Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 62
42 fólk Helgarblað 19.–22. maí 2017 J ónína, eða Ninna eins og hún er kölluð, kennir nemendum unglinga­ deildar Rimaskóla í Grafar vogi náttúrufræði. Fyrir þremur árum ákvað Ninna, sem er mikil hunda­ kona og átti þá tvo hunda, að bjóða upp á valáfangann: Hundar sem gæludýr, fyrir nemendur í 8.–10. bekk. Áfanginn sló í gegn og dæmi eru um að nemendur hafi valið hann núna þrjú ár í röð. Þetta er ótrúlega skemmti­ legt og gaman fyrir krakkana,“ segir Ninna, en það er engin skylda að eiga hund til að geta valið áfangann. Nemendurnir koma ýmist með eigin hunda eða fjölskyldunnar eða fá lánaða hunda. Þeir nemendur sem ekki mæta með hund ganga bara með ef svo ber undir. Markmiðið með valáfanganum er að nem­ endur læri að umgangast hunda og viti hvað beri helst að varast varðandi hundahald. Áfanginn bæði verklegur og bóklegur Það er einn tími á viku þar sem Ninna og nemendurnir fara í gönguferðir um hverfið með hunda í bandi og læra bæði nemendur og hundar þannig að umgangast stór­ an hóp af hundum. „Við förum mismunandi ferðir í hverfinu og höfum stundum fengið leyfi fyrir lengri gönguferðum,“ segir Ninna. „Hundarnir hafa líka gott af þessu, hundar hér á höfuðborgarsvæðinu eru ekki vanir að ganga í taumi með öðrum hundum og þegar tveir hundar mætast á göngu gelta þeir oft hvor á annan. Síðan eru nem­ endur að láta hundana leysa alls kyns þrautir og fara með þá í leiki,“ segir Ninna. Námið er líka bóklegt og fræðir Ninna nemendur um eiginleika hunda, hvernig hirða eigi þá og hvað skuli varast. „Ég er algjör hundakona sjálf,“ segir Ninna, ég átti tvo þegar ég byrjaði með val­ áfangann, en núna á ég bara hana Perlu, sem er níu ára og blanda af labrador og íslenskum. Valið slær í gegn Valáfanginn hefur verið mjög vin­ sæll og þess eru dæmi að nem­ endur hafi valið hann núna þrjú ár í röð, sem er ekkert mál að sögn Ninnu, þar sem hún er með ný verkefni á hverju ári. Einnig koma oft með í göngutúrana nemendur sem eru ekki skráðir í áfangann, en hafa einfaldlega áhuga á að rölta með, vera í samskiptum við hundana og hreyfa sig. „Útiveran er svo holl og góð og mér finnst að allir ættu að eiga hunda, það hefur svo góð áhrif á geðheilsuna að fara út, anda að sér hreinu lofti á landinu okkar og hreyfa sig,“ segir Ninna. „Samskiptin við hunda eru ánægjuleg, það er alltaf einhver sem kemur fagnandi á móti þér þegar þú kemur heim.“ Valáfanginn hefur vakið athygli út fyrir skólann og hyggst Ninna gera meira úr honum í haust. „Það er sambærilegur áfangi í boði í Hagaskóla, einnig hafði kennari í Setbergsskóla samband og skólar á Kjalarnesi. Síðan var ég með gesta­ snap hjá Komdu að kenna og það vakti athygli hjá Félagi ábyrgra hundaeigenda, sem birti grein um mig og áfangann, þannig að það væri gaman að meira yrði gert úr þessu í fleiri skólum.“ n ragna@dv.is Jónína Ómarsdóttir kennir unglingum að umgangast hunda Tvær perlur Ninna og Perla, hundurinn hennar, eru góðir félagar. Göngur eiga alltaf við Það má ganga hvar og hvenær sem er, í björtu eða myrkri, ef réttur fatnaður og búnaður er til staðar. Besti félaginn Perla bíður spennt eftir að komast í göngu. Góður gönguhópur Nemendur valáfangans ásamt hundum. Góð og gefandi Ninna segir að allir ættu að eiga hund, því samskipti við þá eru ánægjuleg og gefandi. „Allir ættu Að eigA hund“ Perla alltaf með Ninna hef- ur æft maraþonhlaup, gengið á fjöll og hjólað með hundinum sínum víðs vegar um landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.