Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 19.–22. maí 2017fréttir Erlendir ferðamenn farnir að halda að sér höndum V ísbendingar eru um að er­ lendir ferðamenn haldi að sér höndum og eyði minna en áður meðan á dvöl þeirra hér á landi stend­ ur. Innan ferðaþjónustunnar er um fátt annað talað þessa dagana þar sem fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að finna fyrir þessu. Í kjölfar verulegrar styrkingar krónunnar að undanförnu eru ferðamenn farnir að stytta ferðir sínar, sækja í ódýrari afþreyingu og splæsa síður í dýrari vörur, enda fá þeir nú flestir minna fyrir erlenda gjaldeyrinn sinn en áður. Innan ferðaþjónustunnar og verslana sem eiga mikið undir við­ skiptum við erlenda ferðamenn hafa menn skiljan lega áhyggjur af þessari þróun á kauphegðun þeirra, eftir gósentíð síðustu ára. Áhyggjur af styrkingu krónunnar leggjast ofan á miklar áhyggjur greinarinnar af fyrirhugaðri breytingu stjórnvalda sem miðar að því að færa ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskatts. Samtök ferða­ þjónustunnar segja að það verði reiðarslag fyrir greinina sem áætl­ að er að leggi 20 milljarða viðbót­ arskattlagningu á herðar hennar á ári. Mun koma illa við greinina Skapti Örn Ólafsson, upplýsinga­ fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að samkeppnishæfni ís­ lensku ferðaþjónustunnar hafi skerst verulega að undanförnu, m.a. vegna styrkingar krónunnar. „Á sama tíma hefur afkoma greinarinnar versnað til muna þótt ferðamönnum hafi fjölgað. Þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu mörg hver tapað miklu vegna samninga um fast verð í erlendum gjaldmiðlum. Eins hefur gistinóttum þegar fækkað og mikið er um afbókanir gistingar og hópa á þessu ári og því næsta. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin með fjármálaráðherra í broddi fylkingar uppi áform um að tvöfalda virðis­ aukaskatt á ferðaþjónustuna sem mun koma gríðarlega illa við grein­ ina.“ Skapti bendir á að SAF hafi gagn­ rýnt harðlega samráðsleysi stjórn­ valda við undirbúning áforma ríkis­ stjórnarinnar um 20 milljarða króna skattlagningu á atvinnugreinina. Engin greining hafi verið gerð af hálfu stjórnvalda á áhrifum hærri virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. „Ekki hefur verið skoðað hver áhrifin verða á fyrirtækin, samkeppnis hæfni, atvinnustig, fjár­ festingu eða sveitarfélög. Þá munu þessi áform skerða samkeppnis­ hæfni ferðaþjónustunnar þegar at­ vinnugreinin verður með næsthæsta virðisaukaskatt í Evrópu ef áform ríkis stjórnarinnar ganga eftir.“ Mun styrkjast enn meira Styrking krónunnar frá áramótum til og með 12. maí síðastliðnum nemur ríflega 5,3 prósentum samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka sem bendir á að það sé talsvert meiri styrking en á sama tímabili í fyrra þegar krónan styrktist um 1,8 pró­ sent. Engu að síður hækkaði gengi krónunnar yfir árið 2016 um ríflega 18 prósent sem greiningardeildin bendir á að sé mesta styrking sem mælst hefur á einu ári. Spáir grein­ ingardeildin því að krónan komi til með að styrkjast enn frekar í sumar, á háannatíma ferðaþjónustunnar. Kaupa frekar húfu en dýrar úlpur Verslanir með útivistarfatnað eiga skiljanlega mikið undir viðskiptum erlendra ferðamanna. Innan þess verslunargeira hefur heyrst að þar sem erlendir ferðamenn keyptu sér áður dýrar úlpur og annan fatnað láti þeir sér nú duga húfur og annan ódýrari varning. Einn stærsti versl­ unaraðilinn á þessum markaði, sem þrifist hefur vel bæði í Leifsstöð og miðbæ Reykjavíkur, er útivistarfatar­ isinn 66°Norður. Þar á bæ hafa menn fundið fyrir breytingum. „Já, kauphegðun hefur breyst að því leyti að ferðamenn kaupa meira af vörum með lága verðpunkta,“ segir Vala Valþórsdóttir, rekstrar­ stjóri 66°Norður, aðspurð um málið. Hún segir að fyrst og fremst séu þau þó að sjá breytingar á því hverjir versla mest. „Við sjáum samdrátt í verslun ferðamanna frá Bretlandi, Noregi og Danmörku en mjög góða aukningu frá öðrum löndum,“ bætir hún við. Bretland mikilvægur markaður undanfarin ár Forsvarsmenn fleiri fyrirtækja sem DV hefur rætt við tala um að þeir finni fyrir verulegum samdrætti í viðskiptum við Breta, eftir vendingar þar í kjölfar Brexit og afleiðinga þeirrar ákvörðunar að ganga úr ESB. Munar þar um minna enda hafa Hættir að splæsa Fyrirtæki í ferðaþjónustu finna fyrir því að erlendir ferðamenn eru farnir að halda að sér höndum og sækja í ódýrari vörur og þjónustu. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og virðist ekkert lát þar á. Mynd Sigtryggur Ari Skapti Örn Ólafsson Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.„Kauphegðun hef- ur breyst að því leyti að ferðamenn kaupa meira af vörum með lága verðpunkta n Ferðaþjónustan og verslanir finna fyrir breyttri kauphegðun vegna styrkingar krónunnar n „Engin glóra“ í hækkun virðisaukaskatts Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Óvissutímar Þótt ferðamönnum haldi áfram að fjölga þá eru óvissutímar fram undan innan ferðaþjónustunnar vegna styrkingar krónunnar og yfir- vofandi hækkunar á virðisaukaskatti. Hagsmunaaðilar hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir skort á samráði sem muni koma niður á afkomu greinarinnar. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.