Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 56
36 menning Helgarblað 19.–22. maí 2017 Þ að var þýska listakonan Anne Imhof sem hlaut Gullljónið, aðalverðlaun myndlistartvíæringsins í Feneyjum, þegar þau voru afhent um síðustu helgi. Þessi 38 ára myndlistarkona og danshöf- undur frá Frankfurt hlýtur verð- launin fyrir gjörningsverkið Faust sem sýnt er í þýska skálanum á há- tíðinni í ár, en verkið hefur verið sagt kaldranalegt og ógnvænlegt, og sækja jafnt í fagurfræði alræðis- hyggju og tískutímarita, auk þess sem sýningarrýminu hefur verið lýst sem blöndu af fangelsi, spítala og BDSM-dýflissu. Jóna Hlíf Halldórsdóttir mynd- listarkona var í hópi fjölmargra Ís- lendinga sem sáu sýninguna á upp- hafsdögum tvíæringsins og í samtali við blaðamann DV sagði hún upp- lifunina hafa verið gríðarlega áhrifa- ríka. Röðin hluti af upplifuninni „Ég hafði hvorki heyrt neitt um þessa listakonu áður en ég fór út né að þýski skálinn væri sérstaklega áhuga- verður. Það var jafnan afar löng röð við innganginn svo ég var alltaf að fresta því að fara. Það var ekki fyrr en á þriðja degi sem ég ákvað svo loks að fara í röðina,“ segir Jóna. Þýski skálinn, sem er staðsettur á aðalsýningarsvæðinu, Giardini, er byggður í upphafi síðustu aldar en endurhannaður á tímum nasism- ans. Sem hluti af sýningu Imhof var byggingin að mestu leyti umkringd hárri járngirðingu en fyrir innan hana gengu nokkrir grimmilegir dóberman-varðhundar lausir, vökt- uðu rýmið og geltu að gestunum. „Það var ekki fyrr en að ég var búin að bíða í röðinni í svolítinn tíma sem ég fattaði að þetta var eigin lega hluti af upplifuninni. Maður stendur þarna í langri biðröð með geltandi hunda fyrir framan sig. Það er því alls ekki góð tilfinn- ing sem maður fær þarna fyrir utan. Ég hugsaði reyndar líka að það væri örugglega óþægilegt fyrir hundana að vera þarna allan daginn. Uppi á húsinu var einn „performer“ sem leit eiginlega út fyrir að vera að fara að fyrirfara sér, en sat svo bara þarna og fylgdist með fólki,“ segir Jóna Hlíf. Stéttaskipting, flóttamenn og samfélagsmiðlar Inni í sýningarrýminu sjálfu hefur listakonan látið byggja upphækkað glergólf um metra fyrir ofan raun- verulegt gólf skálans. Upp á þetta glergólf stíga áhorfendur og svífa eins og í lausu lofti um herbergi skálans. Tólf svartklæddar ungar manneskjur klæddar íþróttafötum eða afslöpp- uðum en hipster-legum klæðnaði – tísku sem hefur verið kölluð heilsu- goth – hreyfa sig stöðugt um rýmið eftir fyrirmælum listakonunnar sem ku stundum vera á staðnum þar sem hún leikstýrir fólkinu með SMS- skilaboðum. Gjörningalistafólkið kemur sér fyrir á glerstöplum utan í veggjum skálans, gengur um milli gesta, horfir djúpt í augun á þeim, syngur, dansar, skríður undir gler- gólfinu og framkvæmir þar hinar ýmsu athafnir. Hljóðmyndin er svo síbreytileg, þögn eða ágeng og hávær drónandi hljóð, danstaktar eða ljúf tónlist sungin af hinum svartklæddu gjörningalistamönnum. „Þegar maður kemur inn stígur maður upp þetta á glergólf og sér að það er einhver gjörningur í gangi. Í fyrstu er hins vegar erfitt að sjá hvað er að gerast því það eru svo margir sem eru að reyna að sjá. Það var allt mjög minimalískt þarna inni. Það voru einhver rafmagnstæki sem tengdust kannski hljóðverkun- um, þarna voru iðnaðarvaskar og stórar vatnsslöngur, svolítið eins og slökkviliðið notar.“ Jóna segir að verkið hafi kveikt margar og ólíkar hugsanir og til- finningar. Mér fannst þetta í raun- inni vera fyrsti skálinn sem var eitthvað að takast á við ástandið í heiminum. Ég fór til dæmis að velta fyrir mér stöðu flóttafólks. Ég fór líka að velta fyrir mér stéttaskiptingu, því það er fólk undir glerinu, þú stend- ur fyrir ofan það og horfir niður. En á sama tíma eru líka „performerar“ fyrir ofan þig en þeir standa samt í mjög afmörkuðu rými. Allt þetta skapar mikla spennu – og það var bara almennt mjög mikil spenna í þessu verki sem var mjög ógnvekj- andi. En í spennunni var samt líka mikil fagurfræði. Þegar ég mætti var til dæmis einn strákurinn undir gler- inu sem setti saman vaselín, bómull og olíu og kveikti eld, síðan lá hann bara þarna og horfði á mann. Þetta fannst mér mjög fallegt, táknrænt og ótrúlega sterkt,“ útskýrir Jóna. „Annað sem ég fór að hugsa um voru samfélagsmiðlar, þar sem maður er alltaf að fylgjast með öðrum og aðrir að fylgjast með þér. Maður var að fylgjast með fólki undir glerinu en á sama tíma var fólk fyrir ofan þig að fylgjast með þér. Þetta var svolítið „spúkí“.“ „Þar að auki fékk ég hálfgerða innilokunarkennd. „Performerarnir“ voru með sinn eigin útgang, þannig að oftar en ekki voru þeir að „per- formera“ undir glerinu en skyndi- lega gengu þeir út. Maður sjálfur var hins vegar fastur inni í rýminu. Á einum tímapunkti fór ég í hálfgerða paník: „Hvar kemst ég út?“ Þannig að þetta verk var að leika með ótrú- lega margar ólíkar tilfinningar hjá manni,“ segir Jóna. „Umfram allt fannst mér þessi gjörningur spegla svo vel samfélagið í dag: hver við erum og hvað við erum að gera. Maður fór að hugsa um stéttaskiptingu, flóttafólk, sam- félagsmiðla, um hvað við búum við rosalega mikið frelsi en erum samt í einhverju búri. Það er mjög erfitt að fjalla um slík mál án þess að það verði klisjukennt, en henni tekst það.“ n Ógnvekjandi og ÓÞægilegt verðlaunaverk Gjörningurinn Faust eftir þýsku listakonuna Anne Imhof hefur vakið athygli á Feneyjatvíæringnum Sigurvegarinn Anne Imhof með aðal- verðlaun Feneyjatvíæringsins. Mynd EPA Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Aðrir sem hlutu verðlaun á 57. Feneyjatvíæringnum n Gullljónið fyrir besta verk á alþjóðlegu sýningunni: Franz Erhard Walther n Silfurljónið fyrir efnilegasta listamanninn í alþjóðlegu sýningunni: Hassan Khan n Gullljónið fyrir lífsstarf: Carolee Scneemann n Aukaviðurkenningar fyrir eftirtektarvert framlag til alþjóðlegu sýningarinnar: Charles Atlas og Petrit Halilaj n Aukaviðurkenningar fyrir sérstaklega eftirtektarverðan þjóðarskála: Cinthia Marcelle (Brasilía) „Umfram allt fannst mér þessi gjörningur spegla svo vel samfélagið í dag. B andaríski tónlistarmaður- inn Chris Cornell, meðlimur Soundgarden og Audioslave og einn vinsælasti söngvari gruggrokkbylgjunnar svokölluðu, er látinn 52 ára að aldri. Cornell fannst látinn á her- bergi sínu á MGM Grand Detroit- hótelinu aðfaranótt fimmtudags, en fyrr um kvöldið hafði hann spil- að á tónleikum í borginni. Banda- ríski slúðurmiðillinn TMZ heldur því fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða en þegar DV fór í prentun hafði það ekki verið staðfest. Cornell, sem fæddist í Seattle í júlí árið 1964, vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Soundgarden í upphafi tíunda áratugarins. Sveitin var fyrsta gruggrokksveitin (e. grunge) til að gera samning við risaútgáfufyrirtæki árið 1988 en sló þó ekki í gegn fyrr en hljóm- sveitir á borð við Nirvana, Pearl Jam og Alice in Chains höfðu rutt brautina. Sveitin sendi frá sér fjölda vinsælla laga þar til hún lagði upp laupana árið 1997, þar á meðal „Black Hole Sun“, „Fell on Black Days“, „Spoon Man“ og „Outshined.“ Síðar lék Cornell með hljómsveitinni Temple of the Dog og ofurgrúppunni Audioslave með hljóðfæraleikurum úr Rage Against the Machine. Sem sólólistamaður söng hann meðal annars James Bond-lagið „You Know My Name“ sem fylgdi myndinni Casino Royal. Cornell var til nefndur til fjölda verðlauna fyrir tónlist sína á ferlinum, meðal annars til Golden Globe- og Grammy- verðlauna. Hann spilaði tvisvar á Íslandi, í Laugardalshöll árið 2007 og í Hörpu í fyrra. Cornell lét sig málefni þeirra sem minna mega sín varða, en ásamt eiginkonu sinni stofnaði hann Cornell-sjóðinn sem styður börn sem alist hafa upp við fátækt og ofbeldi. Cornell lætur eftir sig eiginkonu til þrettán ára, Vicky Karayiannis, og eignuðust þau tvö börn saman; Toni, 12 ára, og Christopher, 11 ára. Þar áður var Cornell kvæntur Susan Silver og eignuðust þau dótturina Lillian Jean árið 2000. n kristjan@dv.is Chris Cornell er látinn Söngvari Soundgarden lést á tónleikaferðalagi í Detroit Chris Cornell Varð 52 ára gamall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.