Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 18
18 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir - erlent Paradísareyja er orðin að ruslakistu fyrir plastúrgang n Henderson-eyja er ein sú afskekktasta í heimi n Hún er líka ein sú mengaðasta E in afskekktasta eyja heims er jafnframt ein sú meng- aðasta í heimi, að sögn vís- indamanna. Hér er um að ræða eyjuna Henderson sem tilheyrir Pitcairn-eyjaklasanum í Suður- Kyrrahafi. Henderson-eyja er 37 ferkílómetra kóraleyja, svokallað hringrif, sem enginn býr á. Talið er að þar sé að finna að minnsta kosti 18 tonn af plastúrgangi sem rekið hefur að ströndum eyjunnar. Stór áskorun Breska blaðið The Guardian fjallaði um stöðu mála í vikunni, en meng- unin á Henderson-eyju þyk- ir sýna, svo ekki verður um villst, að heimsbyggðin stendur frammi fyrir stórri áskorun varðandi meng- un í höfunum. Hvergi í heiminum er plastmengunin þó meiri en á þessari ósnortnu eyju sé miðað við stærðarhlutfall. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að sjávarlíffræðingar sem stunduðu rannsóknir á eyjunni áætli að 38 milljónir plastagna sé að finna á þessari eyju sem er minni að flatarmáli en Garðabær. Tekið er fram að hátt í 70 prósent af þessum plastögnum séu það smáar að þær sjást varla með berum augum. Að meðaltali skoluðust þrettán þúsund nýjar agnir að ströndum eyjarinnar á hverjum degi. Hafði rangt fyrir sér Jennifer Lavers, vísindamaður við University of Tasmania, segir í sam- tali við The Guardian að hún hafi stundað rannsóknir á mörgum af afskekktustu eyjum heims. Á hverri einustu finnist ummerki eftir mann- inn og nefnir hún til dæmis plast- agnir og úrgang sem skolar upp að ströndum eyjanna. „Ég hélt samt, satt að segja, að vegna þess hversu Henderson-eyja er afskekkt væri hún tiltölulega ósnortin. Það var svo sannarlega rangt mat hjá mér. Ég varð orðlaus þegar ég sá magnið.“ Sorgleg sjón Plastúrgangurinn hefur haft ýmis áhrif á fjölskrúðugt dýralíf sem finnst á Henderson-eyju. Þar eru til dæmis heimkynni fjölmargra krabba- tegunda sem skríða um sandana innan um plastflöskur og snyrtivöru- umbúðir. Einn krabbi var búinn að koma sér haganlega fyrir inni í haus af dúkku. Þótt ágætlega hafi virst fara um hann segir Jennifer að dýrunum sé enginn greiði gerður. „Plastið er orðið gamalt, það er stökkt, beitt og það er eitrað. Það var sorglegt að sjá þessi dásamlegu dýr innan um úr- ganginn sem kemur frá manninum.“ Á heimsminjaskrá UNESCO Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Henderson-eyja sé sú stærsta af þeim fjórum eyjum sem tilheyra Pitcairn-eyjaklasan- um. Eyjaklasinn er á heimsminja- skrá UNESCO enda er vistkerfi eyj- anna tiltölulega ósnortið, ef undan er skilin plastmengunin. Enginn býr á eyjunum og vegna þess hversu af- skekktar þær eru leggja fáir á sig það ferðalag að heimsækja þær, nema þá helst vísindamenn. Niðurstöður vísindamannanna sýna og sanna að mengun þekkir engin landa- mæri og enginn staður í heiminum er í öruggu skjóli fyrir mengun. „Við fundum flöskur frá Þýskalandi, um- búðir frá Kanada og Nýja-Sjálandi. Það sýnir að við berum öll ábyrgð og við þurfum að átta okkur á því.“ Sé litið til þess hversu mikið magn af plasti er framleitt í heiminum á ári hverju bliknar magnið á Hend- erson-eyju í samanburði. Í niður- stöðum rannsóknarinnar, sem birt- ust í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, kom fram að þau tæpu 18 tonn sem fund- ust á eyjunni jafngildi því magni sem framleitt er á tveimur sekúndum á heimsvísu. Líkir þessu við loftslagsvandann Svo virðist vera sem ríki heims séu að opna augun fyrir vandanum. Í febrúar síðastliðnum var blásið til herferðar fyrir tilstilli umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn plastmengun. Af því tilefni til- kynntu yfirvöld í Indónesíu, sem talin eru bera mikla ábyrgð á plast- mengun í höfunum, að þau hygð- ust verja allt að einum milljarði Bandaríkjadala á ári til að minnka plastmengun og aðra mengun í höfunum. Jennifer segir að gera þurfi gott betur og vill að fólk átti sig á alvar- leika mengunarinnar fyrir um- hverfið, dýralífið og manninn. „Mín skoðun er sú að það megi líkja menguninni í höfunum við loftslagsvandann, en ég vil ekki að við gerum sömu mistökin. Við höfum rifist um það hvort loftslags- breytingar af mannavöldum séu staðreynd í hartnær 40 ár. Við skul- um ekki bíða með að bregðast við. Magnið af plasti í höfunum er yfir- þyrmandi og við þurfum að bregð- ast við núna.“ n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Sorgleg sjón Þessi krabbi virtist vera búinn að festa sig ofan í plastíláti. Á heimsminjaskrá Pitcairn-eyjaklasinn, sem Henderson tilheyrir, er á heimsminjaskrá UNESCO. Ótrúlegt magn Henderson-eyja er ekki ýkja stór, aðeins um 37 ferkílómetrar. Þar er samt að finna gríðarlegt magn af plastúrgangi. „Mín skoðun er sú að það megi líkja menguninni í höfunum við loftslagsvandann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.