Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 41
Helgarblað 19.–22. maí 2017 KYNNINGARBLAÐ Skólar og sumarnámskeið 7
Reiðkennsla við hæfi hvers og eins
Reiðskólinn Faxaból í Víðidal
Keilir, miðÞað koma til okkar alls konar krakkar, sumir finna sig ekki í þessum hefðbundnu
íþróttagreinum en blómstra í hesta-
sportinu. En svo eru önnur börn sem
eru líka á fullu í boltaíþróttum eða
fimleikum og þetta er þeim kær-
komin viðbót. Mér finnst sérstaklega
gaman og gefandi þegar krakkar
sem ekki hafa fundið sig neins stað-
ar annars staðar njóta sín hér og
taka ástfóstri við hestamennskuna.“
Þetta segir Ellý Tómasdóttir hjá
reiðskólanum Faxabóli sem hún
rekur ásamt móður sinni, Þóru
Þrastardóttur. Fyrirtækið hefur
verið starfandi frá árinu 2000 og
byggt upp mikla þekkingu og reynslu
á hestamennsku og reiðkennslu fyrir
börn.
Námskeiðin eru ætluð börnum
á grunnskólaaldri en algengasti
aldurshópurinn er 6–10 ára. Hvert
námskeið stendur yfir í tvær vikur
þannig að kennt er á virkum dögum.
Námskeiðin standa yfir annars
vegar frá kl. 9–12 og hins vegar 13-
–16 og því er hægt er að velja um
að vera á námskeiðinu fyrir eða eftir
hádegi.
Mikil áhersla er lögð á öryggi en
krakkarnir njóta traustrar leiðsagn-
ar reiðkennara og þeim til halds
og trausts er líka aðstoðarfólk,
ungmenni sem hafa ílengst á nám-
skeiðunum ár eftir ár. „Margir bestu
kennararnir okkar eru unglingar sem
hafa byrjað hjá okkur sem börn á
námskeiðum og tekið ástfóstri við
hestamennskuna,“ segir Ellý.
Hóparnir eru samsettir eftir getu
og reynslu, frá byrjendahópi og upp
í framhaldshóp 3. Reynt er að miða
við 10–12 nemendur í hverjum hópi
og hver hópur hefur sinn kennara
og 1–2 aðstoðarmenn . „Við leggjum
mikla áherslu á að hver og einn fái
kennslu við sitt hæfi og fái verk-
efni sem efli sjálfstraust og hæfni í
hestaíþróttinni,“ segir Ellý.
Hestar reiðskólans eru sérvaldir
og í eigu skólans, þeir eru þægilegir
í umgengni, traustir, hafa einstakt
geðslag og vita nákvæmlega til
hvers er ætlast af þeim. Hestunum
er jafnframt skipt niður á getustigin
svo hver nemandi fái verkefni við
hæfi til að öðlast meiri færni í reið-
mennskunni. Rétt eins og mannfólk-
ið er hver og einn hestur einstakur
og lögð er áhersla á að nemendur
kynnist sem flestum hestum og
fái þannig góða sýn á hestinn og
þá eftirsóknarverðu eiginleika sem
hann getur búið yfir sem félagi og
kennari.
Nánari upplýsingar og skráning
eru á vefsíðunni faxabol.is.
Sumarbúðir í meira en 70 ár
Ástjörn er umlukin stórkostlegri náttúrufegurð
Sumarbúðirnar Ástjörn í Kelduhverfi eru fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6–12
ára og 13–15 ára unglinga. Börnin
koma alls staðar að af landinu.
„Mörg börnin sem koma til okkar
eiga foreldra sem voru í sumar-
búðum hjá okkur þegar þeir voru
börn og það er mjög ánægjulegt
því það sýnir að foreldrarnir vilja
veita börnunum sínum það sem
þau sjálf upplifðu hér,“ segir Árni
Hilmarsson forstöðumaður.
Hugmyndaflugið virkjað í
leikjum og útiveru
Flest börnin koma í einn flokk,
en sum dvelja lengur. Flokkarnir
eru 8 og 10 dagar. Tjörnin og
birkiskógurinn umhverfis sumar-
búðirnar er endalaus uppspretta
leikja og útiveru. Má nefna t.d.
knattspyrnu- og körfuboltavöll,
kvöldvökur, söng, Biblíutíma,
föndur, alls kyns leiki og keppnir
í skóginum og víðar, íþróttahús í
næsta nágrenni, sund í tjörninni
eða fjöruferð á góðviðrisdögum,
hestaleigu og margt fleira. Bátar
eru af ýmsum gerðum: Árabát-
ar, kajakar, kanóar, hjólabátar
og skútur. „Hjá okkur er stærsti
bátafloti í sumarbúðum á Íslandi,
en við erum með um 30 báta af
öllum gerðum, meira að segja
svokallaða sökkvibáta!“ segir Árni,
en það eru bátar sem börnin
mega sökkva á góðviðrisdögum
þegar synt er í tjörninni. Hornsíla-
veiðar eru sívinsælar.
Ástjörn hefur þá sérstöðu að
um er að ræða einu sumarbúð-
irnar á Íslandi sem eru í þjóðgarði,
Vatnajökulsþjóðgarði, rétt hjá
Ásbyrgi í Kelduhverfi. Einnig hefur
Ástjörn þá sérstöðu að þvotta-
hús er á staðnum þar sem allt er
þvegið af börnunum og fara þau
því heim með hrein föt í töskunni,
mörgum foreldrum til mikillar
ánægju.
Skráningu og upplýsingar er
hægt að nálgast í síma 462-
3980, á heimasíðunni www.
astjorn.is og einnig á facebook.
com/astjorn. Einnig er hægt að sjá
margar myndir þar, og sömuleiðis
myndbönd á youtube.com/astjorn
Netfang er astjorn@astjorn.is