Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 40
Helgarblað 19.–22. maí 2017KYNNINGARBLAÐ6 Skólar og sumarnámskeið
Viltu kynnast leyndardómum
háloftanna í sumar?
Flugbúðir Keilis fyrir ungt fólk með brennandi áhuga á flugi
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, býður upp á vægast sagt spennandi
námskeið í sumar fyrir
unglinga. „Flugbúðirnar
okkar hafa verið mjög
eftirsóttar í gegnum
árin. Um er að ræða
spennandi námskeið
fyrir fólk á aldrinum 13
ára og upp úr, sem hafa
óslökkvandi áhuga á flugi
og öllu sem því tengist. Nám-
skeiðið hentar sérstaklega þeim
sem hyggja á flugnám í framtíð-
inni og er virkilega góður grunnur
fyrir það,“ segir Sigrún Svafa,
verkefnastjóri Flugbúða Keilis. Allir
leiðbeinendur námskeiðsins eru
kennarar og flugmenn við Flug-
akademíu Keilis.
Innvígsla í flugheiminn
Flugbúðir Keilis eru einstakt tæki-
færi fyrir ungt fólk til að læra allt
sem tengist flugi og flugvélum.
Fróðir gestafyrirlesarar og reynslu-
boltar úr flugtengdum fögum mæta
á svæðið og ausa úr þekkingar-
brunni sínum. Til að mynda mætir
flugmaður sem segir frá daglegu lífi
sínu í millilandaflugi. Að auki er farið
í ýmis mál tengd flugi svo sem flug-
virkjun og flug umferðarstjórn. Þá
fá þátttakendur að sjá kennsluflug-
vélar Keilis og kynna sér verklegu
aðstöðuna í flugnáminu.
Nemendur námskeiðsins fá
einnig að vita ýmislegt um hvernig
flugvélar eru uppbyggðar og
hvernig þær fljúga. Einnig er farið
í veðurfræði og læra nemendur
þá um áhrif veðurs á flug og ótal
margt fleira. Síðast en ekki síst
verður farið í stórskemmtilegar
vettvangsferðir á hverjum degi,
þar sem nemendur fá að upplifa
fjölmargt sem hinn óbreytti flug-
farþegi fær aldrei að upplifa. Þá
fá allir þátttakendur persónulega
kynningu á Redbird þjálfunarflug-
hermi Flugakademíu Keilis.
Gífurlega góð viðbrögð
„Nemendur okkar hafa verið mjög
ánægðir með námskeiðið og
lýsti einn námskeiðinu svo: „Eitt
orð: fluggeggjun“, sem er líklega
réttnefni,“ segir Sigrún. Námskeiðið
er ætlað fólki 13 ára og eldri og
stendur yfir í þrjá daga frá þriðju-
deginum 13. júní til fimmtudagsins
15. júní, frá klukkan 09.00–15.00.
Innifalið er hádegismatur, náms-
gögn, vettvangsferðir og kynning á
þjálfunarflughermi Flugakademíu
Keilis.
Keilir er staðsettur að Grænás-
braut 910, 235 Reykjanesbæ.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún
Svafa Ólafsdóttir á netfanginu
viskubrunnur@keilir.net og í síma:
578-4091. Frekari upplýsingar
um Flugbúðirnar má nálgast á
vefsíðu Keilis, keilir.net, en þar má
einnig lesa umsagnir nemenda um
námskeiðið.