Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 15
umræða 15Helgarblað 21. júlí 2017 spektin.“ Þessi saga, Brotamálmur, gerði til dæmis allt vitlaust þegar hún birtist í DV: Alltaf var kaupið heldur lágt í kirkjugarðsvinnunni. Þess vegna reyndi ég að hafa allar klær úti til að afla mér aukatekna. Einhverju sinni fékk ég þá snjöllu hugmynd að safna saman öllum kopar sem fyrirfyndist í Fossvogskirkju- garðinum, brjóta hann og bræða og selja síðan. Ég ákvað að taka Örn Daníel Jónsson félaga minn með mér í þetta verk, en hann var ákafur kommúnisti og niðurrifs- maður á þessum árum. Þar sem ég var öllum hnútum kunnugur í garðinum sóttist verkið vel en þó var þetta erfið vinna. Eftir heill- ar nætur strit höfðum við gjör- samlega hreinsað allan kopar úr garðinum, hvort sem það voru stafir, krossar, styttur, englar eða dúfur. Þóttumst við hafa aflað vel og vorum kampakátir þegar við ókum á brott með fenginn í morgunsárið. Við bræddum svo koparinn, seldum og fengum gott verð fyrir. Fólk í skinnklæðum eskimóa Það var auðvitað ærið djarft að birta svona sögu staka, og án samhengis við ýkju- og grobbstíl- inn sem er aðall bókarinnar, en auðvitað var hér tómur uppspuni á ferðinni, þeir félagar höfðu aldrei stolið neinum kopar, en máttu samt sitja undir hörðum ákúrum og fordæmingum fyr- ir þetta og blaðið líka; Örn vinur Friðriks sem nefndur er í sögunni var meðal annars settur af sem stjórnarmaður í virðulegu fyrir- tæki vegna þess sem sagt er í þess- um sögubút, að því ég hef heyrt. Friðrik Þór hefur eiginlega lifað svo viðburðaríka ævi að það hefur hvarflað að mörgum að hann eigi níu líf eins og kötturinn. Hann hefur blandast inn í róstur og árásir og stóra heimsviðburði, auk þess að kynnast öllum helstu mó- gúlum og stjörnum kvikmynda- heimsins. Þannig er til dæm- is sagt frá því þegar hann ásamt föruneyti héðan af Íslandi fór og var viðstaddur sem einn hinna tilnefndu á Óskarsverðlauna- hátíðinni í Hollywood. Það var í fyrsta sinn sem Íslendingar voru komnir þarna í þessum tilgangi og skipuleggjendur athafnarinn- ar voru greinilega ekki alveg klárir á hvernig það fólk yrði sem kæmi frá okkar landi, eins og segir frá í söguþættinum Staðgenglarnir: Við Óskarsverðlaunaafhend- ingu tíðkast það að fólk er ráð- ið til þess að hlaupa í skarðið fyr- ir þá sem þurfa að rísa úr sætum sínum og bregða sér frá. Þetta er gert til þess að salurinn virðist aldrei tómur. Athöfnin er löng, tekur fimm tíma, og á að vera svo eftirsóknarvert að sitja þarna að aldrei má sjást nokkurstaðar autt sæti. Þegar við Íslendingarnir vor- um viðstaddir slíka athöfn vegna Barna náttúrunnar brugðum við okkur á barinn einhvern tíma meðan á dagskránni stóð. Sáum við þá okkur til furðu að fjórir eskimóar í skinnklæðum settust umsvifalaust í sæti okkar. Hlógu stelpurnar Eins og áður sagði tók ég eftir því, sem mjög hélt fram gildi þessar- ar bókar þegar rætt var um það nýjasta á markaðnum á sínum tíma, að það var ýmislegt sem fólk lét fara í pirrurnar á sér, það tók margt sem átti að vera tvírætt mjög bókstaflega, eins og sögur af íþróttaafrekum höfundarins, veðurspeki hans og dulrænum hæfileikum. Þannig segir hann sögu af samskiptum sínum við stærðfræðikennnara í Vogaskóla um mengjareikning, en kennar- inn vildi að Friðrik svaraði því hvað einn og hálfur köttur yrði lengi að éta eina og hálfa rottu, og veifaði orðabók sem átti að jafngilda einni og hálfri rottu. Þegar Friðrik segist hafa svarað því því að það ylti á hversu rott- an væri margar blaðsíður bætir hann við „Þá hlógu meira að segja stelpurnar.“ Svona komment strjúka auð- vitað mörgum í bókmenntaheim- inum öfugt, en þeir sem muna þá tíma að stúlkur voru mun prúðari í kennslutímum og ólíklegri til að hlæja að kennurum þótt yfir þá gengi flóð af fúlum bröndur- um frá athyglissjúkum strákum, þeir skilja alveg meininguna með þessari athugasemd. En margar eru sögurnar hrein- ar perlur, draga upp brilljant smá- myndir. 1980 var rekinn svokall- aður Klúbbur FS í Félagsstofnun stúdenta, þetta var í tengslum við Listahátíð og Friðrik starfaði þar á barnum. Og þaðan er þessi síð- asta saga sem ég birti hér: Björn Jónasson var forsprakki klúbbs FS sem rekinn var í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut sumarið 1980. Hann kom að máli við mig og bað mig um að hanna auglýsingaplakat fyrir þennan skemmtistað. Ég valdi mynd úr einni af stórmyndum Cecil B. de Mille um hnignun Rómarveldis þar sem karlar sitja á sundlaugar- barmi með vínbikara en létt- klæddar meyjar ganga um beina. Plakati þessu var dreift víðs og vegar um bæinn. Mæltist það vel fyrir og jók aðsókn að staðnum til muna. Kvöld eitt tek ég eftir því að þangað er kominn miðaldra maður með sunddót undir arm- inum og týrólahatt á höfði. Hann er vandræðast þarna frammi í anddyri svo að ég geng til hans og spyr hvort ég geti aðstoðað hann eitthvað. Hann svaraði: „Þér gæt- uð kannski vísað mér á búnings- klefana.“ Ég held að sem flestir ættu að skoða þessa bók Friðriks Þórs og Árna Óskarssonar. Og ég held að vel mætti birtast meira af þessu tagi. n „Örn, vin- ur Friðriks, sem nefndur er í sögunni, var með- al annars settur af sem stjórnar- maður í virðulegu fyrirtæki vegna þess sem sagt er í þessum sögu- bút, að því ég hef heyrt. Friðrik Þór með Einari Má Guðmundssyni Leikstjórinn gerði kvik- mynd eftir einni frægustu sögu rithöfundarins, Englum alheimsins. Myndir Friðriks Þórs Hafa notið mikilla vinsælda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.