Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir K ristínu Helgu Magnúsdóttur var nauðgað margsinnis af frænda sínum yfir um hálfs árs tímabil þegar hún var sjö ára gömul. Frændi hennar var þá átján ára og er í dag dæmdur barnaníðingur. Kristín sagði fyrst frá ofbeldinu þegar hún var fjórtán ára og í kjölfarið var frændi hennar kærður. Á sama tíma kom í ljós að hann hafði brotið gegn fjórum öðrum ungum stúlkum sem eru allar tengdar honum fjölskylduböndum. Tvær þeirra kærðu hann ásamt Krist- ínu Helgu. Hann fékk átján mánaða fangelsisdóm, þar af voru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Hann þurfti aðeins að sitja í þrjá mánuði á bak við lás og slá. Blaðamaður settist niður með Kristínu Helgu til að ræða um ofbeldið, hvernig það var að segja frá því og kæra, baráttuna og að lok- um sjálfsvinnuna sem bjargaði henni. Lokaði á ofbeldið í mörg ár „Mér var nauðgað af átján ára frænda mínum þegar ég var sjö ára gömul. Hann nauðgaði mér mörgum sinn- um yfir um hálfs árs tímabil. Hann er í rauninni „stjúpfrændi“ minn, stjúp- faðir hans er bróðir móður minn- ar. Þannig ég hafði alltaf litið á hann sem frænda minn,“ segir Kristín. Frændi Kristínar var mikið inni á heimili fjölskyldunnar. Hann og bróðir Kristínar voru miklir vinir og hann kom oft við heima hjá þeim til að fá lánaðar myndbandsspólur. Þegar Kristín var yngri var hún oft inni í herbergi hjá bróður sínum, líka þegar hann var ekki heima. Inni í því herbergi braut frændi hennar alltaf á henni þegar hún var ein. Kristín segist ekki muna nákvæm- lega eftir fyrsta eða síðasta skiptinu, heldur aðeins brotum af nokkrum atvikum. Hún man vel eftir einu at- viki þegar hann kom inn í herbergið þegar hún sat þar með skál með Cocoa Puffs og horfði á sjónvarpið: „Ég man þegar hann kom inn, lokaði dyrunum og tók af mér skálina.“ Margt rifjast upp síðustu árin „Annaðhvort nauðgaði hann mér eða puttaði mig. Kyssti mig á kinnina. Ég man eftir einu skipti þegar hann lá ofan á mér og hvíslaði að mér: „er þetta gott?“ Ég lá alltaf á bakinu og með hægri höndina yfir augunum á mér, eins og ég sæi hann ekki.“ Þessar minningar fóru að rifjast upp fyrir Kristínu fyrir nokkrum árum í kjölfar sjálfsvinnslu, en eftir að ofbeldinu lauk og þangað til hún var fjórtán ára lokaði hún alveg á það. „Ég sat og horfði á sjónvarpið og mundi allt í einu hvernig þungi hans var á líkama mínum. Eftir sjálfs- vinnslu er ég búin að opna fyrir gríðarlega mikið. Ég lokaði á þetta í sjö ár.“ Vissi frá fyrsta degi að fjöl- skyldan myndi trúa henni Minningar um ofbeldið fóru að rifjast upp fyrir Kristínu þegar hún var um fjórtán ára gömul. Þegar hún skoðar myndir frá fermingu sinni þá tekur hún eftir hversu hokin hún er og líkamsstaða hennar mjög lokuð. Myndir af henni eftir að hún sagði frá ofbeldinu segja aðra sögu. Þar er hún bein í baki og með opna lík- amsstöðu, eins og þungu fargi sé af henni létt. Kristín sagði fyrst tveimur vin- konum sínum frá ofbeldinu á leiðinni í skólasund. Vinkonur hennar hvöttu hana til að segja for- eldrum eða kennaranum sínum frá því, og daginn eftir sagði Kristín um- sjónarkennaranum frá því sem hafði átt sér stað. Kennarinn bauðst til að hringja í móður hennar og þáði Kristín það og fór heim. Það næsta sem hún man er að hún lá uppi í rúmi og beið þess að móðir hennar kæmi heim. „Þegar hún kom heim hljóp hún upp stigann og inn í herbergi og lagðist upp í rúm til mín og við grét- um saman. Ég vissi það frá fyrsta degi að það myndu allir í minni fjöl- skyldu trúa mér. Ég fékk gríðarlega mikinn stuðning. Það urðu líka allir afar reiðir.“ Fimm stúlkur misnotaðar af gerandanum Foreldrar Kristínar lögðu fram kæru á hendur frænda hennar og allt fuðraði upp í fjölskyldunni. „Mamma og pabbi reyndu að tala við bróður mömmu og konuna hans. Þau trúðu þessu ekki og sögðu að ég væri að ljúga. Það er ekkert samband þeirra á milli í dag.“ Um svipað leyti og Kristín sagði frá ofbeldinu sem hún hafði sætt, sagði stúlka skyld gerandanum einnig frá viðlíka ofbeldi sem frændi Kristínar beitti hana yfir nokkurra ára skeið. Tímasetningin var algjör tilviljun og þær þekktust ekki. Fljótlega kom í ljós að hann hafði einnig misnotað frænku Kristínar og tvær aðrar stúlkur sem eru skyldar honum, en ekki var lögð fram kæra fyrir hönd þeirra tveggja. Allar í samsæri gegn gerandanum „Bróðir mömmu og konan hans héldu því fram að við værum allar að ljúga og í samsæri gegn syni þeirra. Bróðir mömmu fór til ömmu og afa og sagði við þau að það gengju sögur um Keflavík, að ég væri að gera þetta fyrir peninga og það væri altalað að ég væri algjör drusla.“ Eftir að Kristín sagði frá þessu öllu saman fór hún í Barnahús þar sem tekin var af henni skýrsla og þar fór hún einnig í skoðun. Skoðunin sýndi að meyjarhaftið var rofið en hún hafði aldrei átt kærasta eða sofið hjá. Þetta hefur hvílt þungt á Kristínu. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga með og truflaði mig mest af öllu. Meyjarhaftið er sérstakt í hugum margra stelpna. Hann svipti mig því. Hann rændi mig því heilag- asta sem ég átti.“ Þriggja mánaða fangelsisdómur Frændi Kristínar var kærður 16. sept- ember 2002 fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem framin voru frá 1992 til 1999. Framburður stúlknanna var talinn trúverðugur þrátt fyrir ein- dregna neitun hans. Hann var dæmd- ur 8. maí 2003 í átján mánaða fangelsi, þar af voru fimmtán mánuðir skil- orðsbundnir og þurfti hann aðeins að sitja inni í þrjá mánuði. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlk- unum miskabætur en Kristín hefur aldrei séð krónu af þeim og veit að ein stúlkan hefur fengið lítið brot af því sem hún átti að fá. „Ég held að ástæðan fyrir því að ég fékk aldrei neitt sé sú að hann átti aldrei neitt og þá er ekki hægt að taka neitt af honum. Ég held að í dag skrái hann aldrei neinar eignir á sig.“ Hvað fannst þér um dóminn? „Ég var lengi mjög reið. Ég átti erfitt með að skilja af hverju hann fékk svona stuttan fangelsisdóm. Síðan fór ég að sætta mig við að hann hefði allavega verið dæmdur. Dómur er dómur. Hann mun alltaf vera Kristínu var nauðgað sjö ára af frænda sínum n Þörf á opnari umræðu n Lokaði á tilfinningarnar í tíu ár Við erum öll hetjur sem lifum af „Mér var nauðgað og það er ekkert eðlilegt við það að vera sjö ára barn nauðgað af átján ára frænda sínum Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrun@bleikt.is Opnaði sig um ofbeldið „Að finna svona stuðning alls stað- ar frá er magnað.“- Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.