Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 37
„Við smellum saman sem karakterar, erum báðar dýravinir og erum með sama tískustíl.“ Hvernig er að búa í Los Angeles? „Það var rosalega krefjandi fyrir mig að flytja til Los Angeles, ég var ekki með íbúð þegar ég kom út, bara pening fyrir hótelherbergi og ég og frænka mín, sem flutti út með mér, hoppuð- um milli hótelherbergja og höfðum mánuð til að finna okkur íbúð sem fannst loks- ins eftir mikla leit. Svo þurfti að læra á strætó og taka hann hvert sem er, stofna símareikning, læra á skólann og koma sér inn í samfélag- ið. Samfélagið hér er mjög fjölbreytt, mikið af alls konar menningu og kynþáttum og ég er búin að læra svo mikið á að flytja hingað. Ég er mik- ið með fólki frá Frakklandi, maður lærir svo mikið af þeirra menningu, um landið þeirra, matinn og fleira. Hér er mikill rasismi og allir eru settir í ákveðna hópa, ég er hins vegar fordómalaus og allir vinir mínir hér segja að stærsti kostur minn sé að ég komi eins fram við alla, heim- ilislausa jafnt sem framkvæmdastjóra. Þú færð það algjörlega til baka hvernig þú kemur fram við fólk, ef þú kemur vel fram við aðra, er borin virðing fyrir þér og komið vel fram við þig.“ Íslendingar í Los Angeles halda úti síðu á Facebook og eru til dæmis með þorrablót og jólaball. Magnea segist einnig hitta Íslendinga af tilviljun úti á götu og jafnvel þann sama nokkrum sinnum í viku. „Ég er mikið í sambandi við nokkra Íslendinga sem búa hér og ég fæ oft skilaboð frá Íslendingum sem ferðast hingað sem eru að kanna hvort ég sé til í að sýna þeim hitt og þetta og fara með þeim á djammið. Það er alltaf eitthvað að gerast hér í borginni, hér eru frábærir klúbbar, fræga fólkið og alltaf gott veður. Ísland er eins og lítil Los Angeles eða hverfi hér, á Íslandi eru allir „gordjöss“, í nýjustu tísku, hlusta á sömu tónlist og horfa á sömu bíómyndir.“ Mun líklega búa á Íslandi með fjölskyldu Magnea segist stundum fá heimþrá, sem var engin fyrst þegar hún flutti út. „Frænka mín sem flutti út með mér fór heim eftir fjóra mánuði og ég skildi ekkert af hverju hún vildi fara aftur til Íslands. Ég taldi fyrst að ég væri ekkert að fara heim aftur næstu tvö árin, Ísland ömurlegt og ekkert hægt að gera þar. Í dag ber ég mun meiri virðingu fyrir landinu mínu og sé fyrir mér að búa þar í framtíðinni með fjölskyldu. Ég fer stundum að gráta þegar ég heyri íslensk lög og mér finnst bæði matur og drykkir hér vondir, þannig að þegar ég kem heim til Íslands þá leyfi ég mér allt í mat og er jafnvel með lista yfir hvað ég ætla að borða og kaupa af mat.“ Í sumar starfar Bára sem flugfreyja hjá WOW air og segir að „það væri geggjað að geta heimsótt Magneu í sumar“. „Ég hef fleiri tækifæri hér úti, draumar mínir geta ræst hér og ég get gert meira við líf mitt,“ segir Magnea. „Við erum að lifa lífinu fyrir okkur sjálf og eigum að lifa lífinu eins og okkur langar til að lifa því. Ekki að hugsa um hvað öðrum finnst um mann heldur bara einbeita sér að sjálfum sér.“ Bára og Magnea eru báðar virkar á samfélagsmiðlunum og má fylgjast með lífi og leik þeirra þar. Bára er með heimasíðuna barabeauty.com, Instagram: barabeautymakeup og á Youtube: barabeauty. Magnea er á Instagram: Magneabj og á snapchat: Maggabagga. Bestu vinkonur í gegnum tískuna Töff Tíska Magnea er töffari og veit nákvæmlega hvert hún ætlar sér. fyrir framan bílinn Magnea glæsileg með sól- gleraugun. bílaunnandi Bára stillir sér upp. sumarleg bára Sólgleraugun setja punktinn yfir i-ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.