfunDa
Ekkert lát verður á velgengni Arn-
aldar Indriðasonar og Yrsu Sig-
urðardóttur. Kvikmyndafram-
leiðandi í Hollywood mun kaupa
kvikmyndarétt að skáldsögu Yrsu.
Völvunni sýnist að þarna sé um að
ræða bókina Mundu mig og Jenni-
fer Lawrence tekur að sér að leika
aðalhlutverkið. Þessar fréttir munu
enn auka vinsældir Yrsu hér
á landi. Ragnar Jón-
asson mun halda
áfram að slá í gegn
í Bretlandi og bók
eftir hann verður
tilnefnd þar til
verðlauna.
Það er verð-
launaára yfir Auði
Övu Ólafsdóttur og
ekkert lát mun verða
á vinsældum
hennar í
Frakklandi en völvan sér nýja skáld-
sögu hennar, Ör, koma út þar í landi á
árinu. Ör mun verða seld til nokkurra
landa og fá afbragðs viðtökur. Sjón er
á miklu flugi og mun á árinu fá viður-
kenningu af einhverju tagi.
Ari Eldjárn mun gefa út smá-
sagnasafn af gamansömum sögum
um nútímalíf og firringu. Þar sann-
ar hann að hann hefur engu minni
hæfileika á skáldskaparsviðinu en
faðir hans, Þórarinn Eldjárn, og
er alveg jafn fyndinn. Skáldsagan
Eyland eftir Sigríði Hagalín Björns-
dóttur mun verða seld til nokkurra
landa. Völvan segir Sigríði eiga eft-
ir að hverfa frá RÚV til að sinna
ritstörfum, en það verði ekki strax.
Bubbi Morthens mun verða
athafnasamur á árinu, senda frá sér
plötu og bók auk hefðbundins tón-
leikahalds. Bókin mun fjalla um ver-
búðarlíf og vera mjög persónuleg.
Völvunni sýnist hún vera í ljóða-
formi.
SkálDSaga
frá rappara
Íslenskir rapparar mun áfram njóta
vinsælda en nokkrir þeirra reyna
fyrir sér á öðrum vettvangi. Emmsjé
Gauti mun stjórna sínum eigin sjón-
varpsþætti á RÚV og Arnar Freyr úr
Úlfur Úlfur gefur út skáldsögu.
BalDvin Z til
hollywooD
Leikstjórinn Baldvin Z mun
skila af sér lítilli heim-
ildamynd sem mun
njóta nokkurra
vinsælda hér á
landi, en í kjöl-
farið skrifa und-
ir samning og
hefjast handa við
að leikstýra virt-
um stórleikurum í
hæfilega stórri kvik-
mynd í Hollywood.
erjur í
hörpu
Nýr forstjóri verður ráðinn í Hörpu
þegar Halldór Guðmundsson kveð-
ur. Völvan segir eftirmann hans
verða konu sem hafi getið sér gott
orð fyrir viðskiptavit en hún sé jafn-
framt afar menningarleg. Völvan
segir Halldór eiga eftir að snúa sér
alfarið að bókaútgáfu og sér
hann í ábyrgðarstöðu
hjá Forlaginu. Hann
eigi jafnframt eft-
ir að vinna að
kynningu á
íslenskum
bókmennt-
um erlend-
is og muni
verða öflug-
ur talsmaður
íslenskra höf-
unda.
Það verða erj-
ur í Hörpu vegna
hlutverkavals í óperu.
Þeir sem telja framhjá sér geng-
ið munu stíga fram og segja val-
ið dæmi um klíkuskap og átelja að
söngkonan syngi í flestum uppfær-
slum Íslensku óperunnar. Deilur
verða háværar en fjara svo skyndi-
lega út þegar söngkonan fær frá-
bæra dóma gagnrýnenda fyrir söng
sinn í verkinu. Víkingur Heiðar pí-
anóleikari mun vera á miklu ferða-
lagi milli landa. Það er afar bjart yfir
honum og allar dyr standa honum
opnar.
liStaSafn
íSlanDS
fær Skjól
Loksins verður tekið á húsnæðis-
málum Listasafns Íslands og
mun safnið finna varanlegt
skjól fyrir samtímalist
sína. Safnið mun kaupa
hálfbyggt húsnæði
Læknaminjasafns-
ins á Seltjarnarnesi í
þeim tilgangi og opna
á vordögum. Hall-
dór Björn Runólfsson
mun þar með telja hlut-
verki sínu lokið og kveðja
safnstjórastólinn eftir 10 ára
setu, Hanna Styrmisdóttir tek-
ur við embættinu. Fleiri söfn munu
einnig rísa á höfuðborgarsvæðinu,
Jakob Frímann Magnússon mun
standa í fararbroddi fyrir nýtt tón-
listarsafn sem verður starfrækt á
Grandanum.
Stelpurnar
til SóMa
Íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu verður landi
og þjóð til sóma á EM í
Hollandi næsta sum-
ar. Stelpurnar munu
komast örugglega í
8 liða úrslit en falla
þar úr leik gegn
sterku liði Englands.
Risið á íslenska
karlalandsliðinu í
knattspyrnu verð-
ur ekki jafn hátt og
oft áður og völvan sér
ákveðin vonbrigði í haust.
Þau munu væntanlega tengj-
ast því að íslenska liðið mun ekki
komast í lokakeppni HM í Rúss-
landi. Þetta verða mikil vonbrigði
enda mun ákaflega litlu muna að
liðið nái markmiði sínu.
Glæsibæ • www.sportlif.is
PróteinPönnukökur
Próteinís Próteinbúðingur