Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 14
14 umræða Helgarblað 21. júlí 2017 Þ að þekkja allir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára kvikmyndaleikstjórann Friðrik Þór Friðriksson og hans bíómyndir sem sumar eru með þeim vinsælustu sem gerð- ar hafa verið hér á landi, nægir þar að nefna Engla alheimsins, Djöflaeyjuna, Börn náttúrunn- ar, Skytturnar, Bíódaga, Mömmu Gógó og Rokk í Reykjavík. Hitt vita kannski færri að hann hefur lif- að um margt ansi skrautlegu lífi, ferðast til flestra landa í heimin- um og lent í allskonar ævintýrum og sérkennilegum atvikum. Og að hann er sömuleiðis frábær sögu- maður, orðheppinn og hittinn á að sjá eitthvað sögulegt og frásagnar- vert út úr flestum aðstæðum. Þetta veit sá sem þessar línur skrifar, en við Friðrik höfum verið vinir í ára- tugi, gamlir skólabræður, sam- starfsmenn og knattspyrnufélagar í Lunch United. Sýnishorni af sagnamennsku Friðriks geta allir fengið að kynn- ast af lestri bókar með sögum hans sem kom út fyrir 23 árum; árið 1994 kom semsé út bókin Vor í dal, þar sem nokkrar af sögum Frið- riks eru frábærlega skráðar af Árna Óskarssyni. Merkilegt nokk þá fékk bókin tiltölulega litla athygli þegar hún kom út, og ekki bara já- kvæða; það var eins og fólk vissi ekki hvernig átti að taka húmor sagnanna, sem sumum þótti víða raupsamur – hún seldist lítið og spurðist ekki víða. Þeir sem hana þekkja halda hinsvegar nær allir upp á þetta skemmtilega kver, sem sjálfsagt er að rifja upp. Sögurnar eru úr ýmsum áttum, úr barnæsku hans, ferðalögum, at- vikum við kvikmyndagerð, sumar- dvölum í sveit og af vinnustöðum sem Friðrik kynntist. Þar á meðal eru nokkrar sögur af því er hann vann nokkur ár meðfram skóla í kirkjugörðum aðallega við að setja upp legsteina. Sem dæmi um þá frásagnarlist er sagan Maðurinn með ljáinn: Alltaf nóg að gera Kirkjugarðar Reykjavíkur aug- lýstu jafnan eftir sláttumönnum á sumrin til þess að slá gras þar sem vélum varð ekki við komið. Í starf þetta réðu sig ýmsir merkir menn, svo sem Skeggi Ásbjarnar- son sem landskunnur varð fyrir barnatíma sína í Ríkisútvarpinu. En flestir voru sláttumennirn- ir gamlir uppflosnaðir bændur. Einn þeirra var afar ófrýnilegur ásýndum en einstakur ljúflingur. Það var einhverju sinni í dumb- ungsveðri að við Ólafur Þorsteins- son verkstjóri gengum fram á hann þar sem hann brýndi ljáinn af mikilli eljusemi. Í sömu andrá heyrðist tregabundinn hljómur útfararklukknanna. Þá gaut gamli maðurinn augunum til okkar frá ljánum, tannlaus munnurinn rifn- aði í gleiðu glotti, og sagði: „Það er alltaf nóg að gera.“ Münchhausen-stíll Eins og áður var nefnt þá má stundum greina gamaldags raup- eða grobbstíl í sumum sagnanna, sem heita þá nöfnum eins og Uppruni veðurspeki minnar eða Prestsverk mín, en að sjálfsögðu skiptir í því sambandi máli hvaða frásagnarhátt höfundurinn Árni Óskarsson hefur valið sögunum; á milli þeirra tveggja, sögumanns og skrásetjara, má greina bæði afar skemmtilega og húmoríska fjarlægð og jafnframt náælægð. Sumar af þessum sögum birtust í DV fyrir margt löngu, með fínum myndskreytingum Guðmundar heitins Thoroddsen. Og kannski var það stundum full-glannalegt, því að fólk náði ekki eða skildi hinn dásamlega Münchhausen-stíl sem á þeim er (eða Múnkhásen, eins og mörgum er tamt að segja). Og margir skildu sömuleiðis allt bók- staflega, eða þeim „jarðlega skiln- ingi“ sem Snorri nefnir í Eddu um þá sem ekki var gefin „andlega Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Vor í dal Sagnalist kvikmyndaleikstjóra í öðru ljósi „Friðrik Þór hefur eigin- lega lifað svo við- burðaríka ævi að það hefur hvarfl- að að mörgum að hann eigi níu líf eins og kötturinn. Friðrik Þór Hann er sömuleiðis frábær sögumaður, orðhepp- inn og hittinn á að sjá eitthvað sögulegt og frásagnarvert út úr flestum aðstæðum. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.