Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 19.–22. maí 2017 Velkominn í hópinn Jón Ásgeir Jóhannesson bros- ir væntanlega út að eyrum þessa dagana enda úrskurðaði Mann- réttindadómstóll Evrópu á fimmtudag að ís- lenska ríkið hefði brotið gegn hon- um þegar hann var dæmdur til skilorðsbundinn- ar fangelsisvistar vegna skatta- lagabrota í rekstri Baugs. Áður hafði Jón Ásgeir verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Með niðurstöðu Mannréttinda- dómstólsins kemst Jón Ásgeir í, ekki svo fjölmennan, hóp Ís- lendinga sem unnið hafa mál fyrir dómstólnum. Meðal þeirra eru Erla Hlynsdóttir blaðamaður, sem í þrígang hefur unnið mál á hend- ur íslenska ríkinu fyrir Mann- réttindadómstólnum. Erla hefur því skilning á líðan Jóns Ásgeirs. Á Facebook-síðu sinni sendir hún honum enda eftirfarandi kveðju: „Velkominn í hópinn, Jón Ásgeir“. Engin skýr mörk Nokkur óánægja er meðal Sjálf- stæðismanna með borgarfulltrúa flokksins, sem þykja ekki hafa markað sér nógu sterkar áherslur og séu fyrir vikið ekki augljós val- kostur í borgarstjórnarkosningun- um á næsta ári. Þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Óli Björn Kárason, víkur að þessu í nýlegu lesenda- bréfi á miðopnu Morgunblaðsins. Hann segir Sjálf- stæðismenn í borginni eiga mikið verk fyrir höndum. „Þeir eiga eftir að draga skýr mörk á milli sín og vinstri manna í borgarstjórn,“ segir Óli Björn. Það er kannski ekki laust við að örvænting felist í þessum orðum hans. Enda varla vænlegt til árangurs fyrir Sjálfstæðisflokk- inn ef kjósendur sjá engan mun á áherslum hans og meirihlutans. Borgaralegi Píratinn R eglulega berast fréttir af innri átökum milli Pírata og nú síðast að Ásta Guðrún Helgadóttir hefði hætt sem þingflokksformaður vegna ágreinings við meirihluta þingflokks- ins. Allt gerðist þetta með ósköpum, þingmenn Pírata ruku út af fundi á Alþingi og héldu á þingflokksfund og síðan var tilkynnt að þingflokksfor- maður væri hættur. Smári McCarthy, þingmað- ur Pírata, segir í viðtali að ágrein- ingurinn snúist um skipulag, hvernig nálgast eigi störf þingflokks- formannsins og hvernig skipta eigi hlutverkum innan þing- flokksins. Ásta Guðrún reyndist vera alltof borg- araleg því hún vildi hefð- bundið skipulag í þessum efnum. Sú skoðun henn- ar virðist hafa hljómað ægilega í eyrum Pírata. Þeir virðast telja það höf- uðsynd að elta ólar við margreynt verklag. Betra sé að finna upp hjólið, æ ofan í æ. Ásta Guðrún hlaut því að víkja. Smári McCarthy segir að þing- flokkurinn vilji ekki fest- ast í því formi sem hon- um var sett af þinginu. Þessi orð hljóta að vekja athygli. Þingflokkurinn sér sem sagt enga ástæðu til að fara eftir þeim hefð- um sem ríkja á þingi. Þær eru alltof borgaralegar og gamaldags fyrir Pírata, sem vilja finna upp sitt eigið form. Þeir vita ekki alveg hvaða form það er, en munu ætla að nota sumarið til að deila um það. Þeir sem gefnir eru fyrir drama geta hrósað Pírötum fyrir það að aldrei er lognmolla í kringum þá. Í þessum flokki teljast regluleg upp- hlaup vera hluti af flokksstarfi og þegar lætin verða svo mikil að jafnvel dramatískustu flokksfélagar þola þau ekki þá er kallaður til vinnustaðasál- fræðingur. Ekki skal fullyrt hér að hann verði kallaður til vegna hinnar djörfu hugmyndar Ástu Guðrúnar að fara eftir hefðbundnum vinnuað- ferðum þingsins. Það fer lítið fyrir samheldni í flokki fólks sem ætlaði að umbylta ís- lensku samfélagi og gera það opnara og lýðræðislegra. Opinbert ósætti er orðin ófrávíkjanlegur þáttur í flokks- starfi Pírata. Um leið er ástæða til að efast um getu Pírata til að taka að sér þær lýðræðisumbætur sem þeir tala svo fjálglega um. Þeir virðast ekki geta iðkað innan flokks það sem þeir predika á torgum. Þjóðin gerði sér í tíma grein fyrir því hversu ósam- kvæmir sjálfum sér Píratar eru. Hún var að því komin að veita Píratastjórn brautargengi í alþingiskosningum, en það æði rann blessunarlega af henni í kjörklefanum. Niðurstaðan varð framgangur hægri og miðju afla, sem er svo sem ekki það versta sem gat hent þessa þjóð. Það hefur verið merkilegt að fylgj- ast með Pírötum grafa markvisst und- an eigin trúverðugleika með óheppi- legum uppákomum og stöðugum innbyrðis deilum. Lítill áhugi virð- ist á því innan flokksins að koma á föstum strúktúr þar sem viss agi ríkir. Allir eiga að fá að leika lausum hala með tilheyrandi dómsdags hávaða. Slíkur flokkur er varla trúverðugur valkostur í hugum kjósenda. n Ivan var það eina sem hélt lífinu í honum Magga Magnús Hörður svipti sig lífi árið 2009 eftir að hafa þurft að losa sig við hundinn sinn. – DV Ég brotna niður fyrir framan börnin mín. Silja Pálsdóttir fær hvergi íbúð fyrir sig og börn sín. – DV Mikið áhyggjuefni fyrir almenning. Arna Guðmundsdóttir um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu. – DV Fæst í A4, Byko, Fk, Lyfju, Íslandspóst og um land allt Múmínálfar -Safnaðu þeim öllum Bakp okar , lykla kippu r o.fl. „Um leið er ástæða til að efast um getu Pírata til að taka að sér þær lýðræðis­ umbætur sem þeir tala svo fjálglega um. Kaldi Dráttarbáturinn Jötunn öslar til hafnar í norðanáttinni eftir að hafa fylgt flutningaskipi út úr Reykjavíkurhöfn. Líklegt er að helgarveðrið verði heldur skárra, ef spárnar ganga eftir. Mynd SiGtryGGur AriMyndin Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.