Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 24
Helgarblað 19.–22. maí 2017KYNNINGARBLAÐ2 Skólar og Sumarnámskeið Hefur öðlast þor og sjálfstraust til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og láta draumana rætast Dagur Lárusson ræðir um breytingar á lífi sínu eftir Dale Carnegie-námskeið Það er ótrúlega algengt að fólk láti ótta og áhyggjur af áliti annarra koma í veg fyrir að það geri alvöru úr áformum sínum og draumum. Það getur gilt um hversdagsleg verkefni sem maður ákveður að sleppa en líka stóru draumana sem maður þorir aldrei að reyna að láta rætast. Á námskeiðunum hjá Dale Carnegie losnaði ég við þennan ótta. Og alltaf þegar ég fæ smá í magann, fyllist stressi, þá læt ég samt til skarar skríða.“ Þetta segir Dagur Lárusson, 22 ára gamall stjórnmálafræðinemi við HÍ með meiru, en hann kynntist Dale Carnegie árið 2014 er hann sótti námskeið fyrir ungt fólk (á aldrinum 16–19) og fór í kjölfarið í gegnum mörg slík námskeið sem aðstoðarmaður þjálfara. Markmið námskeiðsins er aukið sjálfstraust, bætt samskiptafærni, auknir tjáningarhæfileikar, meiri leiðtogahæfileikar og jákvæðara viðhorf. Það verður ljóst af spjalli við Dag að hann hefur öðlast allt þetta á ótrúlega stuttum tíma – en vissulega hefur hann lagt hart að sér líka. „Eftir námskeiðið fór ég að gera hluti sem mig hafði alltaf langað til að gera en ekki þorað. Mig hafði til dæmis alltaf dreymt um að taka þátt í ræðukeppninni Morfís en þorði ekki að fara í prufu. Skömmu eftir námskeiðið fór ég í prufu og flaug inni í ræðuliðið! Þetta er gott dæmi um hvernig þessi námskeið auka sjálfstraustið og gera mann færan til að gera hluti sem maður þorði ekki áður.“ Dagur Lárusson er núna kom- inn í sumarstarf sem fréttamaður á hinum þekkta knattspyrnuvef fotbolti.net en þar skrifar hann fréttir og tekur viðtöl við leikmenn og þjálfara, oft myndviðtöl. Þá rekur hann í samvinnu við félaga sinn Enski.net á Facebook sem hann stefnir á að breyta í venju- legan vef í framtíðinni. Uppistað- an í efninu eru myndskeið þar sem þeir félagar ræða um enska boltann. Er það stórt skref fyrir Dag að koma fram fyrir framan myndavél, nokkuð sem honum áður þótti mjög óþægilegt. Jákvætt viðhorf – bætt samskiptafærni – vinátta Eitt af því sem unnið er með á námskeiðinu er að minnka streitu og auka jákvætt viðhorf. „Ég var þessi neikvæða týpa en á nám- skeiðinu lærði ég margar aðferðir til að breyta neikvæðu viðhorfi í jákvætt, til dæmis hugsa: Hvað er það versta sem gæti gerst? Og vinn mig síðan í huganum út úr þeim vanda. Oftast kemur líka í ljós þegar maður hugsar málin betur að það mun ekkert hræði- legt gerast.“ Velgengni okkar og hamingja í lífinu ræðst töluvert af því hvernig okkur tekst upp í mannlegum samskiptum. Dagur segir að samskiptafærni sín hafi eflst mikið í gegnum námskeiðin og kemur með skemmtilegan flöt á það efni: „Besta leiðin til að tryggja að fólk hafi góða reynslu af samskipt- um við mann er að tala út frá áhugasviði viðmælandans. Það finnst öllum gaman að tala um sín áhugamál. Ef maður hittir til dæmis einhvern sem er flugmað- ur eða flugáhugamanneskja þá er bara einfalt að tala um flug við hann og viðkomandi finnst óskaplega gaman að tala við þig. Með því að beita þessari sam- skiptatækni lendir maður aldrei í vandræðalegum eða dauflegum samtölum og veit alltaf hvað mað- ur á að segja. Það getur til dæmis komið sér vel í sumum fjölskyldu- boðum þegar maður hittir suma ættingja einu sinni á ári og getur haldið samtölunum gangandi. Ef þú talar við einhvern um áhuga- mál hans eða hennar þá talar viðkomandi endalaust – og mér finnst sjálfum gaman að tala um áhugamál annarra!“ Tjáningarhæfileikar Dags hafa líka eflst mikið við þátttöku á Dale Carnegie-námskeiðum enda ganga þau mikið út á að koma fram fyrir aðra. Annað sem hann hefur uppskorið í gegnum námskeiðin er gefandi vinasam- bönd: „Vináttan á námskeiðunum kemur af sjálfu sér frekar en það sé sérstaklega lagt upp úr henni. Á hverju einasta námskeiði sem ég hef sótt hef ég eignast nýja vini sem ég er enn í sambandi við. Það er svo góð stemning á þessum námskeiðum og á millifundunum, en það eru tímar sem aðstoðar- menn sitja með ákveðnum hluta af hópnum til að undirbúa fyrir næsta tíma. Þarna myndast ótrú- lega góð tengsl og vinasambönd og margir halda mjög fast í þessa vináttu.“ Dagur hefur á undanförnum tveimur og hálfu ári sinnt hlutverki aðstoðarmanns alls níu sinnum og segir hann það vera afar gef- andi: „Maður nær svo nánum og góðum tengslum við þátttakendur. Það sem aðstoðarmaðurinn er svo heppinn að fá að gera er að hjálpa þátttakandanum að öðlast það sem hann sjálfur hefur öðlast á námskeiðunum. Að fá að hjálpa öðrum að ná þeim árangri sem maður hef náð er æðislega gam- an og gefandi.“ Hvert námskeið stendur í átta vikur en inn í það er meðal annars ofin eftirfylgni: „Það er lögð áhersla á að við notum það sem við lærum á námskeiðinu í lífinu sjálfu. Á námskeiðinu lærum við efni sem við beitum síðan í lífinu.“ Markmiðasetningin er mikilvæg Á Dale Carnegie-námskeiðum er lögð mikil áhersla á raunhæfa og góða markmiðasetningu. „Við setjum okkur smærri markmið og drögum upp framtíðarsýn. Með framtíðarsýninni sér maður sjálfan sig fyrir sér einhvers staðar í framtíðinni eftir tiltekinn tíma og talar eins og maður sé búinn að ná markmiðunum. Það er betra að setja sér nokkur lítil markmið til að komast að stóra markmiðinu,“ segir Dagur, en hver er þá hans framtíðarsýn? „Ég stefni annars vegar að því að verða fjölmiðlamaður en hins vegar að því að verða Dale Carnegie-þjálfari en ég er að fara í það nám núna. Ég hlakka rosa- lega til og get varla beðið eftir því að þessi draumur rætist. Það var stór stund þegar mér var boðið að gerast Dale Carnegie-þjálfari, tækifæri sem ég gat ekki hugsað mér að sleppa. Það var líka eft- irminnilegt þegar ég fékk æðstu viðurkenningu Dale Carnegie sem þátttakandi á námskeiði. Það var mér virkilega mikil hvatning til þess að standa mig vel áfram og ekki hika við að eltast við stóru draumana. „Ég var þessi neikvæða týpa en á nám- skeiðinu lærði ég margar aðferðir til að breyta nei- kvæðu viðhorfi í jákvætt, til dæm- is hugsa: Hvað er það versta sem gæti gerst?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.