Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 32
Algjör yfir- tAkA Stelpurnar tóku ekki bara búðina yfir, heldur snappið líka og fóru hamförum á snappinu hjá Perform.is. Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Hrönn Sigurðardóttir eru sannkallaðar fitnessdrottn- ingar og margfaldir meistarar í fitness. Nýlega tóku þær verslunina Perform.is yfir eina kvöldstund og veittu afslátt af öllum vörum. Fullt var út úr dyrum og hyggjast þær endurtaka leikinn. „Við hlógum að því að búðin kemur bara út í mínus þegar við komum í heimsókn,“ segir Hafdís, en afsláttur á öllum vörum verslunarinnar var á bilinu 25–50% þegar þær stöllur tóku yfir. Fullt var út úr dyrum af ánægð- um viðskiptavinum, margir þeirra verðlaunahafar í fitness og stefna þær á að endurtaka leikinn 1–2 sinnum á ári. „Við vorum með þetta í fyrsta sinn í fyrra og þá var það mjög vel sótt, núna var komin röð fyrir utan klukkan korter í sjö um kvöldið, en við opnuð- um klukkan 20.“ Perform.is hefur styrkt Hafdísi og Hrönn fyrir mót og kaupa þær öll sín fæðubótarefni þar og því voru hæg heimatökin að sjá um búðina þetta eina kvöld. Margfaldir meistarar Hafdís og Hrönn eru báðar margfaldir meistarar í fitness. Hafdís byrjaði að lyfta árið 2011 og er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari og komst áfram í tíu manna úrslit á Arnold Classic 2015 og 2016. Hrönn sem byrjaði að lyfta árið 2006 er einnig margfaldur meistari bæði í vaxtar- rækt og fitness og náði þriðja sæti á Arnold Classic 2016. Hún æfir nú fyrir Arnold Classic í mars 2018. „Ég er ólétt að mínu fjórða barni og á að eiga núna í október,“ segir Hafdís, sem heldur sér í formi með reglulegum æfingum, þótt hún sé ekki að æfa fyrir mót. „Ég stefni síðan á Arnold Classic í mars 2019.“ Hafdís og Hrönn eru báðar með Snapchat þar sem þær eru duglegar að snappa, bæði af æfingum og daglega lífinu; hafdisbk og hronnsig. myndir: mummi Lú Fitnessdrottningar með dúnduraFslætti NáNAst gefiNs Það tók því varla að taka upp veskið, stelpurnar voru með svo góða afslætti. fitt og flottAr Hafdís og Hrönn eru eldhressar og í súper- formi. lífið er vAxtArrækt Brynjar Smári mættur til að kaupa af Hrönn. Hafdís og Hrönn yfirtóku Perform.is: MeistArApAr Parið Una Margrét og Hafsteinn. Una er margfaldur meistari í fitness hér heima og úti. Hafsteinn er bikarmeistari á nýafstöðnu Íslandsmóti. Þau þjálfa bæði undir leiðsögn Konna fitnesskonungs sem var nýlega í viðtali hjá Séð og heyrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.