Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir Verslunin færist til útlanda Verslun Íslendinga er að færast í auknum mæli út fyrir landstein­ ana, ef marka má umfjöllun sem birtist á vef Greiningar Íslands­ banka. Þetta sést meðal annars á kortaveltu Íslendinga í útlöndum sem hefur sjaldan verið meiri en í nýliðnum aprílmánuði. Alls jókst kortavelta Íslendinga í útlöndum um 62 prósent að raunvirði á milli ára í apríl síðast­ liðnum, sem er mesti vöxtur hennar eins langt aftur og tölur ná. Þetta kemur ekki á óvart sé litið til þess að nýliðinn apríl var næstumsvifamesti mánuður í sögunni í utanlandsferðum Ís­ lendinga og var fjöldi Íslendinga á faraldsfæti litlu minni en þegar landinn flykktist á EM í í júní í fyrrasumar. Þá er einnig bent á að hér gæti áhrifa páskanna sem voru í mars í fyrra en apríl í ár. „afskaplega svart tímabil sem maður sér fram á“ H jördís Heiða Ásmunds­ dóttir mun ekki fá neina greiðslu frá Trygginga­ stofnun í nærri þrjá mánuði vegna mistaka hjá stofn­ uninni og lækni hennar. Hjördís hefur verið bundin við hjólastól eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2004. „Það eru svo margir í þessari stöðu og það er verið að ýta undir uppgjöf hjá fólki. Ég veit ekki hvernig ég get verið tekjulaus í marga mánuði. Ég er að setja mig í skuldir. Ég fæ ekki frest frá bankanum. Ég veit að þetta er vítahringur sem á eftir að taka mig heillangan tíma að koma mér út úr. Þannig að þetta er afskaplega svart tímabil sem ég sé fram á. Fyrir utan það að ég er ekki búin að taka öll lyfin mín því ég hef ekki efni á þeim,“ segir Hjördís. Hjördís segir að starfsmaður Tryggingastofnunar hafi sagt henni að leita til kirkjunnar. Gleymdi að senda vottorð Hjördís segir að rekja megi málið til Þorláksmessu en þá fékk hún bréf þar sem henni var tilkynnt að bætur hennar myndu falla niður í lok mars ef hún fengi ekki endurmat á örorku. Strax á milli jóla og nýárs fór hún til læknis sem sagðist ætla senda vott­ orðið til Tryggingastofnunar. Hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því. Svo fór að læknirinn gleymdi að senda vottorðið og féllu því bætur hennar niður 31. mars. Hjördísi var ekki gert viðvart um að ekkert vott­ orð hefði borist stofnuninni. Hún hafði samdægurs samband við lækninn sem sendi vottorð þann sama dag. „Tryggingastofnun hefur ekkert samband til að láta vita ef vantar einhver viðbótargögn. Ég talaði svo við starfsmann Trygginga­ stofnunar fjórum virkum dögum seinna sem sagði mér að vottorðið væri nýlega móttekið, þrátt fyrir að það hefði borist stofnuninni fjórum dögum fyrr. Þá fékk ég þá útskýr­ ingu að starfsmaður þyrfti að opna og lesa bréfið, merkja það móttekið og svo færi það í vinnslu. Ég spurði síðan hvort eitthvað fleira vantaði og mér var sagt að þetta væri allt komið. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að skila nýrri umsókn þar sem þetta væri endurmat – þess þyrfti ekki,“ segir Hjördís. Ekki gert viðvart Þessi mistök læknisins urðu til þess að hún þurfti að bíða í fjórar til sex vikur meðan umsóknin var unnin. Allan þann tíma myndi hún ekki fá neinar bætur. Svo kom á daginn að Hjördís þurfti að skila inn nýrri um­ sókn en henni var ekki gert viðvart um það. „Ég gat ekki bara setið og beðið aðgerðalaus og hringdi því aftur um tveimur vikum seinna. Þá sagði annar starfsmaður mér að það væri ekkert mál í gangi, ekkert í vinnslu. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og spurði hana hvernig stæði á því. Þá vantaði þessa umsókn,“ segir Hjördís. Hún skilaði inn nýju vottorði og var henni nú á dögunum tilkynnt að hún fengi flýtimeðferð en þyrfti þó að bíða í tvær til fjórar vikur. Hún má því búast við því að fá greiddar bætur í júní. Hjördís segir að málið sé lýsandi fyrir hvernig heilbrigðis­ og vel­ ferðarkerfið á Íslandi sé í molum. „Ef við förum í rót vandans þá á það vera miklu meira en nóg að það liggi fyrir vottorð og öll gögn. Það vantar ekki meira en þetta eina vottorð. Þeir eiga að sjá til þess að sjúklingar séu ekki að detta svona á milli skips og bryggju. Eins og með þetta bréf, það var sent eitt bréf og ekki einu sinni í ábyrgðarpósti. Við erum að tala um sjúklinga sem geta verið með gleymni, skertan þroska og ýmislegt annað. Að senda eitt bréf er ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hjördís. Fer ekki skríðandi til kirkjunnar Hjördís bendir á að hún hafi sinnt sínu máli samviskusamlega og hringt ítrekað en þrátt fyrir það hafi hún lent í þessu. „Ég fær ekki greiddar bætur í marga mánuði vegna klúðurs og vinnubragða hjá Tryggingastofn­ un, sem er alls ekki að sinna upplýs­ ingaskyldu sinni. Það eru svo mörg svona tilvik. Þess vegna er ég að tjá mig. Ég veit um sex manns sem eru í sömu stöðu og ég einmitt núna. Þá erum við ekki að tala um þá sem hafa lent í þessu áður, bara þá sem hafa talað við mig. Þannig að þeir eru ör­ ugglega fleiri. Þetta eru alltof margir,“ segir Hjördís. Hún segir að sér bjóðist raunar engin úrræði önnur en að fá lánaðan pening. „Ég fæ hvergi aðstoð í vel­ ferðarkerfinu. Þannig að Trygginga­ stofnun vill bara að ég borði gras þennan mánuðinn. Starfsmaður hjá Tryggingastofnun sagði mér að eina úrræði væri að leita til velferðarsviðs eða kirkjunnar. Ég er ekki að fara skríðandi til kirkjunnar og betla pen­ inga. Fyrir utan það að það er ekki í þeirra verkahring, hvað þá að þeir bjóði upp á það,“ segir Hjördís. n Þrettán ára þrautaganga DV sagði frá þrettán ára þrautagöngu Hjördísar Heiðu í fyrra. Líf hennar tók stakkaskiptum þegar hún eignaðist dóttur sína, Elísabeth Ösp, 16 ára gömul. Hjördís fékk mænurótardeyfingu og hefur síðan þá verið sárþjáð vegna verkja. Hún hafði verið virk í íþróttum fram að því. Hjördís fékk mænurótardeyfinguna gegn sínum vilja og urðu verkirnir vegna deyfingarinnar sárari en þeir sem fylgdu fæðingunni sjálf. „Ég fann ekkert fyrir því að það væri barn að koma út úr mér. Ég fann svo til í bakinu að það yfirgnæfði aðra verki,“ sagði Hjördís í viðtali við Skessuhorn í fyrra. Eftir fæðinguna gat hún ekki gengið og ljósmóðir sagði henni að það væri eðlilegt og ástandið myndi lagast. Það gerðist aldrei og notast Hjördís nú við hjólastól. „Ég er haldin þeirri trú að ég muni standa aftur upp. Því ég hef smá kraft í vinstri fæti. Ég er með það markmið að vera komin úr hjólastólnum eftir fimm ár,“ segir Hjördís. n Hjördís Heiða Ásmundardóttir fær engar bætur frá Tryggingastofnun mánuðum saman vegna mistaka hjá stofnuninni Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Hjördís og Elísabeth Ösp Hjördís fékk mænurótardeyfingu þegar hún eignaðist Elísabeth Ösp og hefur síðan þá verið sárþjáð vegna verkja. Kallaðar út klukkan hálf fjögur Björgunarsveitir Slysavarna­ félagsins Landsbjargar voru kall­ aðar út aðfaranótt fimmtudags og bárust útköllin nær öll á sömu stundu, eða klukkan hálf fjögur. Björgunarsveitir á vestan­ verðu Suðurlandi voru kallaðar út vegna pars sem hafði ekki skil­ að sér úr göngu í Reykjadal ofan Hveragerðis. Eftir frekar skamma leit fannst fólkið heilt á húfi og var því fylgt til byggða. Hjálparsveit skáta í Reykja­ vík var kölluð út þar sem þak­ plötur á húsi í Úlfarsárdal voru að fjúka. Fljótt og vel gekk að fergja plöturnar og rokið lét einnig til sín taka á Selfossi þar sem Björg­ unarsveitin Árborg var kölluð út vegna fjúkandi trampólíns. Eftir að hafa komið því skjól og fest niður héldu björgunarmenn heim í rúmið. Fækkun útgáfu- daga DV og öflugri netvakt DV kemur framvegis út einu sinni í viku í formi veglegs helg­ arblaðs á föstudögum. Með blaðinu verður framvegis nýtt fylgirit, Birta, sem fjallar um lífið og tilveruna og það helsta sem er að gerast í skemmtana­ lífi Íslendinga á hverjum tíma. Ætlunin er jafnframt að efla helgarblaðið verulega, styrkja ýmsa efnisþætti þess og gera það enn fjölbreyttara og áhugaverðara, til dæmis með fjölmörgum nýjum pistlahöf­ undum sem kynntir verða til sögunnar á næstunni. Samhliða þessu verður fréttaþjónusta efld á frétta­ vefnum dv.is sem lengi hefur verið einn vinsælasti netmiðill landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.