Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 44
24 Helgarblað 19.–22. maí 2017fólk - viðtal Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Garn í sjöl að búa til meðferð þar sem fólk sem hingað kemur fær það sem það þarf. Einn fær þetta og annar hitt. Eðli mannanna er þannig að maður út- skrifar ansi mikið af sérfræðingum sem vita nákvæmlega hvernig með- ferðin á að vera. Hún á að miða að því sem þeir þurftu þegar þeir komu í meðferð. Staðreyndin er hins vegar sú að meðferð þarf að henta öllum. Meðferðin sem er þarna er hins vegar ekki fyrir alla þá sem lenda í vandræðum með áfengi því mjög margir geta hætt af sjálfsdáðum, með aðstoð umhverfisins eða með því að fara til annarra meðferðar- stöðva. Þeir sem eru með vandann á alvarlegu stigi þurfa að koma til okkar, því það þarf að greina hann af mikilli þekkingu.“ Þú segir að meðferð þurfi að henta öllum. Hvernig er það gert? „Við höfum orðið að búa til með- ferð sem sækir sífellt fram og kem- ur til móts við hina ýmsu hópa. Hvernig kemur maður til móts við einstakling þegar maður er að reyna að búa til meðferð sem hent- ar öllum? Maður gerir það með því að mennta starfsfólkið betur og gera það hæft til að koma til móts við þarfir fólks utan dagskrárliða, í viðtölum. Meðferðin hefur gjör- breyst. Við höfum líka öðlast meiri þekkingu á sjúkdómnum og vitum hvað við þurfum að leggja áherslu á. Við áttum okkur til dæmis núna á innsæisskorti sjúklinga, þeir sjá ekki hvar þeir eru staddir og hversu alvarlegt vandamálið er, ekki vegna þess að þeir séu í vörn heldur vegna líffræðilegra breytinga í heilanum. Það eru ákveðin svæði í heilanum sem gefa mönnum þann eiginleika að geta sett sig í spor annarra. Þetta svæði bilar hjá áfengissjúklingum. Flestum þeim breytingum sem verða við áfengisneyslu er hægt að snúa við, það lagast ekki alveg strax, það tekur tíma að verða eðlilegt að nýju. Við tölum stundum um að það þurfi tvö ár en í raun er maðurinn sem hættir eftir alvarlega drykkju að breytast og taka framförum í fimm til tíu ár.“ Ekkert samband við trúarbrögð Stundum heyrir maður hnýtt í fólk sem fer ítrekað í meðferð. Hvað segirðu við því? „Sumir vilja líta á alkóhólisma sem smitsjúkdóm eða skyndikvilla og það þurfi bara eina meðferð til að laga hann. Það er argasti misskilningur, þetta er krónískur vandi. Mjög margir byrja að drekka aftur af ýmsum ástæðum, stundum vegna áfalla í lífinu, stundum vegna sjúkdóma eða vegna þess að aðstæð- ur breytast. Vinur minn um áttrætt, sem er mjög heilsuhraustur, var að tala um það hversu illa jafnaldrar hans sumir væru farnir. Hann sagði, og hitti naglann á höfuðið: Þetta er nú bara heppni!“ Æðruleysisbænin er bæn til Guðs. Ert þú trúaður eða ertu mjög jarð- bundinn? „Þegar ég kom í meðferð var ríkj- andi viðhorf hjá sumum að trúin væri þáttur í meðferðinni og þannig er kannski enn. Heilinn í mér er þannig gerður að ég næ ekki sam- bandi við trúarbrögð og skynja ekki heldur álf í Hafnarfirði, ég er bara ekki þar. Mér þykja trúarlegar kenningar að mestu leyti óskap- lega heimskulegar. Það er skelfilegt að lesa sögu trúarbragðanna, hún er eitt allsherjar ofbeldi og algjör hryllingur. Ég er ekki mikið trúaður eins og þú heyrir. Ég geri hins vegar engar athugasemdir við trú annarra meðan sú trú fer ekki úr böndum og hefur ekki alvarlegar afleiðingar. Maður verður að taka ákvörðun um það hvernig maður vill lifa lífinu og hvort maður ætlar að vera úrill- ur, trúa á tómið og líta þannig á að þetta sé allt tilgangslaust helvíti. Ég tók þá ákvörðun að trúa á það góða í manninum. Ég trúi staðfastlega á réttlætið og skynsemi mannsins. Ég held að allir séu að reyna að verða betri í dag en þeir voru í gær. Mér finnst hlutirnir alls ekki vera að fara á verri veg.“ n „Heilinn í mér er þannig gerður að ég næ ekki sam- bandi við trúar- brögð og skynja ekki heldur álf í Hafnarfirði, ég er bara ekki þar. Ekki trúaður „Mér þykja trúar- legar kenningar að mestu leyti óskap- lega heimskulegar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.