Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 22
22 Helgarblað 19.–22. maí 2017fólk - viðtal Tekst á við nýtt ævintýri Þórarinn Tyrfingsson fagnar sjötugs- afmæli sínu laugardaginn 20. maí. Um leið lætur hann af störfum yfirlæknis á Vogi en starfinu hefur hann gegnt frá árinu 1984. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Þórarin og forvitnaðist um lífshlaupið og starfið sem hefur átt hug hans allan í áratugi. Þ órarinn er fyrst spurður hvort hann sé að setjast í helgan stein. „Ég veit ekki hversu helgur steinninn verður. Þegar ég geng út úr skrifstofu minni á Vogi tekur eflaust við nýtt ævintýri,“ segir hann. „Ég hef aldrei hugsað langt fram í tímann. Ég veit ekki af hverju það er. Ég lifi í núinu og nýt stundarinnar.“ Áttu þér áhugamál sem þú hefur nú meiri tíma til að sinna en áður? „Ég átti og á mörg áhugamál. Sem ungur maður hafði ég mikinn áhuga á ljósmyndun og ég á góða mynda­ vél. Ég hef alltaf haft áhuga á íþrótt­ um, var mikill íþróttamaður á yngri árum og lifði fyrir íþróttirnar. Ég var kominn í efstu deild í handbolta árið 1964, þá sextán ára. Ég er enn að hlaupa og rækta lík­ amann. Veiðar voru áhugamál, ég var með grimmari laxveiðimönnum landsins, hnýtti flugur og gerði all­ ar kúnstir. Ég hef lagt það áhugamál nokkuð til hliðar, mér finnst það of dýrt. Það sem ég hef aðallega gert í frítímanum á seinni árum er að ferðast og hvílast og vera með konu minni og fjölskyldu. Við Hildur, kona mín, gengum í hjónaband árið 1969. Ég á sjö börn, þar af eigum við Hildur fimm saman, og barnabörnin eru átján. Ég er mjög ríkur. En við vorum að tala um áhuga­ mál og ég má ekki gleyma einu áhugamáli sem er tónlist, ég á eflaust eitt besta geisladiskasafn á landinu af klassískri tónlist.“ Hvaða tónskáld eru í uppáhaldi? „Það er breytilegt, ég hlusta á svo margt. Stundum hlusta ég á Mahler, stundum á barokk, og auðvitað hlusta ég á Beethoven. Í óperutón­ list hluta ég mest á Wagner, Verdi og Puccini.“ Hvenær fékkstu áhuga á klassískri tónlist? „Pabbi var músíkalskur, skrifaði nótur fyrir aðra. Það var til grammó­ fónn á mínu heimili svo ég heyrði klassíska tónlist í æsku. Sem ungur maður var ég reyndar mest að hlusta á Bítlana og Dr. Hook and the Medicine Show. Seinna, þegar ég fór að hlusta á tónlist í enn meira mæli og velta fyrir mér hvað væru góðar upptökur, þá fór ég inn í nýjan heim. Ég hefði ekki get­ að trúað því að ég gæti fengið svona mikið út úr músík. Þegar ég hleyp er ég með klassíska tónlist í eyrunum og þá líður mér mjög vel og leysi stund­ um heimsmálin.“ Fyrsti stúdentinn í móðurættinni Förum aftur í tímann. Af hvernig fólki ertu kominn? „Ég er alþýðuprammi, kominn af fátæku fólki sem hraktist á mölina. Ég er þaðan, ég er ekki af presta­ aðlinum. Móðir mín fékk ung berkla og var á Vífilsstaðahælinu en lifði það allt af og varð háöldruð. Í föðurætt er ég kominn af smiðum, múrurum og húsasmiðum. Pabbi var lærður húsasmiður. Ætli ég sé ekki fyrsti stúdentinn í móðurættinni. Það voru systkinabörn mín í föðurætt sem urðu stúdentar á undan mér.“ Þú ert af alþýðufólki kominn. Ertu pólitískur? „Alveg gríðarlega.“ Vinstri maður? „Samfélagsmaður, já. Ef þú vilt kalla það vinstri mennsku þá fellst ég á það. Ég er mjög pólitískur og félagslega þenkjandi og mér finnst stjórnmálastaðan á Íslandi ekki góð.“ Viltu segja eitthvað meira um það? „Nei.“ Ekki með stoppara Hvernig myndirðu lýsa áfengisneyslu þinnar kynslóðar og félaga þinna? „Við, þessir strákar sem eru fædd­ ir í lok stríðsins og fram undir 1950, erum kannski fyrsta kynslóðin sem gat farið á öldurhús og drukkið. Við settum neysluna upp um heilan lítra. Svo þegar við komum á Alþingi leyfðum við bjórinn. Við fórum í Glaumbæ og á Borgina og bjuggum til mikið af börnum, sem mörg voru kannski glasabörn. Á þessum árum var mikið um börn sem komu utan hjónabands til mjög ungra mæðra. Ég var einn af þessum, eignaðist þrjú börn á stuttum tíma með þrem­ ur konum. Það var ekki mikið verið að hugsa fram í tímann þá. Þetta bara gerðist. Upp frá því hef ég verið afskaplega umburðarlyndur gagn­ vart ýmsu því sem kemur upp á hjá fólki. Við erum bara mannleg.“ Hvernig drykkjumaður varstu? „Mamma sagði að ég væri alveg eins og frændur hennar í móðurætt. Ég varð mikið ölvaður og var ekki með stoppara eins og maður kallar það. Ég byrjaði ungur að drekka, drakk mikið og illa. Ég druslaðist í gegnum námið og náði prófunum. Árið 1976 fór ég út á land og starfaði þar sem læknir og tveimur árum síðar var ég kominn í meðferð, þrjátíu og eins árs gamall. Það tók mig ein tólf ár að átta mig á því að ég hefði kannski ekki verið skemmtilegur með víni. Undir lokin var ég kominn í algjörlega stjórn­ lausa drykkju á hverjum degi og gat ekki hætt. Ég var á þeim stað þegar ég fór í meðferð að háskólafélagarn­ ir vildu lítið kannast við mig. Það var allt í lagi, ég átti aldrei neina vini meðal lækna, mínir vinir voru í bolt­ anum og mér þótti vænt um þá. Nokkrum mánuðum eftir með­ ferð fór ég að vinna fyrir SÁÁ og varð svo yfirmaður á Vogi 1984. Það má kannski segja að ég hafi drukkið mig inn í þessi djobb.“ Hvað er það sorglegasta sem þú hefur séð á þeim áratugum sem þú hefur verið í þessu starfi? „Það er erfitt að spyrja atvinnu­ mann þessarar spurningar. Þeir sem eru í starfi eins og mínu verða sjóaðir og líta allt öðruvísi á málin en aðrir. Öðruvísi myndum við ekki lifa af. Ég hef aldrei orðið þunglyndur í þessu starfi. Maður mótar ákveðnar varnir og hleypir ekki ákveðnum hlutum að sér. Þannig að í starfinu tek ég hluti ekki gríðarlega mikið inn á mig. Það hafa hins vegar orðið harm­ leikir í fjölskyldunni. Ég missti mág­ konu, fallega og afar vandaða konu, og það tók á að horfa upp á bróður minn einan með tvo unga drengi. Það hefur mér þótt allra verst, enda er hann litli bróðir minn.“ Öl ekki innri maður Hefurðu séð mikla breytingu á áfengis neyslu þjóðarinnar á þeim áratugum sem þú hefur verið í þessu starfi? „Já, það er nú þannig að mann­ kynið aðlagar sig öllum fjáranum, þannig höfum við lifað af, og við höfum aðlagast því að umgangast áfengi. Þegar við Íslendingar komum út úr moldarkofunum þá kunnum við auðvitað ekkert með áfengi að fara og vorum heldur ekki langt komnir í þeim efnum rétt eftir stríð. Þegar við vorum í ferðalögum til sólarlanda þá var líka drukkið ótæpilega. Þetta hefur mikið breyst. Kannski höfum við færst örlítið frá vandræðadrykkju og félagslegri vandamáladrykkju yfir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ég var á þeim stað þegar ég fór í meðferð að há- skólafélagarnir vildu lítið kann- ast við mig. Það var allt í lagi, ég átti aldrei neina vini meðal lækna, mínir vinir voru í boltanum og mér þótti vænt um þá. Lifir í núinu „Ég hef aldrei hugsað langt fram í tímann.“ Myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.