Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 10
10 Helgarblað 21. júlí 2017fréttir É g er ekki bara undarlegur karl með mannshvarfsblæti,“ seg- ir tónlistar- og gröfumaður- inn Bjarki Hall sem ákvað í byrjun þessa árs að sökkva sér ofan í áhugamál sitt sem eru ís- lensk mannshvörf. Bjarki hóf rann- sóknarvinnu í tengslum við fjöl- mörg óupplýst mál eftir að hann varð tímabundið óvinnufær eftir slys. Bjarki hefur tekið saman gögn úr gömlum blaðagreinum og rann- sóknarskýrslum með því markmiði að finna nýjar vísbendingar í þeim fjölmörgu málum sem engin svör liggja fyrir í. Bjarki heldur úti síðunni Íslensk mannshvörf á Facebook. Þar hef- ur hann birt samantektir í bland við nýjar vísbendingar sem hon- um hafa borist eftir að síðan var opnuð. Bjarki tengist sjálfur ein- um Íslendingi sem hvarf sporlaust árið 1945. Það er Hannes Páls- son, en ekkert spurðist til hans eft- ir 4. janúar það ár. Móðir Hannes- ar og langamma Bjarka voru systur. Dularfullt hvarf Hannesar var rætt í fjölskylduboðum, í bland við önn- ur mál, og gæti það, að sögn Bjarka, verið ein af ástæðum mikils áhuga hans á mannshvörfum. Þrátt fyrir að Bjarki sé nú orðinn heill heilsu og byrjaður að vinna fulla vinnu þá hefur áhugi fólks á síðunni í bland við nýjar ábendingar og öfluga heimildarleit gefið Bjarka byr undir báða vængi. Hann ætlar sér að gera síðuna enn efnismeiri og vonar að vinnan skili sér í því að eitthvert þessara fjöl- mörgu dularfullu mála upplýsist í náinni framtíð. Bjarki gaf DV góðfúslegt leyfi til að endurbirta efni af síðunni, Ís- lensk mannshvörf. Blaðamaður bætti lítillega við textana með að- stoð Bjarka sem biðlar til þeirra sem hafa einhverjar vísbendingar um neðangreind mál að hafa samband við sig með tölvupósti. Hann seg- ir mikilvægt að málin fái reglulega umfjöllun því án efa sé fólk þarna úti sem búi yfir upplýsingum sem gætu leitt til þess að þau upplýsist. Póstfang Bjarka er mannshvarf@ gmail.com. óupplýst manns- hvörf á Íslandi n Bjarki hall hefur sankað að sér upplýsingum um horfið fólk n heldur úti síðu á facebook magnús teitsson – 30. nóvember 1968 Max Robert Heinrich Keil var fæddur í Luckau í Þýskalandi 14. janúar 1908. Eftir að hann fluttist til Íslands 1930 og fékk íslenskt ríkisfang tók hann upp nafnið Magnús Teitsson. Að mati Bjarka er hvarf Magnúsar eitt það dularfyllsta sem hann hefur lesið sér til um. Þegar Ís- land var hernumið af Bretum fór Magnús ekki varhluta af því frekar en aðrir samland- ar hans sem búsettir voru á Ís- landi, að margt var heppilegra en að vera ættaður frá Þýska- landi á þeim tíma. Hann var einn af mörgum Þjóðverjum sem teknir voru til fanga og fluttir til Englands í stríðinu. Lyklarnir í læsingunni Eftir stríðslok, er hann kom heim til Íslands aftur, fór hann að vinna fyrir Málningu h/f. Hann vann svo í framhaldinu hjá Hörpu sem var þá að hluta til í eigu Málningar h/f en var síðar gerður að stjórnarmanni hjá því fyrirtæki. Eftir það stofnaði hann fyrirtækið Stál- borg og var framkvæmdastjóri þar. Magnús var talinn góð- ur stjórnandi af þeim sem til þekktu, reglusamur og stund- vís. Kona Magnúsar var Helga Þorsteins. Börn þeirra eru El- ísabet, Þorsteinn, Ásdís og Sig- ríður. Helga lést 1994. Magnús fór frá heimili sínu, Þinghóls- braut 63 í Kópavogi, laugar- daginn 30. nóvember 1968 á VW bjöllu-bifreið sinni og hugðist ætla að hjálpa kunn- ingja sínum sem bjó í húsi sem hét Strönd og var í landi Sæbóls við Fossvog í Reykja- vík. Hann kvaðst ætla að koma heim aftur um kvöldmatar- leytið. Þegar klukkan nálg- aðist 20.00 fór fjölskyldan að ókyrrast og kom þá í ljós að bifreið hans var komin fyr- ir utan heimili þeirra en ekk- ert bólaði á honum. Við nánari skoðun kom í ljós að lyklar bif- reiðarinnar voru í læsingu bíl- stjórahurðarinnar. Umfangsmikil leit Samkvæmt áðurnefndum kunningja Magnúsar fór hann frá honum úr Fossvoginum um kl. 19.00 og hugðist halda heim á leið. Hann sagðist ekki hafa séð neitt óvenjulegt í fari hans. Klukkan 22.00 var til- kynnt um hvarf Magnúsar og hófst eftirgrennslan eftir hon- um. Um kvöldið hófst svo um- fangsmikil leit. Í auglýsingum blaðanna þar sem lýst er eftir Magnúsi er hann sagður hafa verið klæddur í ljósa úlpu með dökkum ullarkraga, dökkum buxum og skóhlífum. Magnús notaði gleraugu og var með- almaður í vexti. Aldrei hefur fengist nein skýring á hvarfi Magnúsar og ekkert hefur spurst til hans. Umfangsmik- il leit var gerð að Magnúsi en aldrei fannst neitt sem hægt var að tengja við hann eða hvarfið dularfulla. Bjarni matthías sigurðsson – 25. ágúst 1974 Bjarni Matthías Sigurðsson var fæddur 29. nóvember 1894 og var búsettur í Ólafsvík. Bjarni var giftur Vigdísi Lydíu Sig- urgeirsdóttur og áttu þau sex börn. Vigdís lést árið 1975. Bjarni var trésmiður, járn- smiður og var vinsæll meðal þeirra sem hann þekktu. Hann rak meðal annars vélsmiðju í Ólafsvík. Bjarni var mikill úti- vistarmaður og var heilsu- hraustur þrátt fyrir að vera orðinn 79 ára gamall. Hann var þó farinn að tapa minni og grunar ættingja að hann hafi verið kominn með Alzheim- er á byrjunarstigi þegar hann hvarf. Hvarf í berjamó Þann 25. ágúst 1974 fór Bjarni til berjatínslu ásamt dóttur sinni og tengdasyni skammt frá Hólahólum á Snæfellsnesi. Bílnum var ekið spölkorn upp vegslóða frá aðalveginum þar sem honum var lagt og í fram- haldinu höfðust þau handa við berjatínslu. Bjarni var klæddur í blá nankinsföt, með köflótta húfu, eða svo kallaðan six- pensara. Hann var með rauða fötu undir berin og berjatínu sem hann hafði smíðað sjálf- ur. Þegar fólkið hafði tínt ber í góða stund ákvað Bjarni að fara aftur til bifreiðarinnar og fá sér kaffisopa. Samferðafólk hans fór svo um fimmtán mín- útum seinna til sömu erinda- gjörða en þá var Bjarni hvergi sjáanlegur. Þau svipuðust um eftir hon- um í nokkra stund. Þegar það skilaði engum árangri til- kynntu þau hvarfið og hófst þá umfangsmikil leit. Það sýn- ir vel þann samhug sem býr í fólki að bátar fóru ekki á sjó daginn eftir hvarf Bjarna og mest allt atvinnulíf lamaðist í Ólafsvík sem og víðar á Snæ- fellsnesi því fólk vildi aðstoða við leitina. Þegar leitin stóð sem hæst tóku hátt í 3.000 manns þátt í henni. Einnig var notast við þyrlu við leitina. Segja má að hver einasti sentí- metri hafi verið kannaður oft- ar en einu sinni, og oftar en tvisvar, á þeim slóðum sem Bjarni hvarf. Sporhundur var kallað- ur til. Hann rakti slóð Bjarna frá þeim stað er þau höfðu lagt bifreið sinni og upp á að- alveginn. Þar endaði slóðin. Það vakti ákveðnar grunsemd- ir og eru ættingjar hans, sum- ir hverjir, þess full vissir að þar hafi einhvers konar slys átt sér stað sem hafi endað með saknæmu athæfi. Þá segir Bjarki að maður sem tók þátt í leitinni að Bjarna á sínum tíma hafi sagt sér að hrúga af berj- um hafi fundist við vegarkant skammt frá þeim stað þar sem Bjarni sást síðast. „Maður- inn sagði mér að hrúgan hefði litið út eins og það hefði ver- ið hvolft úr fötu. Lögreglan fór hljótt með þetta.“ Dulrænn sjáandi kvaðst vita um Bjarna Sonur Bjarna segir í þáttun- um Óupplýst mannshvörf sem voru sýndir á Stöð 2: „Það var leitað það vel á svæðinu að hann hefði fundist ef hann væri þarna.“ Í þættinum kom einnig fram að dulrænn sjá- andi hefði gefið sig fram við lögreglu og sagt að hann sæi hvernig atburðarásin var eft- ir að Bjarni hvarf. „Hann sagði að þessi gamli maður hefði verið að koma úr berjamó og gengur upp á veginn. Þar kem- ur bíll aðvífandi og hann verð- ur fyrir bílnum. Bíllinn stopp- ar og út úr bílnum koma tveir menn. Þeir taka manninn og setja hann inn í bílinn og keyra áfram. Síðan segir hann að þeir hafi urðað manninn í grjótvegg við eyðibýli og eyði- býlið sé 60 kílómetra frá þeim stað þar sem hann varð fyr- ir bílnum.“ Þetta sagði Eðvarð Árnason, fyrrverandi lögreglu- maður, í Óupplýstum manns- hvörfum. Eðvarð og félagi hans fundu eyðibýli sem svip- aði til þess sem sjáandinn lýsti. Þar fundu þeir þó ekkert. Aldrei fannst neitt sem út- skýrt gat hvarf Bjarna. Hvorki rauða fatan, berjatínan eða nokkuð sem var hægt að tengja beint við Bjarna. Gott veður var daginn sem Bjarni hvarf og næstu daga á eftir. Auglýst var eftir honum í fjölmiðlum bæði á íslensku og ensku. Leitað var aftur vorið 1975 þegar snjóa létti eftir veturinn en, sem fyrr, án árangurs. Minningarathöfn um Bjarna Matthías Sigurðs- son fór fram frá Ólafsvíkur- kirkju 30. nóvember 1974. Magnús Teitsson Málið þótti mjög dularfullt. Bjarni Matthías Sigurðsson Umfangsmikil leit var gerð að Bjarna. Bjarki Hall Hefur óslökkvandi áhuga á íslenskum mannshvörfum MynD BergLinD AMy gUðnADóTTir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.