Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2017, Blaðsíða 30
Fædd og uppalin? Í sveit á
Klettum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Mér Finnst gaMan að…
vasast í hestum, sigla, ganga, stússast og
leika mér með mínu fólki.
síðasta kvöldMáltíðin? Ætli
ég færi ekki bara yfir á tómum maga,
væri örugglega að gera eitthvað annað
en borða fyrir ferðalagið.
Brennd eða graFin? Held svei
mér þá bara brennd, svo lengi sem það
má dreifa mér út í buskann.
Hvað gerirðu Milli kl.
17–19? Heimilið og fjölskyldan er í
forgrunni á þessum tíma yfirleitt.
saMFélagsMiðlar eða dag-
Blöðin? Finnst ekki gaman að dvelja
of lengi við tölvuna og tækin, finnst
skemmtilegra að hafa blað í hönd. Þetta
er svona sitt á hvað, þegar ég nenni.
Hvað ertu Með í vinstri
vasanuM? Enginn vasi!
Bjór eða Hvítvín? Já, takk!
Hver stjórnar Fjarstýr-
ingunni á þínu HeiMili?
Einmitt ! Ekki ég svo mikið er víst.
Hvernig var Fyrsti koss-
inn? Hann var bara svona hálfsak-
laus og feiminn.
Hver væri titill ævisögu
þinnar? There and back again, a
human's tale.
Hver er drauMaBíllinn? Nú
er ég kjaftstopp.
Fyrsta starFið? „Aðstoðarreið-
kennari“ í reiðskóla, 11 ára minnir
mig, þar sem maður lét börn gera
jafnvægisæfingar á hestum, útreiðar-
túrar, aðstoð við eldamennsku, leika við
krakka og leiðbeina.
Fallegasti staður á
landinu? Sveitin og Elliðaey.
Hvaða oFurkraFt værir þú
til í að vera Með? Væri alveg til
í að fljúga. Gæti svo kannski á flugferð-
um sáldrað smá von þar sem engin von
væri, þá myndu fleiri græða en ég.
gist í FangakleFa? Neibb.
HúðFlúr eða ekki? Neibb.
Hvaða leynda HæFileika
HeFur þú? Ussuss, ég væri alltof
ánægð með mig að hafa einhverja
hæfileika, ég gæti engan veginn haldið
þeim leyndum.
Hvað Fékk þig til að tárast
síðast? Kærleikurinn.
FyrirMynd í líFinu? Engin
ákveðin fyrirmynd en get stöðugt lært
af samferðafólki mínu og í sumum
tilfellum hreinlega dáðst að því. Þegar
á hólminn er komið er innsæið besti
áttavitinn.
Hvaða sögu segja For-
eldrar þínir endurtekið
aF þér? Ætli sagan af því þegar við
vinkonurnar stálumst á útihátíð eigi
ekki vinninginn. En okkur til varnar þá
vorum við búnar að fá leyfi. Bara ekki á
þennan tiltekna stað!
ertu Með einHverja FóBíu?
Já, fyrir öfund, baktali og almennum
leiðindum.
Hver er Besta ákvörðun
seM þú HeFur tekið? Ég er með
slóð af misgáfulegum ákvörðunum en
sú langbesta er þó að ákveða að fylgja
hjartanu.
Furðulegasti Matur seM
þú HeFur Borðað? Maurar í
Mexíkó.
Hvað er neyðarlegasta
atvik seM þú HeFur lent í?
Topp 5 eru geymd kirfilega í fortíðinni
en ég held að það finnist öryggismynd-
band af mér í húsgagnaverslun frá því í
vetur þar sem ég var gleypt af svefnsófa
sem ég var að prófa. Ég endaði á gólfinu
hálf ofan í honum, með hann yfir mér
og stuðningsaðili minn í þessari svaðil-
för endaði líka á gólfinu. Hún stóð ekki
í fæturna fyrir hlátri. Lítið og saklaust,
en uppspretta mikillar gleði fyrir suma.
klukkan Hvað Ferðu á
Fætur? Yfirleitt 7.30.
leigirðu eða áttu? Leigi.
Hvaða Bók er á nátt-
Borðinu? The four insights, eftir
Alberto Villoldo.
Með HverjuM, líFs eða
liðnuM, Myndir þú vilja
verja einni kvöldstund?
Ömmu minni Arndísi heitinni. Hún
kæmi að handan, við héldumst í hendur
föðmuðumst og hún myndi segja mér
hvað hún hafi verið að gera hinum megin.
Hver er Fyrsta endur-
Minning þín? Dansandi á Mark-
úsartorgi á sviði í Feneyjum um það
bil tveggja ára. Skildi ekkert af hverju
frænka mín vildi ekki koma með.
Nokkrar minningarglefsur úr þessari
ferð en þessi er alveg sérstök þar sem
tilfinningin var svo sterk, allt algjörlega
framandi. Finnst eins og ég muni líka
eftir því að liggja í vagni í forstofunni
en það er kannski full langt seilst.
líFsMottó? Finnst ágætt þegar ég
þarf á því að halda að muna að það eru
ekki hlutirnir sem svekkja okkur heldur
afstaða okkar til þeirra. Hvaða viðhorf ég
vel til mín, annarra og lífsins hefur allt
með það að gera hvernig mér mun líða.
uppáHaldsútvarpsMaður/
-útvarpsstöð? Rás 1, oftast. Svo
flækist ég á milli stöðva í bílnum eða
set disk í.
uppáHalds Matur/-drykk-
ur? Já, takk. Elska góðan mat og
drykk allt frá kjötsúpu til humars og
vatni til kampavíns, get þó gleymt því
að borða svo klukkutímum skiptir.
uppáHalds tónlistarMað-
ur/-HljóMsveit? Enginn lengur
uppáhalds í þessari deild. Hér gildir
alfarið augnablikið og stemningin. Allt
frá klassík, djass, óperu, rokki til popps
og hugleiðslutónlistar.
uppáHaldskvikMynd/
þættir? Frá því ég sá hana fyrst þá
er English Patient í uppáhaldi.
uppáHaldsBók? Vígslan, eftir
Elisabeth Haich.
uppáHaldsstjórnMála-
Maður? Er manneskja sem mig
langar að bera traust til.
„Dansandi á
Markúsartorgi
á sviði í Feneyjum um
það bil tveggja ára.
Leikkonan sara dögg
sýnir afbragðs frammistöðu
í kvikmyndinni Ég man
þig, sem gerð er eftir bók
Yrsu Sigurðardóttur. Sara
Dögg vinnur nú í tökum á
Stellu Blómkvist og leikur
síðan í Icelandic Sagas í
Hörpu í sumar. Sara Dögg
svarar spurningum Birtu.
M
y
n
d
j
ó
n
a
ta
n
g
r
ét
a
r
ss
o
n
InnsæIð bestI
áttavItInn