Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 13
Helgarblað 19.–22. maí 2017 fréttir 13 ferðamenn frá Bretlandi oftast verið fjölmennasti hópurinn hér á landi undanfarin ár, með einstaka naum­ um undantekningum. Voru þeir til að mynda um 240 þúsund árið 2015 en tæplega 317 þúsund í fyrra. Að­ eins Bandaríkjamenn hafa skákað Bretum síðastliðin tvö ár sem árin þar á undan voru fjölmennastir. Styttri ferðir og ódýrari afþreying Jón Þór Gunnarsson, framkvæmda­ stjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 17. maí síðastliðinn að afkoma í ferðaþjón­ ustu hafi hrunið á síðasta ári vegna styrkingar krónunnar og því ein­ kennilegt að ofan á lakari afkomu skuli nú koma ný skattheimta í formi hækkunar virðisaukaskatts á grein­ ina. Þar viðrar hann einnig þær áhyggjur kollega sinna að kauphegð­ un ferðamanna breytist. „Ferðamenn eru farnir að stytta ferðir sínar til Íslands og sækja í ódýrari afþreyingu til að lækka ferðakostnað. Erlend fyrirtæki eru að segja upp samningum við innlenda aðila og vilja frekar sjá um ferðir sjálf á Íslandi. Þessi fyrirtæki flytja með sér bíla og leiðsögumenn til lands­ ins og borga engin gjöld á Íslandi. Afleiðingin af frekari skatta­ og verð­ hækkunum getur því hæglega orðið minni tekjur fyrir ríkið,“ ritar Jón Þór. Bílaleigur með varann á Framkvæmdastjóri einnar stærstu bílaleigu landsins, Bílaleigu Akur­ eyrar, gaf það út í samtali við Við­ skiptablaðið í mars síðastliðnum að þar á bæ ætluðu menn ekki að fjölga bílum í ár, í fyrsta sinn frá ár­ inu 2009. Sagði Steingrímur Birgis­ son að mönnum litist illa á blikuna og ætluðu að hafa vaðið fyrir neðan sig gagnvart styrkingu krónunnar. Sú styrking hefði veruleg áhrif á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Afkoman er í flestum tilfellum fokin út um gluggann. Hjá okkur hefur styrking krónunnar haft mikil áhrif. Við verðleggjum okkur í evrum en allur kostnaður er í krónum.“ SAF stigu síðan fram í apríl síð­ astliðnum til að mótmæla samráðs­ leysi stjórnvalda þegar ákveðið hefði verið að leggja allt að fjögurra millj­ arða króna álögur á bílaleigur um næstu áramót, þegar bílaleigubílar fara í efsta þrep vörugjalda. Glórulaust Vöxturinn í ferðaþjónustunni hefur líklega hvergi verið jafnsýnilegur og í hótelbransanum, þar sem fjölgun hótela og gistirýma af öllum stærð­ um og gerðum hefur ekki farið fram hjá nokkrum Íslendingi. Hótelbrans­ inn er ekki ónæmur fyrir breyttum markaðsaðstæðum frekar en aðrir. „Styrking krónunnar er að hafa áhrif hjá okkur,“ segir Geir Gígja, sölu­ og markaðsstjóri Hótel Arkar, Hótel Kletts og Hótel Cabin, að­ spurður um áhrifin. „Við finnum að það er erfiðara að selja herbergin í dag en það var fyrir nokkrum mánuðum. Ferðaskrifstof­ ur fá oft frátekinn ákveðinn fjölda herbergja sem þeir fara svo í að selja, við sjáum að í dag er miklu meira um að einungis hluti þessara her­ bergja seljist auk þess sem meira er um að heilu ferðirnar eru afbókaðar.“ Geir segir þetta sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar horft sé til þess að ríkisstjórnin vilji auka enn meira á vanda þessarar stóru atvinnugreinar með hækkun virðisaukaskatts. „Það er engin glóra í þeirri hugs­ un þar sem sú aðgerð mun hafa langmestu áhrifin á landsbyggðina. Það er einmitt landsbyggðin sem þarf á ferðaþjónustunni að halda. Það er hætta á því að hækkun virðis­ aukaskatts muni leiða til þess að þeir ferðamenn sem heimsæki okkur eyði minna, dvelji skemur og fari styttra en þeir gera í dag. Fjöldinn mun jafnvel ekkert minnka, aðeins tekjurnar okkar. Það má ekki gleyma því að það eru margir aðrir áfanga­ staðir sem geta boðið ferðamönn­ um upp á flest af því sem við erum að bjóða upp á. Þessir áfangastað­ ir eru orðnir hagkvæmari í verði nú þegar og verða það enn frekar með virðisaukahækkun ríkisstjórnarinn­ ar. Ferðamenn eru ekki óþrjótandi auðlind og vanhugsaðar aðgerðir skemma mikið til framtíðar.“ Ráðamenn staldri við Skapti Örn, hjá SAF, tekur undir með Geir varðandi landsbyggðina. „Neikvæð áhrif hækkunar á virðis aukaskatti munu verða mest á landsbyggðinni. Þegar kostnaður ferðamanna hækkar um tugi pró­ senta vegna launahækkana, gengis­ þróunar og hærri virðisaukaskatts hafa þeir minni fjárráð til að ferð­ ast um landið. Fótunum verður kippt undan rekstrarhæfi fyrirtækja á landsbyggðinni, sem mörg eru lítil og hafa fjárfest mikið að undan­ förnu.“ Skapti segir SAF hafa fulla trú á því að ráðamenn á þingi muni staldra við og endurskoða þessar miklu skattahækkanir í umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í næstu viku. „Það er gríðarlega mikið undir og við gerum þá kröfu að þingmenn vandi sig við afgreiðslu málsins.“ n Ávaxtaðu betur H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? saman Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. & Vísbendingar um minni eyðslu Þessi mynd frá greiningu Íslandsbanka sýnir að á meðan fjöldri erlendra ferðamanna eykst er korta- velta ferðamanna á niðurleið. Mynd ÍSlandSBanki „Ferðamenn eru ekki óþrjótandi auðlind og vanhugsaðar aðgerðir skemma mikið til framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.