Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 4
4 Helgarblað 21. júlí 2017fréttir Þ ann 30. desember 2016 var átján ára piltur dæmdur í fimm og hálfs árs fang- elsi fyrir að nauðga tveim- ur 15 ára stúlkum. Nauðganirnar áttu sér stað með viku millibili í júlí í fyrra og voru afar hrottalegar. Meðal annars sagði gerandinn að grátur annars fórnarlambsins gerði hann graðari. DV hefur fengið staðfest að í dag, rúmu hálfu ári eftir upp- kvaðningu dómsins, hefur hinn dæmdi lokið við afplánun í fang- elsi. Hann dvelur nú á áfanga- heimilinu Vernd og hefur sést keyra um götur borgarinnar á bíl föður síns. Í því felst að þolendur hinna hræðilegu brota drengsins geta átt von á að mæta honum á förnum vegi hvenær sem er þó að ekki sé liðið ár síðan hann braut gegn þeim. DV leitaði skýringa á því hvort sú staða færi saman við reglur varðandi fullnustu refsi- dóma, afplánun og reynslulausn. Afplánun oftast mun styttri en refsidómar Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga getur fangi, sem hefur afplánað tvo þriðju hluta refsi- tíma, fengið reynslulausn ef um hana er sótt. Ef fangi er ekki að af- plána refsingu fyrir alvarlegt af- brot er heimild til reynslulausn- ar þegar helmingur refsitímans er liðinn. Enn rýmri undanþágur gilda síðan þegar gerandi er ung- ur að árum. Ef gerandinn er yngri en 21 árs, eins og í málinu sem um er fjallað, þá getur viðkom- andi sótt um reynslulausn þegar einungis einn þriðji hluti refsitím- ans er liðinn. Það er að því gefnu að hegðun og framkoma fang- ans hafi verið með ágætum og að hann hafi þegið viðeigandi með- ferð á meðan afplánuninni stóð. Ekki virðist hins vegar skipta máli samkvæmt lögunum hvers eðl- is brot fangans var, hvort að um hafi verið að ræða gróft brot eða ekki. Óhætt er að fullyrða að brot- in sem hér um ræðir hafi verið afar gróf. Ofbeldisfullar nauðganir Þann 25. júlí 2016 framdi piltur- inn sérstaklega hrottalega nauð- gun. Samkvæmt dómi átti nauð- gunin sér stað á heimili hans þar sem hann tók 15 ára stúlku kverkataki, sparkaði í hana, steig á háls hennar og hótaði því að beita hana frekara ofbeldi ef hún ekki gerði það sem hann vildi. Hann nauðgaði stúlkunni svo og sló hana nokkrum sinnum í andlit á meðan. Stúlkan leitaði á neyðar- móttöku Landspítalans samdæg- urs, og drengurinn var handtek- inn. Hann var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins þrátt fyrir að brotið hafi verið hrottafengið og hann hafi reynt að hylma yfir það. Sú ákvörðun átti eftir að draga dilk á eftir sér. Tæplega viku síðar, þann 31. júlí, nauðgaði drengurinn annarri 15 ára stúlku, nú í bílskúr húss þar sem þau höfðu verið í samkvæmi. Lýsingar stúlkunnar af nauðgun- inni eru ískyggilegar. Í vitnisburði hennar fyrir dómi kom fram að ofbeldismaðurinn hefði farið með hana í fyrrnefnt herbergi. Sagði stúlkan að hún hefði litið á gerandann sem sinn besta vin. Í herberginu afklæddist piltur- inn og reyndi í kjölfarið að klæða stúlkuna úr bol sínum. Hún þrá- aðist við en skömmu síðar hafi hann trompast. „Hann fékk kast og byrjar að kyrkja mig og seg- ir mér að drulla mér úr bolnum,“ er haft eftir stúlkunni fyrir dómi. Fram kemur að á þessum tíma- punkti hafi stúlkan verið byrjuð að gráta. Við því brást gerandinn með þessum orðum: „Þegar þú grætur þá gerir þú mig graðari.“ Þá lét stúlkan undan og fór úr bolnum. Að hennar sögn var ofbeldis- maðurinn mjög reiður. Hann hafi haldið um háls hennar með báð- um höndum og öskrað á hana. Stúlkan kvaðst sjálf hafa reynt að öskra en hann hafi hótað að hálsbrjóta hana ef hún gerði það. Meðal annars neyddi pilturinn stúlkuna til að veita sér munn- mök auk þess sem hann hafi troð- ið fingri í leggöng hennar. Fórn- arlambið sagði fyrir dómi að hún hafi haldið að hún myndi deyja í herberginu í bílskúrnum. Hún náði þó að lokum að flýja nakin og blóðug þegar húsráðandi varð var við lætin. Drengurinn var hand- tekinn síðar um nóttina og var hann í mjög annarlegu ástandi. Hefði mögulega getað sloppið fyrr úr fangelsi Drengurinn sat í gæsluvarð- haldi fram að dómsuppkvaðn- ingu þann 30.desember 2016. Þar var pilturinn ákærður og dæmd- ur fyrir nauðganir og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Hann neitaði sök fyrir dómi og neit- aði einnig að svara spurningum og gefa skýrslu fyrir dómi. Refs- ing drengsins var ákveðin fimm og hálft ár í fangelsi. Gæsluvarð- haldsvistin var tekin til frádráttar frá refsingunni. Eins og fyrr greinir er ofbeld- ismaðurinn nú kominn á Vernd, eftir að hafa setið í fangelsi í 10 mánuði, að gæsluvarðhaldinu meðtöldu. Samkvæmt þeim reglum sem að ofan voru rakt- ar þá hefði vist hans í fangelsi þó getað verið mun styttri. Að því gefnu að hann hefði hegð- að sér forsvaranlega í fangelsi þá hefði afplánun hans í grunninn átt að vera þannig að hann sæti þrjá og hálfan mánuð í fangelsi, væri í vist á Vernd í sjö og hálf- an mánuð og í kjölfarið í raf- rænu eftirliti með ökklaband í 11 mánuði. Samtals felur það í sér afplánun í 22 mánuði af þeim 66 mánuðum sem honum voru dæmdir í refsingu. Með þeim hætti mun hann sitja af sér einn þriðja hluta refsitímans, í sam- ræmi við þær reglur um reynslu- lausn sem gilda um brotamenn yngri en 21 árs. n Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Kominn á rúntinn hálfu ári eftir þungan nauðgunardóm n Framdi tvær hrottalegar nauðganir fyrir tæpu ári síðan n Er nú kominn á Vernd Flestir fangar afplána að- eins helming refsitímans Um reynslulausn segir í lögum að almennt skuli ekki veita fanga reynslu- lausn ef hann er talinn hættulegur öðrum að mati fagaðila. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun ljúka að jafnaði um 25% fanga fullri afplánun en um þrír fjórðu fanga fá veitta reynslulausn. Jafnframt sýna tölur úr ársskýrslum stofnunarinnar að þeir sem fá veitta reynslulausn eftir að hafa afplánað helming refsitímans eru um tvöfalt fleiri en þeir sem hafa setið tvo þriðju refsitímans. Miðað við þær tölur afplána flestir fangar aðeins helming síns dæmda refsitíma. „Þegar þú grætur þá gerir þú mig graðari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.